Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 45

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 45
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hefur verið iðin við markaskorun fyrir KR. ar eru þóekki einar um að hafa átt við þetta vandamál að stríða — þetta er alltaf að gerast bæði hér heima og erlendis. Þetta er hlutur sem þær verða að yfirvinna og það er kannski helsti höfuðverkur þeirra. Finni þær sig vel eru Stjörnustelpurnartil alls Iíklegar á íslandsmótinu. Stjarnan hefur mörg- um sterkum leikmönnum á að skipa. Þar má nefna Auði Skúladóttur, einn af sterkustu varnarmönnum landsins, Ásgerði Ingibergsdóttur og Laufeyju Sigurðardóttur á miðjunni og Guð- nýju Guðnadóttur íframlínunni. I lið- inu eru einnig efnilegar stelpur eins og Gréta Guðnadóttir og Heiða Sig- urbergsdóttir. Styrkur þeirra felst í því að þær eru með jafnt lið. Nánast í hverri stöðu í liðinu eru leikmenn sem geta tekið af skarið. Einnig geta þær náð upp mik- illi stemmningu innan liðsins sem getur fleytt þeim langt." KR „KR-ingar hafa alla burði til að ná langt í sumar og eru með virkilega gott lið. Ég hef ekki trú á öðru en að þær verði í toppbaráttunni og ef þær ná að fylgja góðri byrjun á íslands- mótinu eru þærtil alls líklegar. Ef égá að segja eins og er held ég að KR- ingar þurfi að bíða lengur eftir því að karlarnir verði íslandsmeistarar en stelpurnar. Hvort það verða sömu hátíðarhöld, sem slegið verður upp fyrir stelpurnar og strákana, skal ég þó ekki segja til um. Ásthildur Helgadóttir og Kristrún Heimisdóttir hafa leikið vel í byrjun móts. Einnig styrktist liðið við komu Sigurlínar Jónsdóttur, Ásdísar Þor- geirsdóttur og endurkomu Guðlaug- ar og Helenu frá Akranesi. Varnar- leikurinn gæti aftur á móti orðið vandamál hjá KR-ingum ef þær lenda á móti fljótum framherjum. Með skynsömum leik eiga þær þó að geta yfirstigið það vandamál og hafa reyndar sýnt það í fyrstu umferðum íslandsmótsins. KR-inga hefur líka vantað leik- mann sem tekur af skarið þegar á ríður — þ.e. leikmann sem breytir jöfnum leik í sigur. Þá er ég að tala um leikmann sem er að skora mörk í eitt-núll leikjum en ekki sex mörk í tíu marka sigri. Finni þær þennan leikmann gæti þetta ár orðið KR-ár." Þróttur Neskaupsstað „Þaðer Ijóst að Þrótturbýr að mjög sterku vopni sem er heimavöllur liðs- ins. Þettaerliðsem gefstekki uppfyrr en í fulla hnefana og það er án nokk- urs vafa helsti styrkur liðsins. Stelpurnar í Þrótti hafa líka sýnt það í upphafi mótsins að þær eru til alls líklegará útivöllum og það kæmi mér ekki á óvart þótt liðið myndi enda einhvers staðar um miðja deild. Þrótturum bættist liðsstyrkur í Sirrý Haraldsdóttur sem fór austur úr Val en liðið missti annan af tveimur er- lendu leikmönnunum sem léku með liðinu í fyrra. Ég geri mérekki fyllilega grein fyrir þvíhvar veikleikarnir liggja hjá Þrótt- urum — ég hef ekki séð nægilega mikið til liðsins til þess að vera dóm- bær á það. Aftur á móti er viljinn til að standa sig greinilega til staðar og þær eiga vafalítið eftir að gera góða hluti í framtíðinni." ÍBA „í íþróttabandalagi Akureyrar er slegið saman tveimur kvennaliðum — KA og Þór. Þau lið hafa verið að rokka á milli deilda hin síðari ár. Ég geri ekki ráð fyrir því að jafn stórt bæjarfélag og Akureyri eigi í vand- ræðum með að tefla fram einu fram- bærilegu knattspyrnuliði. Vandamál þeirra verða þó að telj- ast þau að verið er að slá þarna sam- an stórum hóp í eitt lið. Stelpurnar eiga eftir að læra betur hver inn á aðra, enda sýna úrslitin í upphafi mótsins það að þetta lið er óútreikn- anlegt. Ég held þó að þegar á sumarið líð- ur og I iðið nær að slípa sig saman eigi það eftir að gera ágæta hluti. Styrkur liðsins hlýtur fyrst ogfremstað liggja f því að í liðinu hlýtur að vera þokka- leg breidd þar sem um samsteypu tveggja liða er að ræða. Einnig hjálp- ar það til hjá þeim að væntingarnar eru kannski ekki miklarfyrirsumarið, þannig að þær hafa allt að vinna. Þessar stelpur verða að bíta í sama súra epli og önnur norðlensk lið að æfingaaðstaðan er ekki komin í gott lag fyrr en seint á vorin þannig að erfitt er að fínpússa liðið fyrr en út í íslandsmót er komið." 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.