Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 20206 Enn af tollamálum, forysta Bændasamtak­ anna hefur á síðustu vikum fundað með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Á fundi með fjármálaráðherra var farið yfir stöðu mála gagnvart innflutningi afurða til Íslands frá löndum Evrópusambandsins. Eitt er að vera með milliríkjasamning um aðgang að íslenskum markaði á grundvelli þessa samnings og annað er það sem flutt er inn á forsendum hans. Þegar bornar eru saman útflutningstölur ESB annars vegar og innflutningstölur Hag­ stofunnar hins vegar þá munar ansi miklu þar sem hallar á það magn sem getið er um í samningnum frá árinu 2016. Fjármálaráðherra tilkynnti að settur yrði saman hópur innan ráðuneytisins til þess að fara yfir hvað það sé sem veldur. Bændasamtök Íslands hvetja til að þessi vinna verði unnin hratt og vel þar sem þessi atriði hafa gríðarlega mikil áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins í heild sinni. Viðræðum um endurskoðun rammasamnings í landbúnaði frestað Samninganefnd um endurskoðun ramma­ samnings í landbúnaði hefur frestað viðræðum þar til einhver niðurstaða er komin í tollamálin, því eins og áður sagði þá er þetta ekki síður áhrifavaldur í starfsumhverfi landbúnaðarins eins og búvörusamningar. Einnig var fundað með utanríkisráðherra þar sem þessi mál voru rædd og áhyggjur okkar af samningi við Breta vegna útgöngu þeirra úr ESB. Mikilvægt er að staðið verði vörð um íslenskan landbúnað í þeim viðræðum. Þar að auki var farið yfir misræmi í áðurnefndum inn­ og útflutnings­ tölum frá ESB og þann grunn sem unnið er með í tölulegu samhengi. Forsendubrestur Eins og fram kemur í forsendum samningsins um aukinn innflutning til landsins er ástæðan sú að ferðamenn séu orðnir svo gríðarlega margir. Nú árið 2020 þá erum við í þeirri stöðu að nánast enginn ferðamaður er á svæðinu sem átti að neyta allrar þessarar vöru á örmarkaði sem Ísland er, því aðalsamkeppni íslenskra framleiðenda er við innflutning. Tækifæri landbúnaðarins felast í upprunamerkingum Á vegum atvinnuvega­ og nýsköp unar­ ráðuneytisins hefur verið unnið að reglum um merkingu matvæla. Von er á að tillögur nefndarinnar verði kynntar á næstu dögum. Ég tel að tækifæri landbúnaðarins felist í upprunamerkingum og þar þurfum við bændur að standa vörð um íslenska framleiðslu þar sem við tryggjum neytendum heilnæma vöru. Eitt sem vekur okkur til umhugsunar er að fersk kjötvara skal upprunamerkt en ef kjötið er kryddlegið þá þarf ekki að upprunamerkja vöruna. Nú spyrjum við; af hverju gerum við ekki kröfu um að upprunamerking verði einnig á þeirri vöru þar sem neytandinn á rétt á að vita hvaðan varan kemur sem þeir neyta? Þetta verður að laga. Dregið úr losunaráhrifum landbúnaðar Í samstarfi Bændasamtakanna og skógarbænda er unnið að því að þróa verkefni sem nefnist Kolefnisbrúin. Með þessu frábæra verkefni er stefnt að því að bændur um allt land geti tekið frá land undir skógrækt og fengið útreikning á hversu mikið kolefni spildan bindur og með því kolefnisjafnað eigin framleiðslu og svo selt það sem út af stendur. Ég á von á að þetta verkefni verði kynnt mjög fljótlega þar sem skógareigendur hafa unnið að þessu verkefni í allt sumar og eru að sjá til lands í útfærslum á hvernig við nálgumst bændur í verkefninu. Það verður fróðlegt að sjá verkefnið verða að veruleika, en með þessu tel ég að við komum til með að draga verulega úr losunaráhrifum landbúnaðar á Íslandi og bændur fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum við kolefnisbindingu til heilla fyrir íslenska þjóð. Talandi um skógareigendur, þá heyra málefni skógræktar í stjórnsýslunni undir umhverfisráðuneytið. Í mínum huga eiga skógrækt og málefni þess að heyra undir atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytið (landbúnaðarráðuneytið). Þarna eru að öllu jöfnu landeigendur sem stunda annan búskap samhliða. Ég hvet stjórnsýsluna til að skoða fyrirkomulag þessara mála með áherslur á hagsmuni bænda að leiðarljósi. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Orðatiltækið enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, lýsir vel því hugsunarleysi sem fólk lifir oft við í amstri dagsins. Það er þó hægt að ganga lengra í þessari hugsun varðandi núvitundina meðal okkar Íslendinga, því flest okkar gerum okkur alls ekki grein fyrir þeim forréttindum sem við búum við sem þjóð. Íslendingar hafa oft öfundað Norðmenn af þeirra dýrmætu olíulindum. Sú öfund er þó ástæðulaus því afar líklegt er að aðrar þjóðir séu þegar farnar að öfunda okkur vegna okkar auðlinda. Sumar þeirra auðlinda eru af slíkri stærðargráðu sem við gerum okkur líklega fæst fulla grein fyrir. Fyrst bera að nefna þá auðlind sem lyfti okkur úr aumustu fátækt sem þjóð til ríkidæmis, en það er fiskurinn í sjónum. Vissulega hefur okkur ekki auðnast að búa til kerfi um þá auðlind sem tryggir sanngjarna skiptingu tekna milli íbúa landsins. Menn hömpuðu samt kvótakerfinu sem skástu lausninni þegar það var sett var á 1984. Illu heilli var það síðan gert að skrímsli með frjálsu framsali kvótans 1991. Þá vankanta sem þá urðu til hefur mönnum enn ekki tekist að sníða af kerfinu þrátt fyrir að menn hrósi sér yfir að byggja stjórn fiskveiða á vísindum. Illa hefur líka gengið að útskýra fyrir fávísum lýðnum hvers vegna margháttuð friðun á vísindalegum grunni og stíf veiðistjórnun í áratugi hefur t.d. ekki skilað sér í umtalsvert auknum veiðum á þorski. Þrátt fyrir alla vankantana verður ekki fram hjá því horft að mikið ríkidæmi er falið í fiskveiðiauðlindinni í lögsögu Íslands. Þá auðlind, eða aðrar í okkar lögsögu, má aldrei braska með eins og Bretar gerðu við sínar fiskveiðiauðlindir þegar þeir gengu inn í ESB 1972. Það brask reynist Bretum nú dýrkeypt við tilraun þeirra til að slíta sig aftur úr faðmlaginu við ESB. Þó við getum ekki státað af að eiga jarðolíu eins og Norðmenn, þá búum við svo vel að sitja á jarðhitapotti sem sparar okkur árlega gríðarleg innkaup á olíu og kolum til húskyndingar. Þennan jarðhita getum við líka nýtt til að framleiða rafmagn og til að hita upp gróðurhús. Þó við eigum ekki olíulindir í jörðu, þá getum við hæglega framleitt jurtaolíu sem nýta má á ökutæki og vinnuvélar. Repjuolía sem þannig er framleidd getur skilað verulegum umhverfislegum ávinningi í stað þess að nota innflutt eldsneyti. Enn stærri auðlind er falin í fallvötnum Íslands. Þar fáum við raforku sem dugar til að knýja stóriðju, sem að vísu er afar umdeild, en hefur skapað hér umtalsverða vinnu og verðmæti. Raforkuna nýtum við líka til lýsingar íbúðarhúsa og gróðurhúsa í stórum stíl og erum enn að bæta þar í. Raforkuna getum við líka nýtt til að framleiða vetni sem nýta má til að knýja efnarafala í farartækjum.Vindurinn og sjávarföll eru svo tvær auðlindir til viðbótar. Þó hér hafi verið talinn upp fjöldi auðlinda sem Íslendingar búa svo vel að eiga, þá er ein enn sem ekki hefur verið nefnd, en er kannski sú dýrmætasta fyrir utan mannauðinn. Það er hreina neysluvatnið. Hratt gengur nú á neysluvatnsbirgðir heimsins og fáar þjóðir geta enn státað af að geta boðið hreint drykkjarvatn beint úr vatnslindum án þess að það hafi fyrst þurft að fara í gegnum dýrar hreinsistöðvar. Þetta höfum við nýtt okkur til að framleiða hreinar landbúnaðarafurðir og t.d. bjór sem ekki er framleiddur úr endurunnu skólpi eins og víða þekkist. Í þessu liggja gríðarleg verðmæti til langrar framtíðar. Við skulum passa vel upp á vatnsauðlindina okkar því hún er ekki sjálfgefin eign. Enda hafa hernaðarspekingar lýst því yfir að næsta stórstyrjöld muni snúast um aðgengi að neysluvatni. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Litla-Breiðavatn í Veiðivötnum. Veiðivötn eru vatnaklasi á Landmannaafrétti milli Þórisvatns og Tungnaár, sem samanstendur af allt að fimmtíu vötnum, bæði smáum og stórum. Veiðivatnasvæðið er u.þ.b. 20 km langt og 5 km breitt frá suðvestri til norðausturs. Mörg vötnin eru sprengigígar sem mynduðust í Veiðivatnagosinu 1477. Fjölmörg eldgos hafa orðið á Veiðivatnasvæðinu frá því ísöld lauk, t.d. gosið í Vatnaöldum í upphafi landnámstíðar (um 870) en þá myndaðist landnámsgjóskulagið. Tungnárhraunin, þar á meðal Þjórsárhraunið mikla, eru upprunnin frá Veiðivatnasvæðinu. Mynd / Hörður Kristjánsson Ríkidæmi þjóðar Misræmi í inn- og útflutningstölum frá ESB Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.