Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 29
Myndapakkar með þekktu íþróttafólki hafa
notið mikilla vinsælda meðal ungmenna
landsins. Nú nýverið kom á markaðinn ís-
lensk framleiðsla af þessum meiði. Er þar
um að ræða samvinnu samtaka 1. deildar
félaga í knattspyrnu og Nóa-Síríus sem hlot-
ið hefur nafnið „Rauða spjaldið".
Rauða spjaldið hefur að geyma myndir af
leikmönnum Getraunadeildarinnar í knatt-
spyrnu, þjálfurum liðanna og dómurum.
Ennfremur er í pökkum Rauða spjaldsins að
finna liðsmyndir og myndir af landsliðs-
mönnum fslands. Alls verða myndirnar hátt
í 300 talsins en hver pakki hefur að geyma
ellefu myndir.
Sölustaðir Rauða spjaldsins eru flestir
söluturnar, sportvöruverslanir og bókabúð-
ir og hafa aðstandendur þess reynt að stilla
verði þess í hóf. Hver pakki kostar u.þ.b. 100
krónur. Einnig kemur svokölluð söfnunar-
bók til með að verða á boðstólum en hún er
upplögð fyrir þá sem safna myndum Rauða
spjaldsins. Verð söfnunarbókarinnar er um
390 krónur.
Ýmsar uppákomur verða í kringum
Rauða spjaldið í sumar, þá bæði í DV og á
Rás 2.
Framleiðsla Rauða spjaldsins er alfarið
innlend og er rétt að hvetja landann til að
styrkja íslenska framleiðslu og framtak með
því að fá sér sem flest Rauð spjöld í sumar.
Jón Kristjánsson
handknattleiksmaður
Er það rétt að þú
leikir ekki
handknattleik framar?
(Sú saga hefur gengið að Jón
Kristjánsson, leikmaður Vals,
hafi fengið þann úrskurð að hann
gæti ekki spilað handbolta aftur.)
„Nei, það er ekki rétt. Ég er hins
vegar nýkominn úr aðgerð vegna
brjóskloss í baki. Það er Ijóst að ég
æfi ekkert í sumar en fer kannski
aðeins að svamla í laugunum upp úr
miðjum júlí. Svo á ég von á því að
geta farið að skokka í september eða
október og geta byrjað að æfa af full-
um krafti í nóvember. Ég ætla því að
vona að ég geti spilað með Val áfullu
í vetur."
29