Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 45 Í samtölum mínum við fólk víðs vegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuð- borginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landsvæða en þorri lands- manna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerf- inu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna. Íbúar á landsbyggðinni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost að fá lægri flugfargjöld innanlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið undir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í vikunni þegar ég opnaði Loftbrú með formlegum hætti á þjónustuvefnum Ísland.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið. Loftbrú veitir íbúum með lög- heimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuð- borginni. Heilbrigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka möguleika íbúa af lands- byggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu sem til staðar er á suðvesturhorni Íslands. Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum. Lægri flugfargjöld verða liður í að gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðarverð. Þá mun leiðrétting þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem eiga þess kost að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini. Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efst að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægisaðgerða. Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ísland.is auðkennir fólk sig með raf- rænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttar- kóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. LESENDABÁS Óvissa hjá sauðfjárbændum Það er jafnvíst og þegar blámar yfir berjamó þá styttist í að lömb koma af fjalli og sauðfjárslátrun hefjist. Það hefur haldist óbreytt um aldir og svo er enn. Þó eru óvissuþættir sem valda áhyggjum í sauðfjárrækt núna. Það er ekki óvissan sem heimsfaraldur COVID-19 veldur sem er eina óvissan sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir þetta haustið. Afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverð á innleggi frá sauðfjárbændum. Reikna má með því að núna verði miklu minna framboð á lambakjöti á markaði og það lítur út fyrir að það muni nokkur hundruð tonnum. Samdráttur í sauðfjárrækt hefur verið viðvarandi síðastliðinn áratug. Margir bændur hafa horfið úr greininni þar sem afkoma þeirra er ófullnægjandi og mikil óvissa fram undan. Enn eitt haustið vita sauðfjárbændur ekki hvort þeim verði tryggð lágmarksafkoma. Það eru skýr skilaboð sem felast í því að gefa sauðfjárbændum ekki upp kaupverð á afurðum sem eiga að koma til slátrunar í haust. Framsóknarflokkurinn lagði fram á yfirstandandi þingi frumvarp sem felur í sér breytingar á þann hátt að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga er afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu eða annars konar samstarf í þeim tilgangi að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Frumvarpið fékk ekki afgreiðslu og þar með hefur ekki verið unnið í þá átt að að auka líkur á að afurðastöðvar gætu unnið saman með sameiginlegum hags- munum neytenda og framleiðenda. Mikilvægt er að þessar breytingar nái fram að ganga til þess að hægt verði að borga sauðfjárbændum hærra verð fyrir afurðir sínar á kom- andi árum. Auka skal hagræðingu í greininni sem á sama tíma verður að skila sér til bænda. Það er ekki með nokkru móti ásættanlegt að afkoma bænda verði áfram í þessari óvissu og í algjöru lágmarki. Það er ekki lögmál að bændur eigi að lepja dauð- ann úr skel sláturleyfishafanna. Vandi sauðfjárbænda hefur mikið verið í umræðunni og skipuð var nefnd í þeim tilgangi að skoða hvaða úrræði væru í sjónmáli til að laga stöðu sauðfjárbænda. Í þeim viðræðum hefur verið nefnt að það þurfi að kafa ofan í rekstrarum- hverfi afurðastöðva og framkvæma breytingar til þess að styrkja vissu í rekstrarumhverfi sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur eru hornsteinn byggðar í landinu og standa undir því að landið allt sé í byggð. Undirrituð mun leggja sín lóð á vogarskálar til þess að hægt verði að ná fram þeim breytingum sem áður hefur verið farið yfir í þessari grein. Vonast ég til að þeir flokkar sem á Alþingi eru muni leggja sig fram við að aðstoða bændur, þó svo hljómurinn sé oft holur þegar kemur að landbúnaði. