Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 109
-107-
NÆRINGARGILDI
Hannes Hafsteinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
I. ELDRI ÍSLENSKAR RANNSÖKNIR
Því miður hafa rannsóknir á næringargildi kartaflna ekki verið upp á
marga fiska hér á landi undanfarin ár. Segja má, að ekkert hafi verið unnið
í þeim málum síðan skýrsla Júlíusar Sigurjónssonar um C-vítamín rannsóknir
var gefin út árið 1957.
Rannsóknir, sem unnar höfðu verið fyrir þann tíma, voru einkum þær, að
árin 1937-1938 mældi Jón E. Vestdal þurrefni, köfnunarefnissambönd, fitu, ösku
og sterkju í 15 kartöfluafbrigðum. Tveimur árum síðar eða 1940 mældi Trausti
Ölafsson sömu þætti í 5 afbrigðum. A sama tíma framkvæmdi Helgi Tómasson mæling-
ar á þíamíninnihaldi (B^-vítamín) nokkurra matvæla, þar á meðal kartaflna.
Nokkrum árum seinna eða 1948 hófust umfangsmiklar tilraunir undir stjórn
Sturlu Friðrikssonar og lauk þeim árið 1953. Þar voru borin saman 142 kartöflu-
afbrigði. Því miður var einungis mælt þurrefni í þessum afbrigðum, en sterkja
var síðan ákvörðuð með sérstakri vog. Vog þessi er byggð á þeim forsendum, að
ákveðið hlutfall ríki á milli rúmmáls og sterkju kartaflna.
Undanfarin 20 ár hafa nær engar rannsóknir farið fram hér á landi á naaringar-
gildi kartaflna.
II. SVEIFLUR í NÆRINGARGILDI KARTAFLNA.
Afbrigði kartaflna og ýmsir umhverfisþættir svo sem loftslag, jarðvegur,
áburður (tegund og magn), geymsluskilyrði, geymslutími og síðast en ekki síst
matreiðsluaðferð ráða miklu um það, hversu mikið magn menn fá £ sig af hinum
einstöku næringarefnum við neyslu kartaflna. Breytingarnar eru mismunandi,
eftir því við hvaða næringarefni er átt. Nær útilokað er því að setja fram
einhverja eina reglu, þar sem tillit er tekið til allra umhverfisþátta svo og
næringarefna.
. 1 næringartöflum er yfirleitt gefið upp ársmeðaltal. Tekið er tillit til
hlutdeilda hinna einstöku afbrigða í heildarneyslunni og einnig hvernig ákveðin
næringarefni breytast við geymslu. Ef bornar eru saman næringarefnatöflur,