Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 58

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 58
Ég vil að frá jólaborð­ inu mínu stafi hlýja, vinsemd og kær­ leikur. Bjarni Viðar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is „Jólaóskin mín er gott, nýtt ár fyrir okkur öll. Fyrir jólin í fyrra birtist mér sýn þar sem hvít slikja lagðist yfir heimsbyggðina og allt flug og erill lagðist af. Ég skildi það ekki þá, en ég gerði það fáeinum mánuðum síðar,“ segir Bjarni Viðar Sigurðs- son keramíker. Hann fær einatt fyrirboða um það sem koma skal. „Ég er algjört jólabarn, geri árvisst eigin aðventukransa í eld- húsið og stofuna, og legg mikið upp úr jólakrásunum. Allur aðfangadagur er undirlagður í undirbúning frá því snemma morguns. Í forrétt er hvítur aspas, ef hann fæst, eða perusalat með klettasalati, steiktum perum, geitaosti og ristuðum furuhnetum, og í aðalrétt borðum við danska villiönd með heimalöguðu rauð- káli, brúnuðum kartöflum, wal- dorfsalati og sósu sem ég læt sjóða upp tvisvar yfir daginn,“ upplýsir Bjarni. Eftirrétturinn er heimanmund- ur frá æskujólunum og foreldrum Bjarna. „Við erum vön að gæða okkur á marsipan-núggat ístertu á meðan við opnum jólapakkana. Ég fór sjálfur að laga tertuna í Danmörku fyrir rúmum tuttugu árum og hef gert hana æ síðan. Hún er algjört lostæti, uppáhaldið mitt og nú er ég orðinn svo vanur að ég geri tvær í einu, eina fyrir okkur og eina fyrir pabba og mömmu.” Kærleikur, vinsemd og hlýja Bjarni er einn af okkar dáðustu leirlistamönnum og leggur mikið upp úr fallegum borðbúnaði. „Ég vil að frá jólaborðinu stafi hlýja, vinsemd og kærleikur. Því skiptir máli hvað er lagt á borð og hvernig það virkar, en ég er hallur undir danska jólasiði þegar kemur að veitingum, borðsiðum og skrauti,“ segir Bjarni og leggur á borð undurfagurt keramíkstell sem hann sjálfur skapaði. „Ég vinn borðbúnað í miklum tengslum við náttúruna, í jarð- bundnum litum, sem og sterkum og miklum glerungum. Mér finnst yndislegt að njóta borðhaldsins með stellinu mínu og náttúru- legu skrauti jólanna. Mér finnst líka gaman að leggja mismunandi diska á borð því ég á aldrei sömu diskana á milli ára þar sem gestirn- ir mínir enda yfirleitt á að kaupa diskana sem þeir borða af. Ég þarf því sjálfur að velja mér borð- búnað áður en jólamarkaðurinn er haldinn, eða, eins og ég hef líka gert, að gera mína eigin diska fyrir jólin, en diskarnir eru það sem ég held mest upp á.“ Hin eina sanna jólarós Auður Árnadóttir lagði undurfög- ur blóm á jólaborðið hans Bjarna. Hún lærði blómaskreytingar í Danmörku og á Auði Blómabúð & blómaverkstæði á Garðatorgi, sem nú er líka komin með blómasjálf- sala þar sem hægt er að nálgast fallegar blómaskreytingar allan sólarhringinn. „Ég valdi afskorna Helleborus- jólarós sem ég setti í litla vasa og einnig sem pottaplöntu þar sem ég vafði mosa utan um rætur hennar. Líka handgerðar kúlur úr mosa og Corokia-silfurtré, sem minnir á Bonsai-tré,“ segir Auður, sem vinnur mikið með náttúrulegan efnivið og á sinn eigin stíl. Hún segir fallegt að blanda Amaryllis, hýasintum, túlípönum, greinum, Jólaóskin um þessi jól er gott nýtt ár fyrir mannkynið allt Vinirnir Bjarni Viðar Sigurðs- son keramíker og Auður Árna- dóttir blóma- skreytir. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Auður skreytti borðið hans Bjarna með könglum, mosa og Helleborus-jóla- rós, sem hún segir vera hina einu sönnu jólarós, fulla dulúðar og sjarma. Hver hlutur er valinn af gaumgæfni og sönnu listfengi Bjarna og Auðar.Freistandi marsípan-, núggat- og marengsterta Bjarna. Bjarni Viðar Sigurðsson kera­ mík er býr svo vel að geta lagt sitt eigið sköpunarverk á jólaborðið og stundum leirar hann glænýtt stell undir dýrindis jólamatinn. Hann lagar líka marsípan­, mar­ engs­ og núggatís sem er heiman­ mundur frá æskujólunum. könglum og sígrænu efni við hefð- bundin jólablóm. „Það er mikið um að fólk skreyti heimili sín með lifandi blómum og kertum í stíl, enda fátt betra fyrir hug og hjarta á aðventunni,“ segir Auður sem ólst upp við blómahaf á jólum. „Móðir mín útbjó alltaf hýa- sintu skreytingu og blómaskreyt- ingu á tréplatta fyrir jólin og ég horfði hugfangin á. Túlípana sá ég líka stundum í vösum.“ Eftirlætis hátíðarblóm Auðar er Helleborus sem er sígræn, fjölær jurt. „Það er hin eina sanna jólarós. Það er svo mikil dulúð og sjarmi yfir henni.“ Í jólaskapi á jólamarkaði Jólin hjá Bjarna byrja með árlegum jólamarkaði sem hann heldur á vinnustofu sinni að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði dagana 3. til 6. desember, frá klukkan 10 til 18. „Fjölmargir sem leggja leið sína á markaðinn eru að safna sér diskum, bollum, glösum og skálum. Fólk notar líka tækifærið til að kaupa stærri verk og svo er þetta frábært tækifæri til að hitta fólk, gefa af sér, njóta og fá tilfinn- ingu fyrir jólunum. Passað verður upp á sóttvarnir og ef einhverjir vilja koma á öðrum tíma má alltaf hafa samband við mig,“ segir Bjarni í jólaskapi. Marsípan­, núggat­ og marengsísterta Bjarna Marengsbotnar 4 eggjahvítur 150 g sykur Marsípanís 4 eggjarauður 4 msk. sykur 1 vanillustöng 100 g marsípan 1/2 l rjómi 75 g hakkaðar möndlur 50 g suðusúkkulaði Núggatís 100 g mjúkt núggat 2 eggjarauður 1 msk. sykur 3 dl rjómi Marengsbotnar Stífþeytið eggjahvíturnar. Þeytið 1/3 af sykrinum með eggjahvítun- um en hrærið afganginum saman við með sleif. Teiknið tvo hringi á bökunarpappír með hringformi og skiptið deiginu í tvennt á þá. Bakið í 60 mínútur við 125 °C og látið standa í ofninum á meðan botnarnir kólna. Marsípanís Þeytið saman eggjarauður, sykur, vanillukorn og rifið marsípan. Þeytið rjóma. Blandið rjómanum í eggjablönduna. Frystið í einn til tvo tíma og blandið þá hnetum og súkkulaði saman við ísinn til að allt blandist sem best saman. Núggatís Bræðið núggat í vatnsbaði. Þeytið eggjarauður og sykur saman. Þeyt- ið rjóma. Kælið núggatið og þeytið saman við eggjablönduna. Hrærið saman við rjómann með sleif og gætið þess að halda lyftingunni í rjómanum. Setjið ísinn í frysti. Samsetning Setjið marengsbotn í botn á springformi og helming af mar- sípanísnum yfir. Frystið í klukku- stund. Takið ísinn úr frystinum, setjið lag af núggatís yfir og frystið í klukkustund. Setjið síðasta lagið af ísnum í formið, leggið marengs- botn yfir og frystið í minnst fjóra tíma. Þá er ísinn tilbúinn. Takið úr frysti 20 til 30 mínútum áður en tertan er borin fram. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 36 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.