Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202020 Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, um hverfis ­ vænn og hagkvæmur kostur. Íslenska eldsneytið metan hlaut meira að segja norræna um hverfis merkið Svaninn í nóvember 2016. Nú á að margfalda framleiðslu þess í gas­ og jarðgerðar stöðinni GAJA á Álfsnesi, en samt virðist ríkja algjört stefnu­ leysi í nýtingu þess. Um allan heim er metan mikið notað sem eldsneyti á farartæki og til húshitunar, eldunar og rafmagns­ framleiðslu. Hægt er að nýta það á nánast öll almenn farartæki í vegasam­ göngum, en vegna lægra orkugildis metans, miðað við t.d. dísilolíu, hefur það ekki þótt sérlega hentugt fyrir stór og þung farartæki. Ef metan sem hér verður til í sorp­ haugum eða verður framleitt í nýrri gas­ og jarðgerðarstöð í Álfsnesi er ekki nýtt á ökutæki er samt best fyrir umhverfið að brenna það. Ávinningurinn af nýtingu þess með aukinni notkun gasknúinna ökutækja ætti því að vera augljós. Enn augljósari ætti hagur sveitarfélaga á höfuðborgar­ svæðinu að vera á nýtingu á eigin gasi í stað þess að kaupa strætisvagna, sorpbíla, sendibíla og önnur vélknúin farartæki sem nýta aðra orkugjafa, eins og jarðefnaeldsneyti. Auk jákvæðra umhverfissjónarmiða, gæti fjárhags­ legur ávinningur líka verið umtals­ verður. Metanbílar góður kostur Metanbifreiðar eru sagðar um hverfis­ vænn kostur og eru bæði ódýrari í innkaupum og í rekstri en sambærilegir bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þá eru þær mun ódýrari og burðarmeiri en sambærilegir rafmagnsbílar. Gasnýting umhverfisvæn aðgerð Nýting á metani á bifreiðar sem fellur til á Íslandi er afskaplega umhverfis­ væn aðgerð og mikilvægt framlag ef menn vilja draga úr losun gróðurhúsa­ lofttegunda. Ástæðan er sú að metan er talið minnst 21 sinni áhrifameiri loft­ tegund í að valda gróðurhúsaáhrifum en koltvísýringur (CO2). Metan í hæsta gæðaflokki SORPA bs. er eini framleiðandi metans á höfuðborgarsvæðinu eins og er. Frá árinu 2000 hefur SORPA framleitt 15,6 milljón Nm3 af ökutækjaeldsneyti úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Eftir söfnun á hauggasi frá urðunar­ stað er metan einangrað úr hauggas­ inu með vatnsþvegilstækni (e. Water Scrubber Technology). Afurðin verður „nútíma“­metan ökutækja eldsneyti í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika, 125–130 oktan eldsneyti að því er fram kemur í gögnum Metans ehf. Fékk Svansvottun 2016 Metan fékk Svansvottun árið 2016 og er eina umhverfisvottaða eldsneytið hér á landi. Sparaður útblástur frá upphafi er um 500 þúsund tonn af CO2 og því til mikils að vinna við að koma þessu eldsneyti í notkun. Hingað til hefur þetta eldsneyti verið notað á ökutæki, s.s. sorp­ bíla Reykjavíkurborgar, sorpbíla á vegum einkaaðila, gámabíla á vegum SORPU, strætisvagna (7), þjónustu fatlaða (Akureyri), vöruflutninga (Innnes) og sér SORPA um að koma metaninu í notkun með einum eða öðrum hætti. Dýrmætu metani fyrir allt að 4.000 bíla eytt á hverju ári Metan sem ekki hefur verið nýtt á söfnunarstað í Álfsnesi til þessa er brennt á staðnum í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Sama verður án efa gert í nýju gas­ og jarð­ gerðarstöðinni GAJA ef ekki verða gerðar verulegar áherslubreytingar í nýtingu á gasinu á ökutæki hérlendis. Árið 2018 myndaðist metan í sorphaugnum í Álfsnesi sem myndi (skv. heimild frá SORPU) duga á 3–6.000 smærri ökutæki (eftir því hvaða viðmið er notað við útreikn­ inga). Þar sem eftirspurn hefur verið töluvert lægri en þetta, eða sem nemur metani á um 1.600 fólksbíla, hefur umfram metani einfaldlega verið brennt til að draga úr hlýnun­ aráhrifum á loftslag. Staðan er því þannig að metani, sem gæti nýst sem eldsneyti á 2–4.000 bíla, er fargað án þess að orkan sé nýtt á neinn hátt. Hingað til hafa notendur einna helst verið fólksbílar, vinnubílar, pallbílar, strætisvagnar og sorp­ hirðubílar. Þannig fara um 1.753.117 Nm3 í ökutæki og um 121.300 Nm3 í eigin