Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 7 LÍF&STARF Eyjólfur hét maður og var Magnússon en hafði viðurnefnið „ljóstollur“. Eitt sinn var hann fótgangandi í Borgarfirði og hafði gengið niður úr skóm sínum. Gekk þá heim að bæ einum og bað vinnukonu gera sér skóbætur. Vinnukona neitaði allt þar til Eyjólfur bar fram bón sína í vísu: Þó eg sé dóni á ýmsa hlið, einhver þjóna verður. Taktu skóna og tylltu við, títuprjónagerður. Eyjólfur átti sjaldan götur með guðsmönnum. Um séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti orti hann: Kristindóminn kyrkjandi, í kersknismálum þungur, æðir Jóhann yrkjandi um allar Stafholtstungur. Og um séra Einar á Borg kvað hann þessa vísu: Skálkaktaðan skammaprest skelli ég laga hrömmum, ellegar honum að ég sest með óbotnandi skömmum. Það er beiskja í þessari vísu Eyjólfs: Leitt er að standa á lífsins reit langt að baki hinna, þó blandað hafi Bæjarsveit bikar harma minna. Annar Eyjólfur er nefndur til sögu. Sá bjó á Hofsstöðum í Hálsasveit. Eyjólfur var mikill hestamaður og reið, þegar þetta var, hesti frá Hjallalandi í Vatnsdal. Eyjólfur kom eitt sinn ríðandi að Hömrum og fór húsfreyja, Guðrún Pálsdóttir, að spyrja út í hestinn. Eyjólfur svaraði: Kalla ég Hjalla klárinn minn, á kostum valla tregur, þó ég hallist út og inn ærið kallalegur. Þá svaraði Guðrún: Æsku blóminn brigðull er, þú barst hann áður fegri, en sumir yngri sýnast mér sjöfalt karlalegri. Einhverju sinni fór Eyjólfur til Reykjavíkur og var ferðin heldur svallsöm. Í tilbakaleið kom Eyjólfur við hjá bónda ónefndum og falaði sá reiðhestinn af Eyjólfi. Þar seldi hann ein- hvern sinn besta gæðing er Korgur hét. Heimkominn bónda sinn, spyr húsfreyja hvar Korgur sé. Varð hún gröm við, og sendi vinnumann til að rifta kaupunum. Gekk það eftir og varð Eyjólfur harla glaður við, enda allsgáður orðinn. Um hestinn Korg orti Eyjólfur síðar: Þegar ég í síðsta sinn sofna hlýt án tafar; kýs ég þessi klárinn minn komi mér til grafar. Eiríkur Guðmundsson frá Hoffelli, f. 1844, bjó um árabil í Syðri-Firði í Lóni A-Skaftafellssýslu.Sá ljóður var þó á landi því, að á Syðra-Felli sá ekki til sólar svo mánuðum skipti. Um sólarleysið orti Eiríkur þetta snillilega ljóðbrot: Mikaels frá messudegi, miðrar Góu til, sólin ekki á sínum vegi sést það tímabil. Hér að þreyja í þessum skugga þykir mörgum hart. Samt er á mínum sálarglugga sæmilega bjart. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 257MÆLT AF MUNNI FRAM Endurheimt birkiskóga á Íslandi Í ár eru hundrað ár frá því að bændur í Fljótshlíð og kirkjan í Odda gerðu samn­ ing við Skógræktina um beitarfriðun Þórs­ merkur. Þá einkenndist svæðið af birki­ torfum umkringdum uppblásnu og gróður­ snauðu landi. Nú er Þórsmörkin nær alþakin skógi og einn eftirsóttasti útivistarstaður landsins. Það er árangurinn af merkilegu frumkvæði heimamanna og samstarfi opin­ berra stofnana, félagasamtaka og almenn­ ings. Birkiskógar eru og voru eitt af lykilvist- kerfum landsins. Talið er að við landnám hafi birkiskógar þakið að minnsta kosti 25% lands- ins en nú þekja þeir aðeins um 1,5% þess. Leifar hinna fornu birkiskóga er að finna víða um land. Leiða má rök að því að skógarnir hafi verið ein af forsendum þess að Ísland væri byggilegt sökum jákvæðra áhrifa þeirra á verndun, uppbyggingu og frjósemi jarðvegs, nærviðri, vatnsmiðlun, áfallaþol landsins og frjósemi vatnavistkerfa. Trjágróður þolir mikið áfok og öskufall án þess að bíða skaða af og hindrar frekari dreifingu ösku og áfoksefna, eins og sýndi sig í Þórsmörk þegar Eyjafjallajökulsgosið stóð yfir og í kjölfar þess. Uppbygging jarðvegs er að miklu leyti háð frumframleiðni vistkerfa og skógar, ásamt votlendi, hafa mesta frumframleiðni innlendra þurrlendisvistkerfa. Í þessum vistkerfum er þykknun jarðvegs hröðust sem og uppbygging kolefnisforða og frjósemi. Auðugt jarðvegslíf birkiskóga hefur jákvæð áhrif á hringrás næringarefna og uppbyggingu og frjósemi jarðvegs. Skjól sem skógurinn veitir dregur úr vindkælingu, sem gerir ræktun auðveldari og hefur jákvæð áhrif á búpening, til dæmis vaxa lömb sem njóta skjóls mun hraðar en lömb sem gera það ekki. Skógar safna í sig snjó á vetrum og skógar- jarðvegur getur geymt mikið vatn. Skógurinn bætir því vatnsmiðlun, þ.e. dregur úr sveiflum í vatnsbúskap og flóðum sem valda jarðvegsrofi og útskolun næringarefna. Lífríki straumvatna er að miklu leyti háð framleiðni vistkerfa á bökkum þeirra. Lauf trjágróðurs sem fellur í ár og læki er ein helsta