Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202054 Þann 6. júní var frumsýndur nýj- asti Land Rover Defender jepp inn. Ég var lítillega búinn að skrifa um hann í Bændablaðið sem kom út 4. júní eftir stutta prufu nokkrum dögum fyrir frumsýningu og eftir þá keyrslu fannst mér að ég yrði að prófa þennan bíl betur. Í þetta sinn voru það rétt tæpir 300 km við ýmsar aðstæður. Vel hljóðeinangraður fyrir umhverfishljóðum Defender bíllinn sem ég prófaði var í grunninn ódýrasti bíllinn, með 240 hestafla dísilvél, á 18 tommu stálfelgum. Þó að þessi bíll væri með minnstu vélinni var alltaf nægur kraftur og 18 tommu stálfelgurnar gefa betri fjöðrun en 19 og 20 tommu álfelgurnar. Búið var að setja undir hann grófustu gerð af Cooper dekkjum sem eru ekki skemmtilegustu dekk til að keyra á malbiki sökum grófleika, er almennt leiðinda hvinur í dekkjunum á hraða á bilinu 70–100. Eins og í öllum bílum þá hávaðamældi ég hljóðið inni í bílnum á 90 km hraða og er greinilegt að bíllinn er vel hljóðeinangraður og mældist hávaðinn inni í bílnum ekki nema 70,9 db. Við Sultartangavirkjun var hið mesta rok, en ekki varð maður var við að bíllinn tæki vindinn neitt á sig eins og margir aðrir bílar, maður fann ekkert fyrir vindinum. Fjöðrun góð á grófum malarvegi Innst í Þjórsárdalnum er vegurinn upp að Stöng og að öllu jöfnu er hann holóttur og laus í sér, en það var ekki að finna á þessum bíl, hann einfaldlega át holurnar og var sem límdur við veginn þrátt fyrir laust yfirborð og þurrt. Frá Stöng og upp að Hólaskógi er grýttur troðningur, frekar vondur slóði og ekki boðlegur fyrir marga bíla þótt umferð sé þar mikil, en á Land Rover Defender var þessi leið bara mjúk og þægileg. Greinilegt að rafræna loftfjöðrunin er að virka vel í aðstæðum sem þessum. Tíu milljónir á milli dýrasta og ódýrasta Defender Ódýrasti Defenderinn nefnist Base og kostar 12.790.000 (bíllinn sem ég prófaði kostar 13.390.000, var með smá aukabúnaði), hins vegar er hægt að fá 400 hestafla bensín/ M-HYBRID Defender 110X sem kostar 22.190.000 (ódýrasti 400 hestafla bensín Defenderinn kostar 15.690.000). Þó að ég hafi „bara verið á 240 hestafla bíl“ var alltaf nægur kraftur, heyrðist lítið sem ekkert í vélinni á ferð og í alla staði gott að keyra bílinn, hámarks dráttargeta er 3.500 kg. (í sumum gerðunum er hægt að „para“ bílinn við kerruna sem er dregin). Það eina sem ég get sett út á bílinn er að maður þarf að kveikja ljósin í hvert sinn sem bíllinn er settur í gang til að vera löglegur í umferðinni því ökuljós framan og aftan kvikna ekki sjálfkrafa. Íslensk „jeppadella“ kallar á breytta jeppa Ég veit fyrir víst að Arctic Trucks er að skoða breytingu á þessum bíl og að tiltölulega auðvelt sé að breyta þessum bíl í 35 tommu bíl, en búið var að stækka dekkin undir þessum bíl um tvö númer, en hann kemur á 255/70/18 og var settur á 275/70/18 (sem samsvarar 33 tommu dekkjum). Miðað við hvað bíllinn fer vel með sjálfan sig og farþega á 33 tommu dekkjum verður spennandi að sjá framhaldið. Allavega er þessi jeppi einhver sá mest spennandi jeppi sem ég hef prófað, virkar sterkbyggður og er stór, kraftmik- ill, rúmgóður og gott að keyra. Alls fór ég 289 km, meðalhraði 65 km og eyðsla á hundraðið ekki nema 10,2 lítrar. Nánar er hægt að fræðast um bílinn á vefsíðunni www.landrover.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Land Rover Defender Staldrað og kíkt í Gjána í Þjórsárdal. Myndir / HLJ Í rokinu var gott að fá skjól frá Defender til að ná þessu skilti niður. Lítill hávaði þrátt fyrir mjög gróf dekk. Þessa mynd í mælaborðinu var ég ekki að skilja, en samkvæmt bæklingi og kynningu um bílinn er hægt að para bílinn við þá þyngd kerru sem dregin er. Er aldrei sáttur við bíla sem þarf að kveikja handvirkt ljósin til að fá afturljós á bíl fyrir umferð. Fyrri bíllinn sem ég prófaði var á 20 tommu álfelgum, en sá seinni á 18 tommu stálfelgum og mikill munur var á mýkt bílanna á malarvegi. Helstu mál og upplýsingar Lengd 4.583 mm Hæð 1.967 mm Breidd 2.105 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.