Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 18

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Þær Brynhildur Guðmunds-dóttir, hótelstjóri á Icelandair hótel Reykjavík Natura og Reykjavík Konsúlat Hótel, og Guðrún Björk Geirsdóttir, veitingastjóri á VOX Brasserie, sem er staðsett á Hilton Reykja- vik Nordica, eru sammála um að aðventan í ár einkennist af smærri veislum í huggulegum rýmum veitingahúsanna. Eins er aukið framboð af hátíðarveislumat til að taka heim sem og eftirspurn eftir gjafabréfum frá fyrirtækjum til starfsmanna. „Við höfum reynt að bregðast hratt og örugglega við breyttum aðstæðum og boðið upp á brunch- inn okkar í take-away og nú síðast elda saman með gestum okkar þar sem þau klára matseldina heima. En við höfum verið að elda dýrind- is Wellington og okkar víðfrægu skelfisksúpu með gestum okkar. Matreiðslumeistarar VOX undir- búa herlegheitin svo einungis er eftir einföld eldamennska og gestgjafar þurfa ekki að eyða dýr- mætum samverustundum á haus í eldhúsinu. Wellington-veisla er einnig tilvalin fyrir aðfangadag og gamlársdag þar sem við fáum tækifæri til að setja upp svuntuna og hræra aðeins í pottum en getum gert f leira með fjölskyldunni yfir daginn,“ segir Guðrún. Eftirspurn eftir minni veislum „Í ár er eftirspurn eftir aðeins minni boðum bæði fyrir fjöl- skyldur, vinahópa og vinnustaði. En fjölbreytt rými sem við höfum upp á að bjóða henta einmitt slíkum veislum mjög vel. VOX Home er til að mynda einstaklega skemmtilegt sem eins og nafnið ber með sér minnir á borðstofu í heimahúsi. Fólk vil njóta samvista við hvert annað í stað þess að gest- gjafar standi á haus í undirbúningi og uppvaski.“ segir Guðrún. „Það er líka gleðiefni að vera með Kampavínsupplifun á aðventunni en síðustu kampa- vínsdagar á VOX í samstarfi við Kampavínsfjélagið voru einstak- lega vel heppnaðir, enda allt betra með kampavíni. Leikurinn verður endurtekinn núna í desember með aðeins breyttu sniði þar sem í boði verða fleiri dagsetningar. Þar gefst tækifæri á að snæða glæsi- legan fjögurra rétta matseðil sem sérstaklega hefur verið paraður við kampavínið frá Drappier, sem hefur á undanförnum árum notið aukinna vinsælda meðal Íslendinga.“ Brynhildur Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótel Reykjavík Natura sem hýsir veitingastaðinn Satt, tekur í sama streng og segist finna fyrir því í samtölum við gesti að þau njóti góðs af því trausti sem byggt hefur verið upp í gegnum árin með áreiðanleika, mikilli þjálfun starfsfólks og samræmi í þeirri fyrsta flokks vöru og þjónustu sem boðið er upp á. Veitingastaðir Icelandair hótela framfylgja ströngum hreinlætis- stöðlum í hvívetna og í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda. En Brynhildur segir að á óvissutímum hafi það reynst mikil áskorun fyrir veitingastaði að skipuleggja sig fram í tímann þegar ekkert er eins og venjulega. Margir hafa valið þá leið að gefa gjafabréf í veislu sem á að njóta síðar þegar lífið færist í eðlilegra horf, en aðrir horfa til minni veisluhalda bæði á staðnum og heima. „Við erum virkilega spennt fyrir að bjóða upp á þá nýjung að fólk geti sótt til okkar jólaboðið sitt og slegið upp ljúffengri veislu með lítilli fyrirhöfn,“ segir hún og bætir við að þau séu engir nýgræðingar í veisluþjónustu og að matreiðslu- menn Satt hafi nú sem áður lagt mikla vinnu í jólamatseðlana, þar sem góður matur og notaleg sam- vera sé miðpunktur tilverunnar þessi jólin. Hátíðlegur kvöldverður eða jólabröns heima „Þetta árið verður bæði hægt að sækja jólalegan kvöldverð og bröns að hætti Satt. Þetta er ótrúlega einfalt. Þú verður bara að muna að panta fyrir klukkan þrjú daginn áður og svo færðu alla rétti fulleldaða en þarft mögulega aðeins að skerpa á súpu og sósu,“ segir Brynhildur. „Bæði verður hægt að kaupa staka jólarétti eins og purusteik og hnetusteik eða villigæsasúpu sem og fjögurra rétta hátíðarkvöld- verð. Jólabrönsinn virkar þannig að við erum með ákveðinn grunn og hver og einn velur síðan þá rétti sem passa viðkomandi. Hvort sem er heldur klassíska bröns-rétti eða jólalega rétti. En það er mikil ánægja með þetta einstaklings- bundna val hjá gestum okkar.“ Brynhildur nefnir einnig að það sé gaman að taka á móti fólki af landsbyggðinni sem komi í borgarferð til Reykjavíkur að kíkja á jólin þar og leyfa sér aðeins í mat og drykk. „Kollegar mínir á Icelandair hótel Héraði og Akur- eyri finna einnig fyrir aukinni eftirspurn eftir svokölluðum aðventuferðum.“ Aðspurð af hverju hún telji fólk vera svona ferðaglatt svarar hún: „Fólk vil hafa eitthvað að hlakka til, sjá fyrir sér skemmtilega tíma- fram undan. Meðal annars þess vegna eru haustferðir Íslendinga svona vinsælar. Við viljum hafa eitthvað sem brýtur upp skamm- degið.“ Þær stöllur eru sammála um að þrátt fyrir erfiða stöðu meirihluta árs sé full ástæða til bjartsýni á nýju ári. „Við óskum öllum gleði- legra jóla og hvetjum Íslendinga til að gleðjast yfir góðum mat og drykk á aðventunni hvort heldur sem er á veitingastöðum okkar eða hjá kollegum okkar í veitinga- húsabransanum. Þannig komumst við saman í gegnum þetta og tryggjum áfram úrval gæða veit- ingastaða á landinu okkar góða.“ Kampavínsseðillinn á VOX er einstök upplifun. Kampavínsdagar á VOX í samstarfi við Kampavínsfjelagið verða endurteknir núna í desember. Matreiðslumeistarar VOX elda Wellington með þér alla aðventuna. Hátíðlegur kvöldverður eða jólabröns að hætti Satt heima í stofu. VOX Home minnir á borðstofu og er fullkomið fyrir minni veislur. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.