Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 25 – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar í Adamsborg nokkru áður en viðskiptin hófust og sinntu stjórnarmennirnir afgreiðslustörfum. Á fyrsta starfsdegi sjóðsins var lagt inn á 43 sparisjóðsbækur auk þess sem sjóðurinn keypti tvo víxla á 100 kr hvorn. Inn á sparisjóðs­ bækurnar var alls lagt 4039,05 kr þennan dag og voru upphæðirnar æði mismunandi eða frá 2 kr og upp í 1250 kr. Sparisjóður Norðfjarðar þótti fara vel af stað og fljótlega sann­ aðist að hér var um mikilvæga stofnun að ræða í byggðarlaginu. Sjóðurinn aflaði sér snemma trausts og þess vegna efldist hann jafnt og þétt. Almenningur og smærri fyr­ irtæki á Norðfirði gátu nánast haft öll sín viðskipti við sjóðinn þegar hann hafði fest rætur en stærri fyr­ irtæki þurftu hins vegar áfram að nýta þjónustu banka og þá einkum útibús Landsbankans á Eskifirði. Fljótlega hóf sparisjóðurinn að gegna eins konar umboðshlutverki fyrir útibúið á Eskifirði og var þá til dæmis algengt að víxlar frá Landsbankanum væru fengnir fyrir milligöngu sparisjóðsins og þá var unnt að greiða þá og framlengja í sjóðnum. Ef norðfirskir atvinnurek­ endur þurftu hins vegar á meiriháttar peningafyrirgreiðslu að halda eins og þegar ráðist var í bátakaup þá var nauðsynlegt að ganga á fund útibús­ stjóra bankans á Eskifirði. Sparisjóður Norðfjarðar byrjaði snemma að auglýsa þjónustu sína og hvetja fólk til að ávaxta sparifé sitt í sjóðnum. Frá fyrsta degi veitti sjóð­ urinn viðskiptavinum sínum víxillán og á árinu 1923 hóf hann að bjóða upp á hlaupareikningsviðskipti. Eins og fyrr greinir var afgreiðsla sjóðsins í upphafi opin í eina klukkustund á viku, á miðvikudögum á milli kl. 14 og 15. Þegar á árinu 1921 var ákveðið að breyta opnunartímanum og lengja hann. Þá var afgreiðslan opin í tvo tíma á laugardögum og var það álitið henta viðskiptavinum betur. Opnunartímanum var ekki breytt á ný fyrr en á árinu 1927 en þá var farið að hafa afgreiðsluna opna tvisvar í viku; á miðvikudögum og laugardögum á milli kl. 16 og 18. Mikilvægi sparisjóðsins í byggðarlaginu Tilkoma sparisjóðsins skipti miklu máli fyrir norðfirskt samfélag, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hægt og bítandi jókst fjölbreytni þeirra viðskipta sem sjóðurinn bauð upp á og kunnu viðskiptavinirnir vel að meta það. Sjóðurinn efldist ár frá ári og var það í góðu samræmi við vaxandi athafnalíf í byggðarlaginu þar sem útgerð og fiskvinnsla gekk vel. Þegar sparisjóðurinn hafði starf­ að í um það bil áratug skall heims­ kreppan mikla á með öllum þeim erf­ iðleikum sem henni fylgdu. Kreppan leiddi til þess að það hægði á vexti sjóðsins og einkenndust reyndar sum kreppuáranna af verulegum sam­ drætti. Síðari heimsstyrjöldin batt enda á kreppuástandið og við tók efnahagslegt góðæri sem sparisjóð­ urinn naut góðs af. Innlán í sjóðnum jukust og um leið jókst geta hans til útlána. Sparisjóðurinn átti mik­ inn þátt í uppbyggingu atvinnulífs í byggðarlaginu og naut um leið góðs af bættum efnahag fyrirtækja og íbúa. Tilkoma bankaútibús – endurskilgreining á starfssvæði Lengi háði bæjarstjórn Neskaup­ staðar barátta fyrir því að bankaútibú yrði opnað í Neskaup stað, en tilkoma slíks útibús var álitin mikilvæg fyrir atvinnulífið í byggðarlaginu. Umræðan um mikilvægi bankaútibús endurtók sig með nokkru millibili og að því kom árið 1970 að viðræður við Landsbanka Íslands hófust fyrir alvöru. Bankinn gerði í fyrstu yfirtöku á Sparisjóði Norðfjarðar að skilyrði fyrir því að útibú yrði sett á laggirnar. Að því kom árið 1974 að Landsbanki Íslands opnaði útibú í bænum en þá hafði hann horfið frá skilyrðinu um yfirtöku á sparisjóðnum. Að sjálfsögðu hafði tilkoma útibús Landsbankans veruleg áhrif á starfsemi sparisjóðsins en engu að síður hélt sjóðurinn áfram öflugu starfi. Forsvarsmönnum sjóðsins var strax fullljóst að hvergi mætti slaka á þjónustunni því útibúið væri sterkur og býsna erfiður keppinautur. Til að standa vörð um hagsmuni sparisjóðanna í landinu hafði Samband íslenskra sparisjóða verið stofnað árið 1967 og átti sambandið eftir að styðja vel við bakið á sjóðunum í því samkeppnisumhverfi sem þeir bjuggu við. Undir lok 20. aldarinnar hóf Sparisjóður