Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 31

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 31
SHAQ KLUKKAÐUR! Hinn 136 kg körfuboltarisi, SHAQUILLE O'NEIL, hefur margsinnis verið „klukkaður" á ferlinum, ef svo má að orði komast. Þrisv- ar hefur hann brotið körfuhringinn, tvívegis mölvað spjaldið og tvisvar rifið allt „settið" niður (eins og sjá má á myndinni). Þrátt fyrir þessi ósköp er Shaq skelfilega góður körfu- boltamaður og var kjörinn besti nýliðinn í NBA boltanum í vetur. Hann skoraði að jafn- aði 23,4 stig í leik, tók 13,9 fráköst að meðal- tali og varði 3,5 skot. EN — hann var bara ekki í nógu góðu liði til þess að komast í úrslitakeppnina. Shaq klukkaður! CRUYFF ORÐINN AFI Margir velta því fyrir sér hvort þjálfari Barcelona, JOHAN CRUYFF, ætli að dvelja á Spáni það sem eftir er ævinnar. Forseti Barcelona hefur samið við Cruyff til næstu tveggja ára og fær hann um 300 milljónir króna fyrir samninginn. Skömmu áður en samningurinn var undirritaður eignaðist dóttir Cruyff og markvörður Barcelona, JES- US ANGONY, lítinn strák sem var skírður Jesjua. „Hann er með stóra fætur og hend- ur,“ sagði stoltur afinn og brosti. „Hann mun spila fótbolta með fótunum og grípa launin sín með höndunum!" Cruyff verður á Spáni. AHEIMAVELLI MISSIONIMPOSSIBLE!!! Bandaríska landsliðið í knattspyrnu æfir nú af kappi fyrir heimsmeistaramótið sem verður haldið í Bandaríkjunum á næsta ári. Tuttugu og tveir leikmenn hafa verið valdir og komið fyrir í æfingabúðum — fram að mótinu. Gerður hefur verið samningur við þá alla og þeir, sem eiga fjölskyldu, búa með' henni í sérstöku hverfi í æfingabúðunum sem eru í Suður-Kaliforníu. Þar er gott veður 52 vikur á ári og því ákjósanlegt til æfinga fyrir erfitt mót. Æft er tvisvar á dag og ekkert annað kemst að fram að mótinu en knatt- spyrna. Leikmenn fá á bilinu 1,5-3,6 milljónir íslenskra króna meðan á æfingabúðunum stendur. Bandaríkjamaðurinn John Harkes leikur með Sheffield Wednesday. Um þessar mundir æfa tvær milljónir leikmanna 19 ára og yngri með skólaliðum víðs vegar um Bandaríkin og ætlar knatt- spyrnusambandið að byggja upp frábært landslið á skipulagðan hátt. Dvölin í æfingabúðunum hefur þegar skil- að sér því bandaríska landsliðið sigraði Eng- lendinga 2-0 á dögunum og ef fram heldur sem horfir gætu Bandaríkin orðið stórveldi í knattspyrnuheiminum innan nokkurra ára. Níu leikmenn landsliðsins leika í Evrópu og þeirra á meðal er ERIC WYNALDA, leikmað- ur Saarbrucken í Þýskalandi. Berti Vogs, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir hann einn skæðasta leikmann Bundesligunnar. Phil Mickelson. SÆTUR MILUÓNAMÆRINGUR! - Phil Mickelson er talinn efnilegasti kylfingur Bandaríkjanna Hinn 23 ára gamli bandaríski kylfingur, PHIL MICKELSON, er nýjasta goifstjarna Bandaríkjanna en hann hefur samt aðeins unnið eitt stórmót sem atvinnumaður. Þegar hann lék sem áhugamaður tókst hon- um, einum fjögurra kylfinga í hálfa öld, að bera sigur úr býtum á móti fyrir atvinnu- menn. Mickelson er ávallt með uppbrettan kraga þegar hann leikur golf og með stíf- greitt hárið. Hann byrjaði að slá bolta aðeins eins og hálfs árs gamall en þá hermdi hann eftir pabba sínum. Fimm ára gamall tók hann þátt í sínu fyrsta móti og var svo ákafur að hann hljóp ávallt á milli þess sem hann sló. Þótt hann sé rétthentur er hann vinstrihand- ar spilari. Ástæða þess er sú að hann stóð alltaf gegnt pabba sínum og lærði þannig að spila. Hann varð sem sagt „spegilmynd" föð- ur sfns þótt karlinn reyndi að fá hann til þess að leika ,jeðlilega“. Þegar Mickelson var yngri æfði hann sig á marbreytilegan hátt. Hann las allt sem hann komst yfir um golf, stóð á öðrum fæti þegar hann sló, sló úr alls konar stellingum og aðstöðum til þess að vera sem best undirbúinn fyrir stórmótin. Hann þykír búa yfir ótrúlegri fjölhæfni og skottækni og slær stundum bolta sem fæstir ráða við. Mickelson leikur með Yonex kylfum og fær árlega 30 milljónir íslenskra króna fyrir vikið og bónusa sem nema sömu upphæð. Hann leikur með Etonic hanska og í Etonic skóm og með Titleist boltum. Talið er að hann fái um 300 milljónir á næstum 5 árum fyrir framangreinda samninga. Mickelson er bjartsýnn á góðan árangur í framtíðinni og nú er bara að leggja nafn hans á minnið — bíða og sjá!!! 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.