Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 26

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 26
„Að flestu leyti en samt hef ég á tilfinningunni að beðið sé eftir því að ég geri mistök. Ég er síður en svo aigóð hvað varðarsamskipti okkaren ég sætti migekki viðþað að látasegja mér fyrir verkum. Ég hef margoft sagt að ég stunda sund af því ég er ekki hópmanneskja, er í sundi fyrir sjálfa mig. Ég stend ekki undir því að vera einhver fyrirmynd og sætti mig ekki við það. Ég vil fara mínar leiðir sem ég veit að skila mér bestum árangri. Það hvarflar stundum að manni að maður missi ákveðin mannréttindi við það að vera í landsliðinu í sundi. Ákvarðanir formanns Sundsam- bandsins hafa stundum orkað tví- mælis eins og það þegar hann ákvað upp á sitt einsæmdi að enginn sund- maður keppti í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu fyrir tveimur árum. Rétt fyrir mótið var Helga Sig- urðardóttir sfðan send út sem kepp- andi í greininni en ég sat eftir með sártenniðogbúin aðbreyta æfingum til þess að ná lágmarkinu í 100 metra skriðsundi." ,rVIÐ ERUM EKKI NEINIR MEÐALJÓNAR" — Hvað finnst þér til bóta hvað þetta varðar? „Þeir, sem stjórna hreyfingu eins og Sundsambandinu, verða að átta sig á því að þeir eru ekki með neinar venjulegar manneskjur í höndunum. Það er ekki hægt að segja sumum fyrir verkum eins og smákrökkum. Við erum ólík og höfum ólíkar þarfir. Það passa ekki allir í sama básinn. Afreksmenn eru afreksmenn af því að þeireru skapstórir, að mínu mati. Við erum ekki neinir meðaljónar. Það þarf mannþekkjara til þess að vinna með slfku fólki. En ég er alls ekki alsaklaus hvað samskiptaörðugleik- ana varðar." — Er skýringa á frábærum árangri þínum um þessar mundir jafnvel að leita í öðru en breyttum áherslum í sundi — t.d. jafnvægi í einkalífi, ástarmálunum og svo framvegis? „Ég er svakalega hamingjusöm og það hefur margt breyst hjá mér að undanförnu í einkalífinu. Kærastinn „Það er mun auðveldara að verða góður í bringusundi en skriðsundi á alþjóðamælikvarða." Bryndís lyftir lóðum í Gym 80. minn heitir Gunnar Júlíusson og styð- ur mig f gegnum súrt og sætt." — Þú hefur æft í Þorlákshöfn, með Sundfélagi Suðurnesja og núna með Ægi — hvað kemur til? „Ég er alltaf að leita eftir því sem hentar mér best. Mig skortir vissan bakgrunn af því ég byrjaði ekki f sundi fyrr en 12 ára. Ég fór með Magnúsi bróður til Keflavíkur og þar byrjaði égað æfa, að sumu leyti, eins og mér hentar. Þjálfari Ægis, Petteri Laine, féllst síðan á mínar hugmyndir og núna er ég að gera nákvæmlega það sem ég vil. Sumum finnst hann gefa mérof mikinn gaum en slíkt held ég að sé eðlilegt af því ég er best." — Þú ert mjög meðvituð um sjálfa þig, veist hvað þú vilt, veist hvað þú getur og þar fram eftir götunum. „Já, ég er það. Uppáhaldsmenn- irnir mínir eru Jón Páll heitinn Sig- marsson og Kristján Jóhannsson því þeir hafa og höfðu hugrekki til þess að segja að þeir væru bestir. Það verður alltaf fjaðrafok í kringum mig þvíéger hreinskilin og lætekki bjóða mérallt. ísjónvarpsviðtali umdaginn sagðist ég vera besti sundmaður landsins og ég stend við það en auð- vitað getur það breyst í einni svipan." — Finnst þér þú hafa staðið í skugga Ragnheiðar Runólfsdóttur? „Ég var í svo mikilli lægð þegar Ragga var upp á sitt besta að það var ekki hægt að tala um neinn saman- burð, hvað þá um að ég hefði staðið f skugga hennar. Það var ekki hægt að líkjaokkursaman. Ragga varaðvissu leyti gerð að stjörnu í blöðunum og okkur fannst hún ekki eiga allt skilið 26

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.