Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 10

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 10
Texti: Styrmir Guðlaugsson Myndir: Hreinn Hreinsson „501-502-503..." Heimir Karlsson íþróttafréttamaður undir öruggri hand- leiðslu Kjartans Guðbrandssonar. Maður styrkir ekki keppin...magann áreynslulaust!! ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR Á SKÖMMUM TÍMA Kjartan Guðbrandsson, íslands- meistari í vaxtarrækt, byrjaði nýlega á því að taka fólk, sem vill koma sér í gott form, í einkaþjálfun í Gym '80. Viðbrögðin voru svo góð að strax myndaðist biðlisti. Átta karlar fá einkaþjálfun hjá Kjartani en konur eru að sjálfsögðu jafn velkomnar. Kjartan tekur á móti þeim fyrsta klukkan sjö á morgnana og síðan mæta þeir hver af öðrum fram eftir öllum degi. VÍSINDALEGUR UNDIRBÚNINGUR „Þetta byggist á persónulegri þjálf- un sem er miðuð við hvern og einn," segir Kjartan. „Ég teká móti mönnum þegar þeir mæta og fylgi þeim alveg eftir í gegnum æfingarnar. í upphafi ræðum við saman og förum yfir hvert markmiðið er og áður en sjálfar æf- ingarnar hefjast fara þeir í lungna- próf, blóðþrýstingurinn er mældur og sömuleiðis púlsinn og þeir eru vigt- aðir og fitumældir. Að þessu búnu get ég betur metið líkamsástand þeirra og með tilliti til þess reyni ég að sjá út hvaða leið er best að fara að markinu." Kjartan segir að áttmenningarnir séu flestir mjög uppteknir menn sem hafi vanrækt líkamann í einhvern tíma.„Sumir þeirra voru í hörkuformi áður fyrr og stunduðu íþróttir af kappi og ætla að byggja sig upp aftur." FJÖLBREYTTAR ÆFINGAR „Ég reyni auðvitað að hafa æfing- arnir þannigað þeirfái sem mest út úr þeim miðað við það markmið sem við höfum sett," segir Kjartan. „Flestir þurfa að létta sig og þá legg ég mesta áherslu á þeir brenni sem mestu við æfingarnar og hef þær fjölbreyttar. Ég læt þá margendurtaka æfingarnar og þeir fá litla sem enga hvíld á milli. Megináherslan er sem sagt á að ná sem mestum bruna með fjölbreyttum æfingum en þess á milli eru þær sér- tækar. Lyftingar eru sennilega ekki nema þriðjungur á móti skokki, hjól- reiðum, pallapúli, boxi, fjallgöngum, sippi og öðru því sem mér dettur í hug að láta þá gera. Einn dag tek ég kannski magann fyrir og geng frá honum! Ég vil fá þá, sem eru að berjast við aukakílóin, oftar til mín en styttra í einu. Vfirleitt mæta þeir fimm sinn- um í viku í klukkutíma eða einn og hálfan tíma í senn. Þá er árangurinn tryggður. Þeirsleppa heldurekki öðruvísi rassblautir út og kunna því vel, enda er mikill hugur í þeim að ná sem bestum árangri. Ég passa samt vel að þeirofreyni sigekki ogfara yfirmark- ið. Maður verður að vita hversu langt má ganga." MATARÆÐIÐ SKIPTIR JAFN MIKLU MÁLI OG ÆFINGARNAR Mataræðið segist Kjartan leggja alveg að jöfnu á móti æfingunum. „Þaðskiptir rosalega miklu málí hvað maður lætur ofan í sig. Þeir borða samt talsvert mikið og oft og eiga því ekki að vera svangir. Þetta á því ekki að vera nein pína fyrir þá. Mestu skiptir að þeir breyti um mataræði og matarvenjur. Máltíðirnareru fjórartil sex á dag en hver máltíð er ekki stór. Ég legg áherslu á að þeir borði góðan morgunmat en lítið á kvöldin. Þeir mega borða nánast allt nema titu og unnin kolvetni. Ég læt þá hafa upp- skriftir og þeir prófa sig síðan áfram með þær. Uppteknum mönnum hættir svo oft til að gleypa eitthvað í sig á hlaupum í vinnunni en nú eiga þeir að taka með sér hollt nesti í vinn- una." Kjartan lætur sér ekki nægja að 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.