Bændablaðið - 10.09.2020, Síða 20

Bændablaðið - 10.09.2020, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202020 Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, um hverfis ­ vænn og hagkvæmur kostur. Íslenska eldsneytið metan hlaut meira að segja norræna um hverfis merkið Svaninn í nóvember 2016. Nú á að margfalda framleiðslu þess í gas­ og jarðgerðar stöðinni GAJA á Álfsnesi, en samt virðist ríkja algjört stefnu­ leysi í nýtingu þess. Um allan heim er metan mikið notað sem eldsneyti á farartæki og til húshitunar, eldunar og rafmagns­ framleiðslu. Hægt er að nýta það á nánast öll almenn farartæki í vegasam­ göngum, en vegna lægra orkugildis metans, miðað við t.d. dísilolíu, hefur það ekki þótt sérlega hentugt fyrir stór og þung farartæki. Ef metan sem hér verður til í sorp­ haugum eða verður framleitt í nýrri gas­ og jarðgerðarstöð í Álfsnesi er ekki nýtt á ökutæki er samt best fyrir umhverfið að brenna það. Ávinningurinn af nýtingu þess með aukinni notkun gasknúinna ökutækja ætti því að vera augljós. Enn augljósari ætti hagur sveitarfélaga á höfuðborgar­ svæðinu að vera á nýtingu á eigin gasi í stað þess að kaupa strætisvagna, sorpbíla, sendibíla og önnur vélknúin farartæki sem nýta aðra orkugjafa, eins og jarðefnaeldsneyti. Auk jákvæðra umhverfissjónarmiða, gæti fjárhags­ legur ávinningur líka verið umtals­ verður. Metanbílar góður kostur Metanbifreiðar eru sagðar um hverfis­ vænn kostur og eru bæði ódýrari í innkaupum og í rekstri en sambærilegir bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þá eru þær mun ódýrari og burðarmeiri en sambærilegir rafmagnsbílar. Gasnýting umhverfisvæn aðgerð Nýting á metani á bifreiðar sem fellur til á Íslandi er afskaplega umhverfis­ væn aðgerð og mikilvægt framlag ef menn vilja draga úr losun gróðurhúsa­ lofttegunda. Ástæðan er sú að metan er talið minnst 21 sinni áhrifameiri loft­ tegund í að valda gróðurhúsaáhrifum en koltvísýringur (CO2). Metan í hæsta gæðaflokki SORPA bs. er eini framleiðandi metans á höfuðborgarsvæðinu eins og er. Frá árinu 2000 hefur SORPA framleitt 15,6 milljón Nm3 af ökutækjaeldsneyti úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Eftir söfnun á hauggasi frá urðunar­ stað er metan einangrað úr hauggas­ inu með vatnsþvegilstækni (e. Water Scrubber Technology). Afurðin verður „nútíma“­metan ökutækja eldsneyti í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika, 125–130 oktan eldsneyti að því er fram kemur í gögnum Metans ehf. Fékk Svansvottun 2016 Metan fékk Svansvottun árið 2016 og er eina umhverfisvottaða eldsneytið hér á landi. Sparaður útblástur frá upphafi er um 500 þúsund tonn af CO2 og því til mikils að vinna við að koma þessu eldsneyti í notkun. Hingað til hefur þetta eldsneyti verið notað á ökutæki, s.s. sorp­ bíla Reykjavíkurborgar, sorpbíla á vegum einkaaðila, gámabíla á vegum SORPU, strætisvagna (7), þjónustu fatlaða (Akureyri), vöruflutninga (Innnes) og sér SORPA um að koma metaninu í notkun með einum eða öðrum hætti. Dýrmætu metani fyrir allt að 4.000 bíla eytt á hverju ári Metan sem ekki hefur verið nýtt á söfnunarstað í Álfsnesi til þessa er brennt á staðnum í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Sama verður án efa gert í nýju gas­ og jarð­ gerðarstöðinni GAJA ef ekki verða gerðar verulegar áherslubreytingar í nýtingu á gasinu á ökutæki hérlendis. Árið 2018 myndaðist metan í sorphaugnum í Álfsnesi sem myndi (skv. heimild frá SORPU) duga á 3–6.000 smærri ökutæki (eftir því hvaða viðmið er notað við útreikn­ inga). Þar sem eftirspurn hefur verið töluvert lægri en þetta, eða sem nemur metani á um 1.600 fólksbíla, hefur umfram metani einfaldlega verið brennt til að draga úr hlýnun­ aráhrifum á loftslag. Staðan er því þannig að metani, sem gæti nýst sem eldsneyti á 2–4.000 bíla, er fargað án þess að orkan sé nýtt á neinn hátt. Hingað til hafa notendur einna helst verið fólksbílar, vinnubílar, pallbílar, strætisvagnar og sorp­ hirðubílar. Þannig fara um 1.753.117 