Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 54

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 54
í POKAHORNINU „Ég vil taka það skýrt fram að ég var aldrei nein hetja í íþróttum." Þannig kemst Stefán Hilmarsson að orði en hann er mun þekktari fyrir afrek sín á söngsviðinu með hljóm- sveitunum Sálin hans Jóns míns og Pláhnetunni en á íþróttavellinum. En það er ekki þar með sagt að Stefán hafi algjörlega látið íþróttirnar eiga sig. Hann á ífórum sínum verðlauna- peninga sem segja þá sögu að hann hafi tvisvar orðið Islandsmeistari og tvisvar Reykjavíkurmeistari með Val í handknattleik. „Ég var eins og allir aðrir að dútla í fótbolta þegar ég var polli og þegar ég var 17 ára æfði ég frjálsíþróttir af miklum móð. En það var fyrst og fremst handboltinn sem heillaði oghann stundaði ég þartil ég varð 18 ára gamall. Ég náði því nú ekki alltaf að vera í byrjunarliði. Það tókst þegar ég var á eldra ári, enda var samkeppnin hörð um sæti í liðinu." Og það má svo sannarlega til sanns vegar færa því á þessum árum léku með Stefáni menn á borð við Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Jakob Sigurðsson og Guðna Bergs, sem svo tók fótboltann reyndar fram yfir handboltann. „Sá sem þjálfaði okkur á unglingsárunum var enginn annar en Boris Abrazhic og það var undir hans leiðsögn sem ég tók mestum framförum enda æfði ég eins og skepna á þessum tíma og var virki- lega kominn á skrið. En svo fékk ég eitthvert ofnæmi sem lýsir sér í því að líkaminn þolirekki örar hitabreyting- Þannig íþróttamaður var Stefán Hilmarsson stórpoppari ar og því varð ég að hætta að æfa og fannst það alveg ferlegt. Ég var í raun lengi miður mín á eftir enda hafði ég lagt virkilega hart að mér við æfingar nokkur ár á undan. Ég get ekki sagt að ég hafi verið fyrsta flokks íþróttamaður og enn síð- ur að ég hafi verið einhver jaxl enda gaf vaxtarlagið tæpast tilefni til þess. Mig minnir meira að segja að ég hafi verið frekar linur í vörninni en hafði þó ágætis stökkkraft og þótti nokkuð skotfastur. Sennilegast hef ég flotið áfram á því." En á popparinn von á því að hann eigi eftir að útata fingur sínar í harpixi á nýjan leik? „Já, ég bíð spenntur eftir því að verða gjaldgengur með old boys flokki Vals. Þá verður sjálfsagt farið að hægjast um hjá mér í tón- listinni og þar með gefst meiri tími til að stunda handboltann. Það má segja að það sé nánast ómögulegt að ætla sér að æfa íþróttir að einhverju viti á sama tíma og maður er á fullu í tónlistinni vegna þess að æfingar og leikireru oftastá þeim tímum sem við tónlistarmennirnir æfum okkar efni, höldum tónleika og erum í hljóðver- um. Það fer nefnilega meiri tími ítón- listina en fólk gerir sér almennt grein fyrir." Limaburður Stefáns á sviði hefur vakið athygli og þá sérstaklega hjá veikara kyninu. Eru þær hreyfingar arfleið úr boltanum? „Nei, það get ég nú varla sagt. En það er hins vegar öruggt að andlegt og kannski líkam- legt atgervi þeirra, sem leggja stund á íþróttir, er meira og þetra en hinna sem aldrei æfa neitt. Að því leyti bý ég vel að því að hafa spriklað í bolt- anum." Draumaliðið Valið af Sigurði Lárussynir þjálfara Þórs á Akureyri: Lárus Sigurðsson (Þór) Hlynur Birgisson (Þór) Luka Kostic (ÍA) Izudin Daði Dervic (KR) Ólafur Þórðarson (ÍA) Gunnar Oddsson (ÍBK) Rúnar Kristinsson (KR) Haraldur Ingólfsson (ÍA) Andri Marteinsson (FH) Sveinbjörn Hákonarson (Þór) Helgi Sigurðsson (Fram) Sigurður Lárusson stillir hér uppdraumaliði sínu úrGetrauna- deildinni. „Ég stilli liðinu upp í samræmi við það leikskipulag sem éger hrifnastur af. Ég held að það gæti verið gaman að sjá Rún- ar Kristinsson á kantinum. Hann hefur þann hraða, sem vængmað- ur þarfnast, og einnig myndi hann örugglegaskilavarnarhlutverkinu með sóma. Annars liti liðið öðru- vísi út ef ég fengi að seilast til atvinnumanna okkar eða niður í 2. deild. Ég myndi t.a.m. örugg- lega velja Ormarr Örlygsson úr KA ef ég ætti kost á því." Sigurður Lárusson. 54

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.