Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 20202 FRÉTTIR Afurðaverð sláturleyfishafa til sauðfjárbænda haustið 2020: Hæsta meðalverð 508 krónur Í haust verður birkifræi safnað um allt land og dreift á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum lands hlutum. Það eru Skógræktin og Landgræðslan sem nú hafa tekið höndum saman og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Að verkefninu vinna einnig Terra, Prentmet Oddi, Bónus, Lionshreyfingin, Skógræktarfélag Íslands og Landvernd. Formlega hefst söfnunin á degi íslenskrar náttúru 16. september en söfnunin stendur svo lengi sem fræ er að finna á birki í haust. Innan skamms verður hægt að fá söfnunarbox á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og verslunum Bónus og þar er einnig tekið við fræinu. Upplýsingar um hvernig á að tína fræ og dreifa því er að finna á vefnum birkiskog- ur.is. Alltaf þarf að skrá hvar og hvenær fræið var tínt. Hægt er að skrifa þetta á box átaksins eða á miða sem festur er á fræpoka, ef söfnunarbox er ekki notað. Athugið að aldrei má láta birkifræ í plastpoka eða aðrar loftþéttar umbúðir. Fræi sem er skilað á söfnunar- stöðvar verður dreift í haust undir leið- sögn starfsmanna Skógræktarinnar og Land græðslunnar. Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Þegar landið klæðist birki- skógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. Birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum. Landgræðslan og Skógræktin vilja með þessu átaki auka vitund og áhuga fólks á eflingu náttúrunnar og útbreiðslu birkis, víðis og annars gróðurs á landinu, enda er þátttaka almennings lykillinn að árangri í umhverfismálum. Sjá vefinn birkiskogur.is. Á Facebook er átakið að finna undir heitinu „Söfnum og dreifum birkifræi“ og sömuleiðis verður efni deilt á Instagram og myndböndum á Youtube. Almenningur er hvattur til að deila þessu efni á samfélagsmiðl- um en einnig að birta þar frásagnir og skemmtilegar myndir frá eigin söfnunar- og sáningarferðum. - Sjá nánar á bls. 7 Skógræktin og Landgræðslan: Hvetja til söfnunar og dreifingar á birki Smalað í Undirfellsrétt í Vatnsdal undir ströngum sóttvarnareglum vegna heimsfaraldurs COVID-19 Sláturleyfishafar hafa nú allir birt afurðaverð vegna sauðfjár- slátrunar haustið 2020. Hæsta verð fyrir dilka greiðir Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH, eða 508 krónur á kílóið þegar reiknað hefur verið meðalverð sem byggir á út komunni úr síð- ustu sláturtíð. Landsmeðaltal á afurðaverði fyrir lömb er 499 krónur á kílóið, en það er 6,4 prósentum hærra en lokaverð úr síðustu sláturtíð. Það verð er talsvert undir kröfum Lands samtaka sauðfjárbænda um að afurðaverð fari í 600 krónur á kílóið, til að halda í við almenna verðlags- þróun. Hækkar mest hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga Mest hækkar verð hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, eða 8,5 prósent miðað við lokaverð fyrir síðustu sláturtíð. Norðlenska var fyrsti sláturleyfis- hafinn til að birta afurðaverð til sauð- fjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka er 490 krónur á kílóið, sem er 6,4 pró- senta hækkun frá lokaverði úr slátur- tíðinni 2019. Verð fyrir kjöt af fullorðnu helst óbreytt á milli ára, eða 111 krónur á kílóið. Verð fyrir fullorðið lækkar hjá Fjallalambi Reiknað meðalverð SAH afurða er 492 krónur á hvert kíló dilka, sem er hækkun upp á 6,7 prósent frá síðustu sláturtíð. Verð fyrir afurðir af fullorðnu er 114 krónur á kílóið og er óbreytt milli ára. Fjallalamb hækkar verð um 5,7 prósent miðað við verðskrá og álagsgreiðslur 2019. Reiknað meðalverð hjá Fjallalambi er 483 krónur á hvert kíló dilka. Verð fyrir afurðir af fullorðnu lækkar um 8,6 prósent, úr 121 krónu á kílóið í 111 krónur. Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðaverð um 6,7 prósent Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá yfir afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátr- unar haustið 2020. Reiknað meðal- verð er 497 krónur á kíló dilka, en það er hækkun um 6,7 prósent frá lokaverði á síðasta ári. Verð fyrir fullorðið er óbreytt frá fyrstu útgáfu verðskrár á síðasta ári, eða 121 króna á kílóið. Með uppbótum var það 123 krónur á kílóið og lækkar þess vegna um tvö prósent frá lokaverði. SS var eitt um að greiða uppbætur á verð fyrir fullorðið í fyrra. KS/SKVH hækka afurðaverð til sauðfjárbænda um sex prósent Kaupfélag Skagafirðinga og Slátur- hús KVH hafa gefið út sameignlega verðskrá. Reiknað meðalverð er 508 krónur fyrir hvert kíló af dilkum, sem er það hæsta meðal sláturleyfishafa. Það er hækkun