Nm3 í ökutæki og um 121.300 Nm3 í eigin not, hjá SORPU. Restinni, um 1.694.000 Nm3, af gasi fer til „spillis“ og er brennt. Til skoðunar er að nýta metan í rafmagnsframleiðslu, plast­ framleiðslu, þurrklefa, almennings­ samgöngur og þjónustubíla í auknum mæli, vöruflutninga, skip og ferjur, o.s.frv. Framleiðslugeta SORPU er í dag (fyrir opnun GAJA) um 3,5 milljónir Nm3 af metani á ári og var nákvæm­ lega 3.568.417 Nm3 fyrir árið 2019. Metangas á allt að 12 þúsund bíla Árið 2018 hófst bygging á gas­ og jarðgerðarstöðinni GAJA í Álfsnesi sem á að taka í notkun um næstu áramót. Hún á að framleiða 3 milljónir Nm3 af metangasi og verður heildarframleiðslan á gasi í Álfsnesi því yfir 6 milljónir Nm3. Það ætti að duga á allt að 12.000 fólksbifreiðar. Norðurorka á Akureyri getur framleitt gas á 600 fólksbíla Í Glerárdal, rétt fyrir ofan Akureyri, stígur metanið upp af gömlum ruslahaugum. Stór hluti þess fer út í andrúmsloftið og veldur þessi kröftuga gróðurhúsalofttegund um 20­30 sinnum meiri skaða en koltvísýringurinn sem myndast þegar gasinu er brennt. Árið 2013 gerði Norðurorka samning við OLÍS um að sjá um smásölu á metani sem Norðurorka framleiðir. Framleiddir eru um hundrað þúsund Nm3 af metani á Akureyri, en það væri hægt að framleiða um 600 þúsund Nm3 miðað við eðli­ legan nýtingartíma og það gæti dugað til að keyra um 600 fólks­ bíla. Með því að efla enn betur stöðina mætti mögulega framleiða metan á yfir þúsund bíla næstu tíu árin. Enn sem komið er fer mikið magn metans sem framleitt er á Akureyri til spillis. Einungis 2 vagnar Strætó ganga fyrir metangasi Í ársskýrslu Strætó fyrir árið 2019 segir að áhersla sé á umhverfis­ og öryggismál. Einnig að taka tillit til umhverfissjónarmiða við inn­ kaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup og þar stendur líka orðrétt: „Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni.“ Samkvæmt ársskýrslu Strætó er veruleikinn sá að vagnaflot­ inn, sem rekinn er af Strætó, samanstendur af 85 vögnum. Þeir óku samtals rúmlega 5,3 millj­ ónir kílómetra á síðasta ári. Þar af eru 68 dísilvagnar og einungis 2 metanvagnar. Þá eru 15 rafmagns­ vagnar í flotanum sem eru í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð­ inu. Vagnafloti verktaka saman­ stendur af 77 vögnum. Þar ef eru 48 vagnar reknir af Kynnisferðum og 29 af Hagvögnum. Ekki kemur fram hvers konar orku þeir nota, en þrír metanvagnar munu vera í notkun hjá SVA á Akureyri. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna – Gasi sem dygði á um 4.000 bíla fargað á hverju ári og sú sóun mun stóraukast með tilkomu nýrrar sorp- og jarðgerðarstöðvar GAJA Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi: Mun margfalda afköst í gas- og moltuframleiðslu Gas­ og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi er enn ekki komin í gagnið og ekki er búið að gefa út starfs­ leyfi fyrir stöð sem hefur þegar kostað á sjötta milljarð króna. Í júlí samþykktu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja stöðinni til um einn milljarð til viðbótar í rekstrarfé. Er nú von­ ast til að starfsleyfi fáist í október og að stöðin verði komin í fullan gang í byrjun næsta árs. Miðað er við að gas­ og jarð­ gerðarstöðin GAJA taki við rúm­ lega 95% af úrgangi heimila á höf­ uðborgarsvæðinu. Stöðin á að geta meðhöndlað 35.000 tonn af lífrænum heimilisúrgangi á ári og framleiða um 3 milljónir Nm3 af metangasi sem nýtist á ökutæki. Metangasið er ígildi um 3,3 milljón lítra af bens­ íni. Einnig verður til um 12 þúsund tonn af moltu (jarðvegsbæti) á ári úr lífrænum úrgangi sem nýta má í landgræðslu, skógrækt eða til land­ mótunar. Bygging stöðvarinnar, sem er 12.800 fermetrar, hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna framúrkeyrslu í kostnaði og alvarlegra mistaka í áætlanagerð á byggingarstigi. Þá hefur tæknin sem kemur frá danska fyrirtækinu Aikan A/S verið harðlega gagnrýnd. Margt annað hefur verið í ólestri í kringum þessa framkvæmd og hefur m.a. verið bent