Íþróttablaðið - 01.06.1993, Síða 44

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Síða 44
síðan misst Elísabetu Sveinsdóttur yfir í Stjörnuna ogÁsthildi Helgadótt- ur í KR. Á pappírnum ætti Breiðablik að hafa sterkasta liðið. Styrkur Breiða- bliksliðsins felst fyrst og fremst í leik- reynslu og hæfilegri blöndu ungra og gamalla leikmanna. Hópurinn hjá þeim er mjög breiður, í honum eru ungar stelpur sem sumar hverjar leika enn með 2. flokki ogeinnig telst sú ríka hefð, sem ríkir hjá Blikunum fyrir að vinna titla, til styrkleika liðs- ins. Veikleikar Breiðabliksliðsins eru fyrst og fremst varnarleikurinn. Þær hafa ekki náð að finna rétta leikmenn í vörnina og hafa verið að breyta tölu- vert um leikmenn í þeim stöðum. Breiðablik kemur eflaust til með að berjast um Islandsmeistaratitilinn en stelpurnar þurfa að hafa fyrir því ætli þær sér að verða íslandsmeistar- ar fjórða árið í röð." Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrirliði landsliðsins, í leik gegn Svíum. IA „Skagastelpunum var ekki spáð miklum frama fyrir íslandsmótið. Það er þó Ijóst að liðið hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa, eins ogjónínu VíglundsdótturogMargréti Cuðlaugsdóttur, og eins hefur endur- koma Halldóru Gylfadótturog Ragn- heiðar Jónasdóttur haft mikið að segja fyrir liðið. Styrkleiki þeirra felst kannski fyrst og fremst í því að þær eru vanmetnar og enginn býst við stórafrekum frá þeim. Þær gætu því átt eftir að láta spádóma lönd og leið og komið á óvart í sumar. Liðið er jafnt og bar- áttuglatt og gefur ekki eftir sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Veikleikar liðsins eru kannski fyrst og fremst reynsluleysi ungu stelpn- anna í liðinu. Skagastelpurnar koma vafalítið til með að blanda sér í toppbaráttuna og hafa áhrif á gang mála í deildinni." Valur „Valsstúlkur urðu fyrir mikilli blóðtöku þegar Hjördís og Helga fóru yfir í Breiðablik. Á móti kemur að Ragnheiður Víkingsdóttir er farin að leika að nýju eftir barnsburð. Ef hún kemst í sitt fyrra form á hún eftir að styrkja liðið mjög mikið. 44 Það hefur viljað loða nokkuð við Valsliðið að stelpurnar taki ekki meira á í hverjum leik en þær þurfa. Þær geta því unnið hvaða lið sem er og einnig lent í vandræðum með hvaða lið sem er. Þær eru mikið á sama plani og andstæðingar þeirra hverju sinni og það tel ég vera helsta veikleika Valsstúlkna. Þær urðu einnig fyrir mikilli blóðtöku þegar helsti markaskorari þeirra síðustu ár, Bryndís Valsdóttir, fótbrotnaði og það munar um minna. Styrkur þeirra felst fyrst og fremst í seiglunni og reynslunni. Valsstelp- urnar hafa sýnt það í sumar að þegar þær koma vel stemmdar til leiks geta þær virkilega bitið frá sér og er liðið til alls líklegt í sumar." Stjarnan „Það er Ijóst að Stjarnan er með mjög sterkt lið. Liðið varð fyrir því að koma á óvart í fyrra, ef svo má að orði komast, og á í erfiðleikum með að fylgja því eftir núna. Stjörnustelpurn- Helena Ólafsdóttir er ein styrkasta stoð KR og margt bendir til að vest- urbærjarliðið geti bampað titli á haustmánuðum.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.