Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 49 BÆKUR&MENNING SUÐUREYRI Nú er komin út bókin Suðureyri athafna saga eftir Pétur Bjarnason og er gefin út af Flóka forlagi. Fjallar hún um Suðureyri í Tálkna­ firði, en höfundur bókarinnar ólst upp á Sveinseyri í Tálknafirði og þekkir því vel til. Frá Sveinseyri blasa rústir hval­ stöðvarinnar á Suðureyri við og skorsteininn ber við himin. Hvalbein voru á hverjum bæ í sveitinni, rif­ bein voru notuð í hlunna og árefti og hryggjarliðir úr hvölum voru hin ákjósanlegustu sæti. Hvalveiðistöð – Selveiðistöð Í bókinni er sagt frá fimmtíu árum úr sögu sveitabæjar, sem um tíma varð miðstöð athafna og umsvifa í Tálknafirði. Þarna er að finna mjög fróðlega samantekt um þróttmikið athafnalíf í Tálknafirði á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrir alla þá fjölmörgu Íslendinga sem lögðu leið sína um Vestfirði í sumar er bókin örugglega skemmtileg viðbót. Hún víkkar sjóndeildarhringinn og veitir innsýn í þann bak­ grunn sem vestfirsk atvinnu­ saga og menning í byggðum eins og Tálknafirði byggir á í dag. Á Suðureyri ráku Norðmenn hvalveiðistöð á árunum 1893–1911 með tilheyrandi framkvæmdum. Pétur A. Ólafsson, konsúll á Patreksfirði, gerði út sel­ veiðiskipið Kóp frá Suðureyri 1916–17. Kópur stundaði selveiðar í Grænlandsísnum 1916– 1917, en fórst undan Herdísarvík í október 1917. Starfsemin endurvakin í fjögur ár Aftur var starfrækt hvalveiðistöð á Suðureyri árin 1935–1939, og hún var þá sú eina á landinu. Nú er Suðureyri í eyði, en starfsemin þar lagði grunninn að kauptúninu sem nú heitir Tálknafjörður. Í bókinni er stutt ágrip af sögu Tálknafjarðar fram til þess tíma að hvalveiðar hófust þaðan. Í bókinni er einnig að finna upplýsingar um tilraunir Íslendinga til selveiða í Grænlandsísnum sem hvergi hafa komið fram áður. M.a. gerði Pétur Thorsteinsson út selveiðiskipið Skúm árið 1917 og Stefán Th. Jónsson á Seyðisfirði selveiðiskipið Óðin sama ár. Þá voru Ísfirðingar með áform um að gera út selveiðiskipið Arnarnes á fimmta áratug aldarinnar en ekkert varð úr þeim. Spruttu allmiklar deilur í bæjarstjórn Ísafjarðar og staðarblöðunum út af því máli. Bókin fæst í bókaverslunum og fæst einnig send í pósti frá útgefanda á kr. 3.000, póstkostnaður innifalinn. Beiðni óskast í skilaboðum en nafn og heimilisfang þarf að fylgja. Eldri bækur forlagsins eru líka til á góðu verði. /HKr. Hvalveiðiskipið Haug I við bryggju á Suðureyri þegar rekstur hvalveiðistöðvarinnar var í blóma. Hvalur dreginn upp á skurðarplaninu á Suðureyri. Bókarhöfundurinn, Pétur Bjarnason, við rústir hvalstöðvarinnar á Suðureyri. Hvalveiðiskip að koma að bryggju á Suðureyri við Tálknafjörð með nýskotinn hval á síðunni. Myndir / Ljósmyndasafni Íslands KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.