á að til jarðgerðar þurfi flokkað lífrænt sorp sem ekki sé safnað sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hugsunarleysi í nýtingu á íslensku gasi Það hefur vakið athygli að lítið eða ekkert hefur verið hugsað fyrir markaðssetningu á öllu því gasi sem stöðin á að framleiða, sem og því gasi sem þegar er unnið úr sorphaugunum í Álfsnesi. Hefur þar m.a. sætt furðu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt meiri áherslu á að innleiða dýra rafknúna strætisvagna en að nýta vistvænt gas sem fellur til í Álfsnesi til að knýja þessar almenningssamgöngur. Þar séu eigendur Strætó að byggja risavaxna og rándýra stöð til eldsneytisframleiðslu án þess að leggja fram áætlanir um nýtingu þess, ekki einu sinni á eigin bíla og tæki. Bágborið dreifingarkerfi fyrir gas Þegar litið er á dreifistöðvar fyrir gas er málið enn furðulegra. Einungis er mögulegt að fylla gas á bíla á fimm stöðvum á landinu, samkvæmt upp­ lýsingum Metans ehf. Það eru Olís í Mjódd ­ 2 dælur, Olís við Glæsibæ ­ 2 dælur, Skeljungur/Orkan við Miklubraut ­ 2 dælur, N1 á Bíldshöfða ­ 4 dælur og Miðhúsabraut á Akureyri ­ 2 dælur. /HKr. Um síðustu áramót voru skráðar hjá Samgöngustofu 1.479 bensín/ metanbíla, dísil/metanbílar voru 3 og 415 hreinir metanbílar. Því voru 1.897 ökutæki sem gengu að einhverju leyti fyrir metani. Þá voru einungis 17.697 ökutæki sem teljast að einhverju leyti vistvæn, eða 4,97% af heildarfjölda ökutækja. Það er þó talsvert hærra en heimsmeðaltalið sem er undir 2,5%. Heildarfjöldi ökutækja sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en bensíni og dísilolíu, er mun minni en ætla mætti af umræðunni og þeim mikla áhuga sem virðist vera á rafbílum og tvinnbílum af ýmsum toga. Í árslok 2019 var heildarfjöldi skráðra ökutækja í landinu 355.636. Þar af voru 269.825 fólksbílar, 28.939 sendibílar, 12.848 vörubifreiðar og 3.178 rútur eða hópferðabifreiðar, eða samtals 88,5% af heildinni. Inni í heildartölunni eru líka dráttarvélar, skráðir aftanívagnar, torfæruhjól og bæði þung og létt bifhjól. Af heildarfjölda ökutækja um síðustu áramót voru rúmlega 336 þúsund bensín­ og dísilknúin ökutæki, eða 94,5%. Hreinir rafmagnsbílar voru þá 4.062 (1,1% af heildarfjölda og 1,5% af heildarfjölda fólksbifreiða), bensín/rafmagns tengil­tvinnbílar voru 7.437, bensín/rafmagns tvinnbílar voru 5.496, dísil/ rafmagns tengil­tvinnbílar voru 574 og dísil/rafmagns tvinnbílar voru 105 talsins. Þá má geta þess að rafbílar sem ganga fyrir vetni, voru 23 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum Bílgreinasambandsins hefur hægt verulega á sölu nýrra bíla á Íslandi. Er það fyrst og fremst rakið til COVID­19 heimsfaraldursins og 59,7% minni sölu á bílaleigubílum. Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa selst 6.254 nýir fólksbílar, eða 31,4% færri en á sama tímabili í fyrra. Nýorkubílar standa samt fyrir meirihluta bílakaupa hjá einstaklingum, eða 64,4% af öllum seldum nýjum bílum til einstaklinga það sem af er ári. Þetta hlutfall var 41,7% á sama tíma á síðasta ári. Svipað gildir um almenn fyrirtæki önnur en bílaleigur. Nýorkubílar voru 55,8% af bílakaupum þeirra það sem af er ári, en hlutfallið var 38,5% fyrstu 8 mánuðina í fyrra. Langt í land í orkuskiptum ökutækja – af 355.636 ökutækjum 2019 töldust 17.697 vera vistvæn eða 4,97% Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi. Áhugavert að nafnið er það sama og á ítölsku víngerðinni Gaja sem stofnuð var af Giovanni Gaja 1859. Ile-de-France Mobilités fólksflutningafyrirtækið í Frakklandi gerði samning við IVECO um kaup á 409 gasknúnum strætisvögnum til afhendingar 2020 og 2021. Verða vagnarnir í notkun í miðborgarkjarna Parísar. Tankfyllingin á vögnunum dugar í 400 km akstur, sem sagt er henta vel á Stór-Parísarsvæðinu. Til samanburðar er Stór-Reykjavíkursvæðið að reka eigin metanframleiðslu, en nýtir gasið einungis á tvo af sínum 85 strætisvögnum. Mynd / SustainableBus

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.