Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202048 Eins og fram kom í 23. tölu blaði Bændablaðsins 2019 var kynnt tilraun með tómata sem var gerð veturinn 2019/2020 í tilrauna- gróðurhúsi Landbúnaðar háskóla Íslands á Reykjum undir topplýs- ingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS) og/eða undir LED ljósi og með eða án LED millilýsingar. Þar var einnig fjallað um uppsetningu tilraunar og sjást þar myndir frá öllum ljósmeðferðum. Markmiðið í tilrauninni var að rannsaka áhrif LED topplýsingar og LED milli- lýsingar á uppskeru og gæði gróð- urhúsatómata og athuga hvað er hagkvæmast. Verkefnisstjóri var Christina Stadler og verkefnið var unnið í sam­ starfi við tómatabændur og styrkt af Framleiðnisjóði landbúnað arins, Þróunarsjóði garð yrkjunnar og Samtökum sunnlenskra sveitarfé­ laga. Signify í Eindhoven í Hollandi útvegaði LED og fylgihluti. Tilraunaskipulag Gerð var tilraun með óágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill., yrki 'Completo') frá lok september 2019 og fram í byrjun mars 2020 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir í vikri í þremur endurtekningum með 2,5 plöntum/m2 með einum toppi á plöntu. Prófaðar voru fjórar mismunandi ljósmeðferðir að hámarki í 16 klst. ljós: 1. Topplýsing frá háþrýstinatríumlömpum (HPS, 230 μmol/m2/s). 2. Topplýsing frá ljósdíóðum (LED, 191 μmol/m2/s). 3. HPS (220 μmol/m2/s) topplýsing og LED (153 μmol/ m2/s) millilýsing (HPS+LED). 4. Hybrid (50 % HPS + 50 % LED, 221 μmol/m2/s) topplýsing og LED (148 μmol/m2/s) millilýsing (Hybrid+LED, mynd 1). Þar sem tengi fyrir LED ljósi kom of seint, var í „Hybrid+LED“ eingöngu kveikt á HPS toppljósum og LED millilýsingu fyrstu 2,5 vikur. Daghiti var fyrsta mánuðinn 18°C og eftir það 20°C. Næturhiti var fyrsta mánuðinn 16°C og eftir það 17°C. Undirhiti var 35°C í klefum við HPS topplýsingu, en 40°C í klefa við LED topplýsingu til að bæta viðbótarhitun sem varð með HPS ljósunum. Tveim mánuðum eftir útplöntun var undirhiti hækkaður í 45°C og 55°C. 800 ppm CO2 voru gefin. Tómatarnir fengu næringu með dropavökvun. Áhrif ljósgjafa (HPS eða LED) og LED millilýsingu var prófuð og framlegð reiknuð út. Niðurstöður og umræða Lofthitastig var eins á milli klefa (tafla 1). CO2 magnið var hærra undir LED topplýsingu vegna þess að gluggarnir í hinum ljósmeð­ ferðunum opnuðust oftar (tafla 1). Undirhiti var líka hærri í „LED“ (tafla 1) vegna þess að undirhiti var settur 5°C / 10°C hærri. Vegna still­ ingar var jarðvegshiti í „LED“ hærri, en laufhiti var eins á milli ljósmeð­ ferða (tafla 2). Hærra hitastigi og CO2 getur haft jákvæð áhrif á vöxt plantna og uppskeru undir „LED“. Vöxtur plantna var mismunandi milli ljósgjafa: Lengd á milli klasa, klasa lengd og vikulegur vöxtur var marktækt meiri undir „HPS“ en undir „LED”. Í upphafi uppskerutímabils gaf meðferð með Hybrid ljósum þroskaðar tómata hálfri viku fyrr borið saman við hinar ljósmeðferð­ irnar. Í lok uppskerutímabilsins var „HPS“ með 13 kg/m2 og „LED“ með 15 kg/m2 markaðshæfari upp­ skeru. Þá hafði ljósgjafinn ekki áhrif á markaðshæfni uppskeru, meðal­ þyngd aldina (mynd 2) og fjölda aldina í fyrsta og annan flokk (tafla 3). En markaðshæf uppskera var lítil, þar sem ljósstig var lágt. Hægt var að fá marktækt meiri markaðshæfa uppskeru við hærra ljósstig. Þegar LED millilýsingu var bætt við HPS topplýsingu jókst uppskera á 22 kg/ m2. Frekari aukningu á uppkseru var hægt að fá með því að skipta út hluta HPS toppljósanna með LED toppljósum og var þá uppskeran 25 kg/m2 (mynd 2). Ástæðan fyrir meiri markaðshæfri uppskeru með hærra ljósstig var tölfræðilega marktækt fleiri tómatar (tafla 3) og marktækt hærri meðalþyngd (mynd 2) í sam­ anburð við lægra ljósstig. Til við­ bótar fengust fleiri aldin (tafla 3) við „Hybrid+LED” í samanburð við „HPS+LED” vegna fyrri uppskeru. Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var um 70 % við hærra ljósstig með LED millilýsingu en um 55 % við lægra ljósstig með annað hvort „LED“ eða „HPS“ (tafla 3). Við hærra ljósstig næst hærra hlutfall vegna hærra hlut­ falls af fyrsta flokks aldin og marktækt minna hlutfall af litlum aldin. Með notkun LED ljóss var næstum 40 % minni dagleg notkun á kWh, sem leiddi til lægri útgjalda fyrir raforku miðað við HPS ljós, en hærri fjárfestingarkostnaður er með „LED“ (tafla 4). Þegar LED ljós var notað, þá jókst framlegð um 400 ISK/m2. En vegna lítillar markaðshæfrar uppskeru (mynd 2) var framlegð því fyrir báða ljósgjafa neikvæð (tafla 4). Þegar LED millilýsingu var bætt við HPS topplýsingu jókst orkunotkun um 8 % (tafla 4), en skilvirkni orkunotkunar var meiri með „HPS+LED“ en með „HPS“. Framlegð jókst um meira en 4.000 ISK/m2 við „HPS+LED“. Til viðbótar, væri hægt að ná frekari aukningu á framlegð um 500 ISK/ m2 með því að skipta út hluta HPS toppljósanna með LED toppljósum. Plönturnar nýttu „Hybrid+LED“ betur í uppskeru en „HPS+LED“ jafnvel þó að LED toppljósin væru kveikt 2,5 viku seinna. Ályktun Frá hagkvæmnisjónarmiði er ekki mælt með því að rækta tómata við lágt ljósstig á veturna. Með viðeig­ andi hitastillingu (hækka undirhita) var samkvæmt þessari tilraun hægt að bæta viðbótarhitun sem varð með HPS ljósum. Tómatauppskera eykst með hærra ljósstigi þegar LED millilýsingu var bætt við topplýsingu. Hins vegar vantar meiri reynslu á ræktun undir LED ljósi. Þess vegna er ekki mælt með því að skipta HPS lampa út fyrir LED að svo stöddu. Áður en hægt er að ráðleggja að nota LED, er þörf á fleiri rannsóknum. Meðal annars þarf: • Að finna út hvaða hlutfall LED og HPS ljósa er mælt með. • Að skoða staðsetningu á ljósi og með hliðsjón á hvernig hægt er að hámarka uppskeru með viðeigandi hlutfalli af topplýsingu og millilýsingu. • Að fá meira reynslu um hvern­ ig þarf að aðlaga hitastigið miðað við hvaða ber eða græn­ meti er ræktað. Einnig þarf að skoða t.d. hvort ræktunarefni hefur áhrif á hvernig hitastigið á að vera stillt og hvort það á að breyta lofthitastigið eða hvort það mun nægja að hækka undirhita eins og þessi tilraun gefur til kynna. Fleiri vísindarannsóknir eru nauð ­ syn legar til að skilja áhrif LED á mikilvægi plantna sem eru ræktaðar í gróðurhúsum og finna hentugt ljós­ rof. Áður en þessar upplýsingar liggja fyrir, er frá hagkvæmnisjónarmiði best að einbeita sér að öðru en skiptingu á ljósgjöfum (með viðeigandi hita­ stillingum), t.d. hærra ljósastigi til að auka uppskeru og framlegð tómatanna eins og þessi tilraun gefur til kynna. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Christina Stadler Auðlinda- og umhverfsideild LbhÍ christina@lbhi.is Hvaða ljósgjafa og staðsetningu á ljósum er mælt með? Nýjustu niðurstöður úr gróðurhúsa- tómataræktun að vetri Mynd 1: Tómataræktun með LED millilýsingu. Mynd 2: Uppskera á tómötum og meðalþyngd aldina árið 2019/2020 eftir mismunandi ljósmeðferðum. Grafið gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05). Tafla 3: Markaðshæfni uppskeru, fjöldi aldina eftir mismunandi ljósmeðferðum Meðferð 1. fl. 2. fl. Samtals (1. fl. + 2. fl.) (fjöldi/m2) (fjöldi/m2) (fjöldi/m2) Hybrid+LED 107 a 188 a 295 a HPS+LED 84 ab 184 a 268 a LED 28 bc 171 a 199 b HPS 18 c 165 a 183 b Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05) Fjöldi markaðshæfra aldina Meðferð 1. fl. 2. fl. > 55 mm > 45-55 mm Hybrid+LED 31 a 43 a 4 b 12:00 f.h. 12:00 f.h. 22 a HPS+LED 26 ab 46 a 6 b 12:00 f.h. 12:00 f.h. 22 a LED 10 bc 48 a 20 a 12:00 f.h. 12:00 f.h. 22 a HPS 7 c 48 a 23 a 12:00 f.h. 12:00 f.h. 22 a Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05) ––––––– % ––––––– ––––––––––––– % ––––––––––––– Tafla 4: Hlutfallsleg skipting söluhæfra og ósöluhæfra tómata eftir ljósmeðferðum Söluhæf uppskera Ósöluhæf uppskera of smá stilrót illa löguð græn Hybrid+LED HPS+LED LED HPS Orkunotkun (kWh/dag) 181 185 105 170 Raforkukostnaður (ISK/m2) 3.607 3.672 2.084 3.390 Fjarfestingarkostnaður í ljós (ISK/m2) 3.261 1.857 2.906 1.243 Framlegð (ISK/m2) 2.568 2.072 -1.534 -1.974 Tafla 5: Hagkvæmni tölur eftir mismunandi ljósmeðferðum Tafla 1: Stillingar í klefum samkvæmt gróðurhúsatölvu Gögn úr gróðurhúsatölvu (meðaltal yfir ræktunartímabil) Hybrid+LED HPS+LED LED HPS Lofthiti (°C) 20 20,2 19,8 19,9 Undirhiti (°C) 41,3 40,5 49,1 41,1 CO2 (ppm) 722 737 772 745 Glugga opnun (%) 4,3 5,9 2,9 5,3 í mismunandi ljósmeðferðum Hybrid+LED HPS+LED LED HPS Jarðvegshiti (°C) 20,3 b 20,0 b 20,6 a 20,1 b Laufhiti (°C) 17,5 a 17,0 a 17,4 a 17,7 a Taflan gefur til kynna marktækan mun (HSD, p ≤ 0,05) Tafla 2: Mælingar á jarðvegshita og laufhita í mismunandi ljósmeðferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.