Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202046 Landbætur Lionsmanna á Goðdalafjalli í Skagafirði: Tæplega 100 hektarar hafa verið teknir til uppgræðslu – Dreift úr 1.536 heyrúllum, rúmum 50 tonnum af áburði og 700 kg af fræi Félagar í Lionsklúbbi Skagafjarðar hafa allt frá árinu 2005,verið ötulir við landgræðslu og landbætur á Goðdalafjalli sem skilur að tvo framdali Skagafjarðar, Vesturdal og Svartárdal. Má segja að þeir hafi tekið fjallið í fóstur. Svo vel hefur þótt takast til að klúbburinn, ásamt Goðdalabændum, Smára Borgarssyni og Sigríði Sveins dóttur, hlutu Landgræðslu­ verðlaunin árið 2019. Landbóta­ sjóður Landgræðslunnar hefur styrkt verkefnið um árabil. Forsaga málsins er sú að Smári, bóndi í Goðdölum, gerði í samstarfi við Landgræðsluna áætlun um uppgræðslu og landbætur á Goðdalafjallinu. Borgar Símonar son, faðir hans, var ötull liðsmaður í Lions klúbbi Skagafjarðar og fékk félaga sína í Lionsklúbbnum til aðstoðar, en verkefnið gekk m.a. út á að koma heyrúllum á fjallið og dreifa úr þeim í rofabörð og á örfoka mela. Goðdalafjallið er mikið flæmi, þar er ákaflega þurrlent og úrkoma lítil. Á þessum víðáttum hefur klúbburinn tekið fyrir ákveðin landsvæði til uppgræðslu og tekist að snúa vörn í sókn með mikilli vinnu og útsjónarsemi. Ár hvert safna þeir félagar saman rúllum frá fjárlausum búum og bæjum á öruggum svæðum og fara í eina eða tvær uppgræðsluferðir á sumri þar sem skammturinn, að jafnaði hundrað rúllur, er fluttur á dráttarvélum úr byggð, fram Lýtingsstaðahreppinn og á áfangastað. Á uppgræðslusvæðið á Goðdala­ fjalli er nú búið að dreifa samtals rúmum 50 tonnum af áburði, auk 700 kg af landgræðslufræi og 1.536 heyrúllum. Búið er að jafna út um 1,5 km af háum rofabörðum og dreifa heyi. Einnig dreifir Smári í Goðdölum áburði á hluta uppgræðslunnar og áburði og fræi í sárin. Tæplega 100 hektarar hafa verið teknir til uppgræðslu og enn bíða stór svæði aðgerða. Fjallið lifnar við Landgræðsla á Goðdalafjalli hefur gengið sérlega vel og skilað miklum árangri. Góð gróðurþekja er komin í elsta hluta uppgræðslunnar og uppgræðslusvæðið er stækkað árlega. Í eina slíka uppgræðsluferð var farið núna á dögunum og var all myndarlegt að sjá hvert ækið á eftir öðru hlaðið uppgræðsluefni lesta sig upp brekkurnar á fjallið, en þangað liggur ágætlega greiðfær jeppavegur. Dagana á undan hafði Einar á Kúskerpi í Blönduhlíð verið fenginn til að ýta út tæplega einum kílómetra af rofabörðum. Í þau er sáð landgræðslutúnvingli og þau þakin heyi. Þar sem flestir klúbbfélaganna eru bændur eða fyrrverandi bændur var vélakosturinn í ferðinni mikill og góður sem og þátttakan svo greiðlega gekk að koma þessum hundrað rúllum fyrir á nýja svæðinu sem væntanlega mun verða viðfangsefni næstu ára. Eflir liðsandann Verkefnið hefur eflt félagsanda og samvinnu meðal félaga í Lionsklúbbi Skagafjarðar, og aukið með þeim landlæsi og umhverfisvitund. Jafnan er mikil stemning kringum land­ græðsluferðirnar. Á Goðdala fjalli má sjá hve miklum árangri landgræðslu­ fólk getur náð í landbótum, þegar áhugi, þrautseigja og vilji til góðra verka ráða för. Verkin sýna merkin. Veðrið lék við félagana og aðstoðarfólk, sem settist að verk­ lokum niður í fallega laut og tók til nestis, áður en hver hélt til síns heima ákveðinn í því að leggja til nýrrar atlögu annan mánudag í ágúst að ári. Allt frá byrjun verkefnisins var Ragnar Gunnlaugsson í Hátúni óskoraður leiðtogi landbótahópsins, sá um skipulagningu og samskipti bæði við landeigendur og Land­ græðsluna, útvegaði hey og annað sem til þurfti. En nú var skarð fyrir skildi. Ragnar lést eftir erfið veikindi í árslok 2019 og stuttu síðar annar traustur félagi í Lionsklúbbnum, Eymundur Þórarinsson í Saurbæ. Þeirra var sárt saknað, en það besta sem félagarnir geta gert í minningu fallinna félaga er að halda merkinu á lofti og leggja sitt af mörkum til að klæða landið að nýju í gróður­ skikkju með þessu stórmerkilega framtaki. Gunnar Rögnvaldsson Bjarni Maronsson Fyrsta ferðin á Goðdalafjallið 2005. Myndir / Gunnar Rögnvaldsson, Bjarni Maronsson, Óskar Arnórsson og Örn Þórarinsson Þarna má sjá Borgar Símonarson í Goðdölum á uppgræðslusvæði 2008. Á uppgræðslusvæði í Goðdölum 2016. Ragnar í Hátúni var óskoraður leiðtogi Lions- félaga í uppgræðsluverk efninu. Olli á Krithóli og Óskar Arnórsson dreifa í eitt barðið. Steinn á Hrauni og Þórólfur á Hjalta- stöðum í sveiflu. Árni á Marbæli er búinn að moka úr mörgum rúllum um ævina. Vélaherdeild Lionsmanna. Hamast við að moka úr. Séð yfir nýjasta uppgræðslusvæðið. Lionsmenn og aðstoðarfólk að verki loknu. SAMFÉLAGSÁBYRGÐ&LANDGRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.