um sex prósent, sé miðað við lokaverð á síðasta ári. Verð fyrir fullorðið helst óbreytt, eða 138 krónur á kílóið. SV greiðir 507 krónur á kílóið Reiknað meðalverð hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga fyrir dilka er 507 krónur á kílóið. Hækkun frá lokaverði 2019 er sem fyrr segir 8,5 prósent. Verð fyrir fullorðið er óbreytt, eða 117 krónur á kílóið. Reiknað landsmeðaltal fyrir annað kindakjöt en lambakjöt er 124 krónur á kílóið, sem er 0,8 prósent lægra en í síðustu sláturtíð þegar það var tæpar 125 krónur. /smh Það var ljóst löngu fyrir smölun búfjár af fjalli að víða yrði smölun og réttir þetta „COVID-ár“ með öðru fyrirkomulagi en hefðin hefur verið í gegnum árin og aldir. Væntanlega hefur engan órað fyrir því að þetta ár yrði ekki bara öðruvísi vegna COVID-19 því að veðrið breytti líka upphaflegu áætluninni um smölun. Hjörtur Leonard Jónsson fór í Undirfellsrétt eins og svo oft áður. Sagðist hann að um leið og hann aflaði frétta fyrir lesendur Bændablaðsins hafi hann verið að reyna að vinna fyrir fæði og húsnæði með heimilis fólkinu á Hofi. Taldi hann sig hafa skilað nokkuð góðu verki þetta árið. Ýmis tilmæli vegna sóttvarna- reglna þurfti að uppfylla Settar voru fjöldatakmarkanir á mannskap í réttir vegna COVID-19, en undanþága var fengin til að vera með 150 manns í Undirfellsrétt. Þetta er ein stærsta fjárrétt landsins með um 15–17.000 fjár samkvæmt heimildum, en hefur farið alveg upp í 22–24.000 fjár þegar mest var. Sérstakir aðgöngumiðar „Hver bær fékk aðgöngumiða í réttina og með þeim tilmælum að deila út miðunum til sinna manna, helst þeirra sem „röskir væru og duglegir við fjárúrdrátt“. Eftir á að hyggja hefði eflaust mátt stunda svartamarkaðsbrask með þessa miða,“ sagði Hjörtur, enda vinsælt að komast í réttir. „Inni í réttinni á áberandi stað var sprittbrúsi samkvæmt sótt- varnareglum. Við veginn að réttinni var sóttvarnafulltrúi sem átti að sjá til þess að enginn óviðkomandi færi í réttina báða réttardagana.“ Aldrei áður þurft að fresta réttum um tvo sólahringa Venjan er sú að fyrstu menn fara suður að Langjökli á sunnu- dagseftirmiðdegi og byrja að smala Fljótsdrög sem eru norður af Langjökli. Fyrstu tveir dagarnir voru nokkurn veginn á áætlun, en á þriðja degi smölunar, miðvikudag, kom þoka og ekkert hægt að smala. Sama var á fimmtudag, þoka og snjóföl yfir öllu efst á heiðinni og ekkert smalaveður framan af degi. Þetta þýddi að upphafleg áætlun hafði raskast og að réttir myndu frestast um tvo daga, eða frá föstu- degi og laugardegi fram á sunnudag og mánudag. Samkvæmt orðum Jóns Gísla- sonar á Hofi minnist hann þess ekki að nokkurn tímann hafi þurft að fresta fyrstu réttum í tvo daga áður vegna þoku. Hann man samt að nokkrum sinnum hafi orðið sólahringsfrestun á smalamennskunni. Á föstudeginum gekk smölun vel bæði á Grímstunguheiði og Haukagilsheiði og enn betur gekk að smala á laugardegi þegar Grímstunguheiðin var kláruð. Smalað og réttað á sama tíma Fyrr en venjulega fóru smalamenn fram á Haukagilsheiði til að klára smölunina á meðan safnið af Grímstunguheiðinni var rekið í réttina og dregið í sundur. Þrátt fyrir að óvenju fátt fólk hafi verið í réttinni kláraðist að draga féð í sundur á óvenju skömmum tíma. Stuttu seinna kom safnið af Haukagilsheiðinni niður af fjallinu og eftir stutta hvíld var byrjað seinnipart sunnudags að draga féð í sundur. Dregið var fram í myrkur á sunnudagskvöldinu og vantaði ekki mikið upp á að hægt hefði verið að klára. Margir keyrðu féð heim á vögnum og í kerrum Greinilegt að margir bændur höfðu útbúið vagna og kerrur til að aka fénu heim því að almennt krefst rekstur mikils mannskapar sem ekki var í boði í þetta sinn. Það var því töluverð umferð fram og til baka yfir Vatnsdalsána. Þeir fáu sem ráku sitt fé heim voru frekar fáliðaðir og alveg á mörkunum að vera nógu margir. Á mánudeginum fyrir hádegi kláraðist að draga allt fé og vinir og vinnumenn fóru til síns heima. /HLJ/HKr. Tveim sólarhringum á eftir áætlun vegna veðurs kemur síðasta féð niður af Grímstunguheiði. Á innfelldu myninni má sjá aðgöngumiða sem bændum í Hofi var úthlutað vegna smalamennsku í Undirfellsrétt. Myndir / HLJ Breytingar frá 2019 með uppbótum Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið SS 5,8% 1,5% NL 18,1% 0% SAH 10,2% 0% KS og SKVH 7,9% 18,5% Fjallalamb 13% 0% SV 11,2% 0% Landsmeðaltal 10,6% 7,2% Svona var staðan þegar lagt var upp frá Öldumóðsskála á Grímstunguheiði í vonskuveðri föstudaginn 4. september. Knapinn á myndinni heitir Karl Gústaf Davíðsson. Mynd / Holger Páll Sæmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.