not, hjá SORPU. Restinni, um 1.694.000 Nm3, af gasi fer til „spillis“ og er brennt. Til skoðunar er að nýta metan í rafmagnsframleiðslu, plast­ framleiðslu, þurrklefa, almennings­ samgöngur og þjónustubíla í auknum mæli, vöruflutninga, skip og ferjur, o.s.frv. Framleiðslugeta SORPU er í dag (fyrir opnun GAJA) um 3,5 milljónir Nm3 af metani á ári og var nákvæm­ lega 3.568.417 Nm3 fyrir árið 2019. Metangas á allt að 12 þúsund bíla Árið 2018 hófst bygging á gas­ og jarðgerðarstöðinni GAJA í Álfsnesi sem á að taka í notkun um næstu áramót. Hún á að framleiða 3 milljónir Nm3 af metangasi og verður heildarframleiðslan á gasi í Álfsnesi því yfir 6 milljónir Nm3. Það ætti að duga á allt að 12.000 fólksbifreiðar. Norðurorka á Akureyri getur framleitt gas á 600 fólksbíla Í Glerárdal, rétt fyrir ofan Akureyri, stígur metanið upp af gömlum ruslahaugum. Stór hluti þess fer út í andrúmsloftið og veldur þessi kröftuga gróðurhúsalofttegund um 20­30 sinnum meiri skaða en koltvísýringurinn sem myndast þegar gasinu er brennt. Árið 2013 gerði Norðurorka samning við OLÍS um að sjá um smásölu á metani sem Norðurorka framleiðir. Framleiddir eru um hundrað þúsund Nm3 af metani á Akureyri, en það væri hægt að framleiða um 600 þúsund Nm3 miðað við eðli­ legan nýtingartíma og það gæti dugað til að keyra um 600 fólks­ bíla. Með því að efla enn betur stöðina mætti mögulega framleiða metan á yfir þúsund bíla næstu tíu árin. Enn sem komið er fer mikið magn metans sem framleitt er á Akureyri til spillis. Einungis 2 vagnar Strætó ganga fyrir metangasi Í ársskýrslu Strætó fyrir árið 2019 segir að áhersla sé á umhverfis­ og öryggismál. Einnig að taka tillit til umhverfissjónarmiða við inn­ kaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup og þar stendur líka orðrétt: „Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni.“ Samkvæmt ársskýrslu Strætó er veruleikinn sá að vagnaflot­ inn, sem rekinn er af Strætó, samanstendur af 85 vögnum. Þeir óku samtals rúmlega 5,3 millj­ ónir kílómetra á síðasta ári. Þar af eru 68 dísilvagnar og einungis 2 metanvagnar. Þá eru 15 rafmagns­ vagnar í flotanum sem eru í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð­ inu. Vagnafloti verktaka saman­ stendur af 77 vögnum. Þar ef eru 48 vagnar reknir af Kynnisferðum og 29 af Hagvögnum. Ekki kemur fram hvers konar orku þeir nota, en þrír metanvagnar munu vera í notkun hjá SVA á Akureyri. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna – Gasi sem dygði á um 4.000 bíla fargað á hverju ári og sú sóun mun stóraukast með tilkomu nýrrar sorp- og jarðgerðarstöðvar GAJA Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi: Mun margfalda afköst í gas- og moltuframleiðslu Gas­ og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi er enn ekki komin í gagnið og ekki er búið að gefa út starfs­ leyfi fyrir stöð sem hefur þegar kostað á sjötta milljarð króna. Í júlí samþykktu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja stöðinni til um einn milljarð til viðbótar í rekstrarfé. Er nú von­ ast til að starfsleyfi fáist í október og að stöðin verði komin í fullan gang í byrjun næsta árs. Miðað er við að gas­ og jarð­ gerðarstöðin GAJA taki við rúm­ lega 95% af úrgangi heimila á höf­ uðborgarsvæðinu. Stöðin á að geta meðhöndlað 35.000 tonn af lífrænum heimilisúrgangi á ári og framleiða um 3 milljónir Nm3 af metangasi sem nýtist á ökutæki. Metangasið er ígildi um 3,3 milljón lítra af bens­ íni. Einnig verður til um 12 þúsund tonn af moltu (jarðvegsbæti) á ári úr lífrænum úrgangi sem nýta má í landgræðslu, skógrækt eða til land­ mótunar. Bygging stöðvarinnar, sem er 12.800 fermetrar, hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna framúrkeyrslu í kostnaði og alvarlegra mistaka í áætlanagerð á byggingarstigi. Þá hefur tæknin sem kemur frá danska fyrirtækinu Aikan A/S verið harðlega gagnrýnd. Margt annað hefur verið í ólestri í kringum þessa framkvæmd og hefur m.a. verið bent á að til jarðgerðar