Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 1
17. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 10. september ▯ Blað nr. 570 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Langt er síðan að svona fátt fólk hefur verið á réttardegi í Undirfellsrétt í Vatnsdal sem er ein fjárflesta rétt landsins, með um 15–17 þúsund fjár. Á innfelldu myndinni má sjá að vel rigndi á gangnamenn og mannskap sem kominn var til að draga fé í dilka, en allt gekk þetta samt vel. – Sjá nánar á bls. 2 Myndir / Hjörtur Leonard Jónsson Garðyrkjubændur vilja aðskilja starfsmenntanám greinarinnar frá Landbúnaðarháskóla Íslands: Unnið að stofnun Garðyrkjuskóla Íslands sem gæti tekið til starfa um næstu áramót Fulltrúar græna geirans sem vilja setja á stofn nýjan garðyrkjuskóla sem leggur áherslu á og tryggir starfs menntanám í garðyrkju á landinu mættu á fund mennta­ málaráðherra í síðustu viku til að viðra hugmyndir sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­ samtaka Íslands, og Samband garð yrkjubænda segir að ábyrgð ráðherra á starfs menntanámi garð­ yrkjunnar sé mikil. Gunnar segir að stór hluti græna geirans í landinu standi að baki þeirri hugmynd að stofna Garðyrkjuskóla Íslands og efla þannig starfsmenntanám í garðyrkju á landinu. „Það er búið að stofna kennitölu og við sem stöndum að stofnun skólans erum búin að hitta mennta málaráðherra og leggja fyrir hana okkar hugmyndir.“ Fundur með ráðherra Að sögn Gunnars voru á fundinum, auk fulltrúa félagsins um nýja skól- ann, ráðherra og fulltrúar háskóla- og framhaldsskólasviðs og fjármála- sviðs mennta mála ráðuneytisins, lögmenn og báðir aðstoðarmenn ráð- herra og fleiri. „Það er því greinilegt að ráðuneytið lítur málið alvarlegum augum.“ Nauðsynlegt að halda framhaldsskólastiginu sér „Eins og staðan er í dag er Garðyrkjuskóli ríkisins hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands og að mínu mati og fleiri innan græna geirans fer ekki vel að vista fram- haldsskólanám undir háskóla. Það er einu sinni þannig að þótt við séum metnaðarfull hvað varðar rannsóknir í garðyrkju á Íslandi þá eiga þær ekki heima á framhaldsskólastigi. Að okkar mati er því nauðsynlegt að halda framhaldsskóla- og háskóla- stiginu aðskildu. Í mínum huga er það svipað, að setja framhaldsskólastig á garðyrkju undir háskólanám og að setja alla nema í húsasmíði beint í verkfræði í háskóla.“ Ábyrgð ráðherra mikil Gunnar segir að ábyrgð ráðherra á starfsmenntanámi garðyrkjunnar sé mikið og ekki síst ef það á að fara fram á háskólastigi og það verði að gæta þess vel að það sitji ekki á hak- anum og verði einhvers konar bast- arður innan Landbúnaðarháskólans. Allt í járnum Gunnar segir að því miður virðist ekki vera sátt í sjónmáli hvað varðar framhald Garðyrkjuskóla ríkisins og hvernig kennsla í honum á að vera í framtíðinni. „Því miður er allt í járnum og við hjá græna geiranum sáum okkur ekki annað fært en að leita leiða með því að stofna nýjan garðyrkjuskóla þar sem lögð verður áhersla á starfs- menntanám.“ Skólinn geti tekið til starfa um næstu áramót „Það er nú þegar búið að bjóða Garðyrkjuskóla Íslands aðstöðu á tveimur stöðum en við lögðum til við ráðherra að skólinn tæki við að- stöðunni að Reykjum og að hann yrði til húsa þar, án þess að nokkuð hafi enn verið ákveðið í því sambandi. Ef það verður ekki þannig, þurfum við fljótlega að fara að huga að öðru húsnæði svo að skólinn geti tekið til starfa um næstu áramót,“ segir Gunnar. Kennsla fer fram á Keldum eins og er Vegna slæms ástands húsnæðis Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi fer öll kennsla við skólann fram að Keldum á Keldnaholti í Reykjavík. Eftir að garðskáli við skólann skemmdist í vondu veðri í vor var hann rifinn. Í framhaldi af því komu fram meiri skemmdir, auk þess sem ýmsir innviðir garðskálans fóru illa í veðrum eftir að hann var rifinn og það rigndi inn í kennslustofur. Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins er vonast til að viðgerðum á Reykjum ljúki um áramótin og að þá verði hægt að taka upp kennslu þar að nýju. /VH Gunnar Þorgeirsson. Mynd / HKr. Ull úr Uppspuna notuð til uppgræðslu 10 30–31 Eini íslenski garðyrkubóndinn sem ræktar sellerí til sölu í stórmörkuðum Borgarbýli í Reykjavík gefur ríkulega uppskeru 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.