undirstaða smádýralífs sem er undirstaða fiskistofna. Hér við bætist að lífríki birkiskóga er auðugt á íslenskan mælikvarða og erfðabreytileiki íslenska birkisins veruleg- ur, til dæmis virðist næmi gagnvart vissum skaðvöldum vera mismikið hjá mismunandi stofnum birkis. Verndun og endurheimt birkiskógaí Þórsmörk Hér á landi hefur verið unnið merkilegt starf við verndun og endurheimt birkiskóga. Endurheimt skóga í og við Þórsmörk er gott dæmi um það. Birkiskógur í Þórsmörk og næsta nágrenni var um 200 ha um þarsíð- ustu aldamót. Þá var mikil jarðvegseyðing á svæðinu. Samkvæmt mælingum árið 2011 var flatarmál skógarins þá um 1.200 ha (>10% þekja) og nær engin jarðvegseyðing. Þess utan var gisnara birki að vaxa víða um svæðið á hundruðum ha lands. Útbreiðsluaukning skógarins var hæg allt fram til ársins 1995, eða um 1% á ári að jafnaði, enda var landið ekki fullfriðað fyrir beit fyrr en árið 1990 og síðustu áratugirnir þar á undan voru kaldir. Eftir það stóreykst útbreiðsluhraðinn og var um 6% á ári fram til ársins 2011 (mynd 1). Útbreiðsla birkis á Þórsmerkursvæðinu takmarkast annars vegar af því hversu fjöllótt það er, þó reyndar finnist birki þar í rúmlega 600 metra hæð, og hins vegar af beit utan frið- aðs lands. Ef þessar takmarkanir væru ekki fyrir hendi mætti ætla að útbreiðsluhraðinn væri mun meiri. Reynslan af landnámi birk- is á Skeiðarársandi sýnir einnig mikinn dreifingarmátt birkisins. Þar fundust fyrstu birkiplönturnar árið 2004 en nú er þar að vaxa upp einn af stærstu birkiskógum landsins. Ljóst er að breyting Þórsmerkur frá því að vera að mestu rofið mólendi og opnar moldir yfir í birkiskóg hefur gjörbreytt kolefnisjöfnuði svæðisins. Rofið land losar verulegt kolefni þegar jarðvegsleifar rotna en þegar það klæðist skógi snýst dæmið við. Engar rannsóknarniðurstöður hafa verið birtar um losun og bindingu kolefnis í Þórsmörk, en mælingar frá öðrum svæðum benda til þess að kolefnisbinding birkis í landgræðslu sé á bilinu 1–5 tonn af CO2 á ha á ári. Sá árangur sem náðist í Þórsmörk er merkilegur, enda er hann einstakt dæmi um endurheimt vistkerfa. Ferðamaður sem gengur um Þórsmörk í dag lætur sér ekki detta annað í hug en að þannig hafi Mörkin alltaf verið, myndarlegur birkiskógur iðandi af lífi. Gamlar myndir segja aðra sögu; fyrir nokkrum áratugum voru birkikræklur á rofabörðum eitt af einkennum Þórsmerkur. Endurheimt Þórsmerkur er einnig gott dæmi um árangur af samstarfi margra aðila. Heimamenn áttu frumkvæðið að beitarfriðun; Skógræktin og síðar Landgræðslan sáu síðan um að girða landið og græða upp örfoka svæði í góðu samstarfi við félagasamtök og almenning. Hekluskógar Hekluskógar byggja á svipaðri hugmynda- fræði. Þar hafa opinberar stofnanir með öfl- ugri liðveislu heimamanna stuðlað að friðun svæðisins, uppgræðslu örfoka lands og gróð- ursetningu birkis í litlar eyjar víðs vegar um svæðið þaðan sem það mun síðar dreifast út með fræi. Þar er meginmarkmiðið að hefta fok ösku frá Heklu og vernda byggðir og vistkerfi. Þjóðarátak í söfnun og dreifingu birkifræs Í Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum 2018–2030 er kveðið á um umfangsmikið átak við endurheimt birkiskóga og kjarrlendis og er það í takt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem lögð er áhersla á endurheimt raskaðra vistkerfa. Nú í haust munu Landgræðslan og Skógræktin ýta úr vör átaki til að endurheimta birkiskóga landsins. Reynslan frá Þórsmörk, Hekluskógum og Skeiðarársandi hefur sýnt að með samstarfi stofnana, félagasamtaka, almennings og móður náttúru má stórefla útbreiðslu birkis. Við viljum því hvetja almenning til að leggja góðu málefni lið og taka þátt í þjóðarátaki í söfnun og dreifingu birkifræs. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á birkiskogur.is. Höfundar: Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni Brynjar Skúlason, sérfræðingur hjá Skógræktinni 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1900 1995 2011 Þekja birkiskóga (ha) Mynd 1. Flatarmál (ha) birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu. Hundrað ár eru liðin frá því að bændur í Fljótshlíð og kirkjan í Odda gerðu samning við Skógræktina um beitarfriðun Þórsmerkur. Ljóst er að breyting Þórsmerkur frá því að vera að mestu rofið mólendi og opnar moldir yfir í birkiskóg hefur gjörbreytt kolefnisjöfnuði svæðisins. Sá árangur sem náðist í Þórsmörk er merkilegur, enda er hann einstakt dæmi um endurheimt vistkerfa. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.