Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 30
AHEMAVEIU
Gail Devers hefur ekki sagt sitt síð-
asta orð á hlaupabrautinni.
SKONDIN STIGAGJÖF
Mat íþróttafréttamanna á frammistöðu
knattspyrnumanna í formi EMMA og STIGA
hefur stundum vakið kátínu og undrun.
Vissulega er enginn hægðarleikur að dæma
frammistöðu rúmlega tuttugu leikmanna í
90 mínútna leik en samt mætti íþróttafrétta-
mönnunum oft takast betur upp. Sumir leik-
menn mega vart stíga inn á völl án þess að fá
toppeinkunn á meðan aðrir ósérhlífnir leik-
menn, sem vinna stöðugt fyrir liðsheildina
og eru lausir við alla sýndarmennsku, njóta
aldrei sannmælis.
Eftir síst of stóran 4-1 sigur Vals á Fram í 1.
deild á dögunum voru leikmenn liðanna
metnir í DV með stigagjöf. Það sem vakti
hvað mesta athygli var að varnarmenn Vals,
sem áttu allir toppleik, hlutu samtals sömu
stigatölu og varnarmenn Fram sem voru
gjörsamlega úti á þekju. Þeir voru ósam-
stilltir, „dekkuðu" illa og létu stela af sér
boltanum hvað eftir annað. Framlínumenn
Fram fengu hins vegar lítinn frið til að at-
hafna sig því þeir voru fastir í klóm Valsara.
Stiga- og einkunnagjöf eftir leiki er hins
vegar ómissandi þótt menn verði seint sam-
mála og þó að leikmenn hafi lýst frati á hana
í skoðanakönnun bíða þeir yfirleitt spenntir
eftir að lesa um það „hvernig þeir stóðu sig“.
TEPOKINN OG ARSENAL
Þótt ARSENAL sé bæði deildarbikar-
meistari og bikarmeistari í Englandi eftir
strangt keppnistímabil er til gamall brandari
um afleitt gengi Arsenal í bikarkeppninni
(cup) undanfarna áratugi. Hann hljóðar
svona — á ensku: „What’s the difference
between Arsenal and a tea bag? A tea bag
stays in the cup longer!"
Gail Devers fellur í 100 m grindahlaupi á síðustu Ólympíuleikum.
- Gail Devers spretthlaupari
STEFNDII ORKUML EN
VARÐ ÓLYMPÍUMEISTARI
Þegar GAIL DEVERS, gullverðlaunahafi í
100 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum,
var 17 ára og efnilegasti spretthlaupi Banda-
ríkjanna hitti hún nýráðinn þjálfara kvenna-
landsliðsins í frjálsíþróttum. Hún hrökklað-
ist næstum því í burtu þegar hún horfði á
hann öskra og láta öllum illum látum þar
sem hann var að þjálfa. Þetta reyndist vera
hinni eini sanni BOB KERSEE, sem gerði
stjörnur úr Jackie Joyner og Florence Grif-
fith. Kersee var ekkert að tvínóna við hlutina
og tjáði sig um Devers árið 1984, skömmu
eftir að hann sá hana æfa: „Hæfileikar
Devers eru slíkir að á nokkrum árum breyt-
ist hún úr háskólameistara í Ólympíumeist-
ara. Hún mun slá bandaríska metið í 100
metra grindahlaupi, keppa á Ólympíuleik-
unum 1988 en vinna gull á Ólympíuleikun-
um fjórum árum síðar.“
Devers leit furðu lostin á Kersee þegar
hann sagði þetta og var fullviss um að hann
væri bilaður. En kappinn reyndist sannspár.
Devers setti bandarískt met í 100 metra
grindahlaupi árið 1988 (12,61 sek) og komst í
Ólympíuliðið sama ár. Henni gekk illa á Ól-
ympíuleikunum, fékk þunglyndiskast að
þeim loknum og veiktist svo hastarlega.
Næstu tvö árin var Devers svo illa haldin að
foreldrar hann þurftu að bera hana milli
herbergja. Hún missti næstum alla sjón,
þyngdist og grenntist á víxl, skalf gríðarlega
og fékk miklar blæðingar. Eftir ítarlegar
rannsóknir fannst æxli í hluta skjaldkirtils-
ins. Því var eytt með geislameðferð en um
leið skaddaðist kirtillinn verulega. Lækn-
arnir voru ráðþrota um hríð og var Devers
vart hugað líf um sinn. Þegar læknismeð-
ferðinni var breytt fékk hún hægan bata sem
reyndist síðan stuðla að mesta „come back“
í sögu frjálsíþrótta.
Aðeins ári síðar (1991) varð Devers í 2.
sæti í 100 metra grindahlaupi á heimsmeist-
aramótinu í Tókýó og 1992 varð hún Ólymp-
íumeistari í 100 metra hlaupi. í 100 metra
grindahlaupi hafði hún forystu fram að síð-
ustu grind en táin fór ekki nógu vel yfir sem
hafði þær afleiðingar að hún datt á marklínu
— og varð í 5. sæti. A heimsmeistaramótinu
innanhúss, í mars síðastliðnum, sigraði
Devers í 60 metra hlaupi en heimsmetahaf-
inn, Irina Privalova, varð önnur. Devers seg-
ir þjálfunaraðferðir Kersee stórkostlegar.
Fyrir 60 metra hlaupið í mars bjóst Devers
við að Kersee myndi öskra hana í stuð en
þess í stað skrifaði hann henni bréf og dró
sig í hlé. I bréfinu skoraði hann á hana að
hafa það mikið vald yfir tilfinningum sínum
að það nægði henni til þess að komast í
„Ólympíuhugarástand".
Gail Devers, sem er 26 ára, dreymir um
að kenna börnum í framtíðinni en hún hefur
ekki sagt sitt síðasta orð á frjálsíþróttavellin-
um.
30