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins Halla Signý Kristjánsdóttir. Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is götuskráð ! driflæsing framan og aftan / hátt og lágt drif / rafléttistýri / dráttarkúla / spil / stór dekk / stillanleg fjöðrun Cobalt 550 max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.790.000 iron 450 max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.590.000 iron 450 max Götuskráð tveggja manna Kr. 1.480.000 með vsk.með vsk.með vsk. Mikil umræða hefur verið í sam- félaginu undanfarin ár vegna „jarðasöfnunar“ einstaklinga og félaga hér á landi. Um margra ára skeið hefur verið bent á þær hættur sem fólgnar eru í því að grípa ekki inn í og stöðva þessa þróun. Á lokadögum Alþingis í júní sl. voru samþykkt lög sem er meðal annars ætlað að stöðva slík jarðauppkaup. Þar er einnig kveðið á um að kaupverð jarða verði gefið upp við þinglýsingu kaupsamninga en frumvarpið var unnið að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í samræmi við þær ábendingar sem settar hafa verið fram á undan- förnum árum um neikvæð áhrif jarðasöfnunar tókst að leiða í lög nauðsynleg ákvæði sem hafa það að markmiði að stuðla að því að landbúnaður geti þrifist með eðli- legum hætti. Í því sambandi má nefna að bændur sem eru leiguliðar eru í mikilli óvissu með að þróa sinn rekstur. Þeir eru háðir veðleyf- um frá landeigendum og þannig getur samþjöppun eignarhalds á landi hamlað eðlilegri þróun land- búnaðarins sem atvinnugreinar. Dreift eignarhald á landi er mun líklegra til að þjóna þeim sjálfsögðu þörfum samfélagsins að tryggja fæðuöryggi fólks eins vel og kostur er. Fæðuöryggi er jú einn mikilvægasti hornsteinn sjálf- stæðis þjóða og því er varhugavert að örfáir einstaklingar ráði yfir svo miklu landi að það sé háð duttlung- um þeirra hvort viðkomandi land nýtist samfélaginu til að tryggja fæðuöryggi og þar með sjálfstæði. Ein meginástæða samþjöppunar þeirrar sem orðið hefur á eignarhaldi á landi er að viðkomandi aðilar ásælast ýmis hlunnindi sem fylgja ýmsum jörðum. Í því sambandi hefur mest borið á þeim sem ásælast laxveiðihlunnindi. Einnig er um að ræða ýmiskonar önnur veiðihlunnindi s.s. silungsveiði og skotveiði. Ljóst er að mikil eftirspurn eftir jörðum sem ráða yfir hlunnindum hækkar verð viðkomandi jarða og dregur þar með úr möguleikum þeirra sem vilja stunda búskap að kaupa slíkar jarðir. Þá sérstaklega þeirra sem vilja hefja búskap. Önnur hlunnindi/landgæði sem sóst hefur verið eftir er aðgangur að vatni sem mögulegt er að virkja. Jafnframt hefur ásókn í land sem vel er fallið til ýmiss konar ferðaþjónustu aukist verulega sem og eftirspurn eftir landi þar sem möguleikar eru á vindraforkuverum. Það sem hér að framan hefur verið rakið styður að mínu mati að hömlur eigi að vera á jarðasöfnun og er einnig mikilvægt til þess að halda landinu í byggð og að þau gæði sem landið býr yfir séu nýtt til búsetu og skapi fólki möguleika á lífsviðurværi. Auk framangreinds er ákvæði um að upplýsa skuli verð jarða við eigendaskipti mikilvægt í því sambandi að koma betra skipulagi á fasteignamat bújarða. Þar með skapast möguleiki á því að skattleggja með réttlátari hætti þessar eignir og að landeigendur greiði eðlilega þóknun til nærsamfélagsins fyrir þá þjónustu sem sveitarfélögin bjóða upp á óháð búsetu eigendanna. Það er óréttlátt að eigendur greiði fyrir fasteignamat upp á nokkra þúsundkalla fyrir jarðir sem seldar voru fyrir hundruð milljóna. Ég tel að þetta sé farsælt skref sem hér var stigið og verði til að efla búsetu og ræktun til sveita. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna Farsælt skref í rétta átt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa landsins Sigurður Ingi Jóhannsson. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.