þurfi flokkað lífrænt sorp sem ekki sé safnað sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hugsunarleysi í nýtingu á íslensku gasi Það hefur vakið athygli að lítið eða ekkert hefur verið hugsað fyrir markaðssetningu á öllu því gasi sem stöðin á að framleiða, sem og því gasi sem þegar er unnið úr sorphaugunum í Álfsnesi. Hefur þar m.a. sætt furðu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt meiri áherslu á að innleiða dýra rafknúna strætisvagna en að nýta vistvænt gas sem fellur til í Álfsnesi til að knýja þessar almenningssamgöngur. Þar séu eigendur Strætó að byggja risavaxna og rándýra stöð til eldsneytisframleiðslu án þess að leggja fram áætlanir um nýtingu þess, ekki einu sinni á eigin bíla og tæki. Bágborið dreifingarkerfi fyrir gas Þegar litið er á dreifistöðvar fyrir gas er málið enn furðulegra. Einungis er mögulegt að fylla gas á bíla á fimm stöðvum á landinu, samkvæmt upp­ lýsingum Metans ehf. Það eru Olís í Mjódd ­ 2 dælur, Olís við Glæsibæ ­ 2 dælur, Skeljungur/Orkan við Miklubraut ­ 2 dælur, N1 á Bíldshöfða ­ 4 dælur og Miðhúsabraut á Akureyri ­ 2 dælur. /HKr. Um síðustu áramót voru skráðar hjá Samgöngustofu 1.479 bensín/ metanbíla, dísil/metanbílar voru 3 og 415 hreinir metanbílar. Því voru 1.897 ökutæki sem gengu að einhverju leyti fyrir metani. Þá voru einungis 17.697 ökutæki sem teljast að einhverju leyti vistvæn, eða 4,97% af heildarfjölda ökutækja. Það er þó talsvert hærra en heimsmeðaltalið sem er undir 2,5%. Heildarfjöldi ökutækja sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en bensíni og dísilolíu, er mun minni en ætla mætti af umræðunni og þeim mikla áhuga sem virðist vera á rafbílum og tvinnbílum af ýmsum toga. Í árslok 2019 var heildarfjöldi skráðra ökutækja í landinu 355.636. Þar af voru 269.825 fólksbílar, 28.939 sendibílar, 12.848 vörubifreiðar og 3.178 rútur eða hópferðabifreiðar, eða samtals 88,5% af heildinni. Inni í heildartölunni eru líka dráttarvélar, skráðir aftanívagnar, torfæruhjól og bæði þung og létt bifhjól. Af heildarfjölda ökutækja um síðustu áramót voru rúmlega 336 þúsund bensín­ og dísilknúin ökutæki, eða 94,5%. Hreinir rafmagnsbílar voru þá 4.062 (1,1% af heildarfjölda og 1,5% af heildarfjölda fólksbifreiða), bensín/rafmagns tengil­tvinnbílar voru 7.437, bensín/rafmagns tvinnbílar voru 5.496, dísil/ rafmagns tengil­tvinnbílar voru 574 og dísil/rafmagns tvinnbílar voru 105 talsins. Þá má geta þess að rafbílar sem ganga fyrir vetni, voru 23 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum Bílgreinasambandsins hefur hægt verulega á sölu nýrra bíla á Íslandi. Er það fyrst og fremst rakið til COVID­19 heimsfaraldursins og 59,7% minni sölu á bílaleigubílum. Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa selst 6.254 nýir fólksbílar, eða 31,4% færri en á sama tímabili í fyrra. Nýorkubílar standa samt fyrir meirihluta bílakaupa hjá einstaklingum, eða 64,4% af öllum seldum nýjum bílum til einstaklinga það sem af er ári. Þetta hlutfall var 41,7% á sama tíma á síðasta ári. Svipað gildir um almenn fyrirtæki önnur en bílaleigur. Nýorkubílar voru 55,8% af bílakaupum þeirra það sem af er ári, en hlutfallið var 38,5% fyrstu 8 mánuðina í fyrra. Langt í land í orkuskiptum ökutækja – af 355.636 ökutækjum 2019 töldust 17.697 vera vistvæn eða 4,97% Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi. Áhugavert að nafnið er það sama og á ítölsku víngerðinni Gaja sem stofnuð var af Giovanni Gaja 1859. Ile-de-France Mobilités fólksflutningafyrirtækið í Frakklandi gerði samning við IVECO um kaup á 409 gasknúnum strætisvögnum til afhendingar 2020 og 2021. Verða vagnarnir í notkun í miðborgarkjarna Parísar. Tankfyllingin á vögnunum dugar í 400 km akstur, sem sagt er henta vel á Stór-Parísarsvæðinu. Til samanburðar er Stór-Reykjavíkursvæðið að reka eigin metanframleiðslu, en nýtir gasið einungis á tvo af sínum 85 strætisvögnum. Mynd / SustainableBus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.