Norðfjarðar að endur­ skilgreina starfssvæði sitt. Farið var að horfa á það sem markmið að hafa viðskipti um allt Austurland. Bein afleiðing af þessu var opnun afgreiðslu á Reyðarfirði árið 1998 og var hún starfrækt til ársins 2012. Einnig stóð til að afgreiðsla yrði opnuð á Egils­ stöðum en af því varð ekki. Góðæri, hrun og endurreisn Rekstur Sparisjóðs Norðfjarðar gekk vel á síðasta áratug síðustu aldar. Á ár­ unum 1990­2000 var hagnaður af starfseminni öll árin og jókst eigið fé sjóðsins jafnt og þétt. Þegar kom fram á nýja öld einkenndist íslenskt efnahagslíf af nánast ævintýralegum uppgangi og hafði það skýr áhrif á starfsemi sparisjóðsins; innlán jukust mikið og einnig útlán. Á þessum árum jókst hagnaður sparisjóðsins ár frá ári og fjárfesti hann meðal annars í hlutabréfum sem gáfu góðan arð þó ekki væru hlutabréfakaup sjóðsins jafn mikil og hjá mörgum öðrum fjármálastofnunum á þessum tíma. Á árunum 2006 og 2007 hófu utanaðkomandi fjárfestar að bjóða háar upphæðir í stofnfé sjóðsins en stofnfjáreigendurnir eða ábyrgðarmennirnir létu ekki freistast og enginn þeirra seldi. Mörgum þótti staða efnahags­ málanna á Íslandi á þessum tíma vera of góð til að vera sönn en að því kom að áfallið dundi yfir. Það gerðist í októbermánuði 2008, en þá hrundi hið íslenska efnahagskerfi með grafalvarlegum afleiðingum fyrir fjármálastofnanir og samfélagið allt. Sparisjóður Norðfjarðar tapaði miklu í hruninu en fljótlega var gripið til aðgerða til að forða sjóðnum frá þroti. Þess var farið á leit við ríkisvaldið að það kæmi að því að laga eiginfjárstöðu sjóðsins en þá var það skilyrði sett að sjóðurinn myndi sjálfur útvega fjármuni til að bæta stöðuna áður en til kasta ríkisins kæmi. Leitað var til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og fyrirtækja í Neskaupstað og ollu viðbrögðin ekki vonbrigðum. Þessari fjárhagslegu endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar lauk árið 2010. Á árinu 2011 fjallaði stjórn sjóðsins mikið um stöðu hans og komst hún að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að selja hann. Sparisjóðum hafði fækkað mikið og Samband íslenskra sparisjóða veikst að sama skapi þannig að hagsmunum stofnfjáreigenda, starfsfólks og viðskiptavina var álitið best borgið með því að selja sjóðinn öflugum banka. Loks var ákveðið að auglýsa stofnfé sjóðsins til sölu í opnu söluferli en eftir könnunarviðræður við þrjá banka var fallið frá sölunni og hélt því sjóðurinn áfram starfsemi sinni. Tillaga um að breyta sjóðnum í hlutafélag var lögð fram á aðalfundi sjóðsins árið 2015 og var tillagan samþykkt. Með samþykkt tillögunnar var nafni sjóðsins breytt í Sparisjóður Austurlands og þannig lögð áhersla á viljann til að líta á allt Austurland sem starfssvæði sjóðsins. Sterkur sjóður og samfélagslega mikilvægur Eftir hrunið var mikil vinna lögð í rekstrarlega og fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins og hefur rekstur hans gengið ágætlega á síðari árum. Þannig hefur hagnaður fimm ára af síðustu átta verið yfir 50 milljónir króna en í þrjú ár á bilinu 10­26 milljónir. Eigið fé sjóðsins hefur aukist jafnt og þétt og í árslok 2019 var það 922 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 24,6%. Sparisjóðirnir almennt hafa ávallt verið ötulir styrktaraðilar þeirra samfélaga sem þeir hafa starfað í og það á einnig við um Sparisjóð Austurlands. Í samþykktum sjóðsins er tekið fram að sjóðurinn skuli styrkja verkefni á sviði velferðar, menningar og íþrótta á starfssvæði sínu ásamt því að styðja við atvinnulífið. Þá ber að nefna að frá árinu 2012 hafa verið í gildi lög um að sparisjóðir einir fjármálafyrirtækja skuli greiða 5% af hagnaði fyrir skatta í samfélagsstyrki og það hafa þeir gert með stolti. Á síðastliðnum átta árum hefur Sparisjóður Austurlands greitt um 25 milljónir króna í lögbundna styrki en þar fyrir utan hefur hann lagt mörgum góðum málum á starfssvæði sínu lið. Sparisjóður Norðfjarðar hóf starfsemi í símstöðinni í Adamsborg í Nesþorpi fyrir 100 árum, eða 1. september 1920. Mynd / Skjala- og myndasafn Norðfjarðar Afgreiðsla Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir réttum 30 árum. Mynd / Ari Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.