Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 46
Hrefna Rósa Sætran, sjónvarps- kokkur, rithöfundur og eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkað- arins og Skúla Craft bar. Hún er þekkt fyrir að nýta hráefni beint frá býli og er matargerð hennar stundum lýst sem hefðbundinni íslenskri matargerð með ófyrir- séðu og nýstárlegu ívafi. Sjöfn Þórðardóttir Hrefna segir að þessa dagana fari dagarnir í það að sjá um veitinga- staðina og að allt gangi vel fyrir sig. „Að skapa upplifanir og finna nýjungar með það markmið að gestirnir okkar fari ánægðir heim eftir heimsókn til okkar.“ Hrefna bakar fremur mikið og finnst fátt skemmtilegra en að þróa nýjar uppskriftir í eldhúsinu. „Mér finnst gaman að baka og ég geri alveg ágætlega mikið af því en ég er ekki mikið að baka svona svakalegar margra hæða kökur með fullt af skrauti þó ég geri það alveg inn á milli. Mér finnst gaman að baka deserta, pönnu- kökur og einfaldari kökur. Mér finnst þær persónulega betri á bragðið þótt hinar séu mikið fyrir augað.“ Fullkomin stund að föndra Jólakakan sem Hrefna deilir með lesendum Fréttablaðsins er alveg splúnkuný og er með jólalegu ívafi. „Kakan er ný en ástæðan fyrir jóla- kakóuppskriftinni er sú að ég elska að setjast niður með krökkunum mínum og spila, teikna eða lesa. Oftar en ekki fáum við okkur heitt kakó þegar við setjumst saman og ég hef verið að leika mér að gera svona kakóskeiðar. Krökkunum finnst líka gaman að föndra þetta með mér. Mér finnst þetta full- komin stund og langar að gefa þessa uppskrift svo fleiri geti notið.“ Maðurinn minn er mesta jóla- barn sem ég veit um Hrefna segir að fjölskyldan hafi ávallt eitthvað fyrir aðventunni og jólunum og njóti þessa tíma með sínum nánustu fjölskyldu- meðlimum og vinum. „Maðurinn minn er mesta jólabarn sem ég veit um og þetta er mjög heilagur tími. Annað hvert ár eldum við og förum með matinn til tengdó og hitt árið elda þau. Það er ekki mikið af fjölskylduboðum hjá okkur svo á jóladag erum við bara heima í náttfötum. Svo annan í jólum erum við með kalkúnasam- lokuboð fyrir vini okkar. Ég myndi segja að það væri passlega mikið haft fyrir þessu.“ En hvað finnst Hrefnu skemmti- legast við jólin? „Mér finnst gaman að hitta vini á aðventunni og maður má ekki gleyma að njóta hennar og heyra í fólkinu sínu. Jólin eru meira en bara aðfangadagur.“ Hrefna segir jafnframt að hún hafi á tímabili ekki verið mikið jólabarn en það hafi breyst aftur. „Það má segja að ég hafi aftur orðið jólabarn þegar ég eignaðist börn. Áður var ég ekki mikið að spá í jólin.“ Áttu uppáhaldsjólasvein? „Stúf. Ég tengi við hann.“ Opnum pakkana á náttfötunum Oft er mikið um fastar hefðir og siði hjá fjölskyldum sem hafa mót- ast í áratugi. Einnig er það svo að þegar unga fólkið flytur að heiman og stofnar fjölskyldu að nýir siðir og hefðir mótist. Allur gangur er á því. „Ég segi alltaf að það séu engar hefðir en við erum með fullt af þeim. Opnum pakka í náttfötum, kalkúnasamlokan annan í jólum, hanga og slæpast á jóladag. En svo er ég líka alltaf að gera eitthvað nýtt og þá sérstaklega í matargerð og skreytingum.“ Óvenjuleg piparkökuostakaka með saltkaramellusósu Hrefna Sætran matreiðslumeistari segist hafa orðið jólabarn aftur þegar börnin hennar fæddust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bökuð piparkökuostakaka með saltkaramellusósu og hindberjum. Spenn- andi nýjung frá Hrefnu. Kakan er ný uppfinning hjá Hrefnu og er girnileg. Best er að gera kökuna að minnsta kosti degi áður en á að borða hana. 200 g Lu Bastogne kex 4 msk. bráðið smjör 450 g rjómaostur við stofuhita 150 g púðursykur 1 tsk. vanilla 2 tsk. rifinn sítrónubörkur 2 tsk. mulinn engifer ½ tsk. negull 1 tsk. kanill 2 egg + 1 eggjarauða 60 g sýrður rjómi Byrjið á því að hita ofninn í 160 °C. Takið smelluform og smyrjið það að innan. Ég notaði 16 cm smellu- form en hvaða stærð sem er ætti að duga. Einnig er hægt að baka í formi sem þetta yrði borið fram í. Brjótið kexið niður í skál, hellið brædda smjörinu yfir og blandið vel saman. Þekjið botninn á forminu með kexblöndunni og þrýstið henni vel niður og upp meðfram köntunum. Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið gerið fyllinguna. Þeytið rjómaostinn í hrærivél þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið púðursykrinum, vanillunni, sítrónuberkinum og kryddunum út í og þeytið áfram. Bætið svo sýrða rjómanum og eggjunum út í einu í einu og þeytið á meðan. Blandan á að vera kekkjalaus. Hellið blönd- unni í formið og bakið í miðjum ofninum í 60–70 mínútur. Slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að standa inni í ofninum í 30 mínútur. Setjið í kæli yfir nótt. Saltkaramellusósa 200 g sykur 90 g smjör 120 ml rjómi 1 tsk. salt Bræðið sykurinn á pönnu á miðl- ungs hita. Hrærið í með trésleif. Þegar sykurinn er bráðinn og byrjaður að karamellast bætið þá smjörinu og rjómanum út á pönnuna. Passið ykkur vel þegar þið gerið þetta því sykurinn verður rosalega heitur og rjóminn og smjörið munu skvettast en hrærið varlega með trésleif í blöndunni og setjið svo salt út í. Leyfið að kólna og setjið í krukku. Jólakakóskeiðar 200 g suðusúkkulaði 30 ml rjómi Nammi að eigin vali sem er gott út í kakó t.d. sykurpúðar, Dumley kara- mellur, Daim. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og bætið rjómanum út í. Hellið súkku- laðinu í muffins form og setjið teskeiðar ofan í. Skreytið svo með nammi. Setjið inn í ísskáp þar til súkkulaðið harðnar aftur. Hellið svo heitu vatni í bolla og hrærið súkkulaðinu út í. Bökuð piparkökuostakaka með saltkaramellusósu og hindberjum fyrir 8–10 manns. Sígrænu jólatrén eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Við bjóðum nú upp á 5 mismunandi gerðir af jólatrjám í mörgum stærðum, með og án LED ljósa. Einföld samsetning og aldrei meira úrval. Skoðaðu kostina • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Fáanlegt með ljósaseríu • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • Stálfótur fylgir Fallegjólatré Verið velkomin í jólaskóg skátanna í Hraunbæ 123 eða verslaðu beint á sigraena.is - sem endast ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 24. nóvember 2020 JÓL 2020 24 FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.