Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202036 UTAN ÚR HEIMI Umbúðirnar skeri sig úr fjöldanum Rannsóknir sýna að neytendur nota mjög lítinn tíma í að gera upp hug sinn um þá vöru sem þeir versla og því er gríðarlega mikil- vægt að hugsanlegir viðskiptavinir fái jákvæða upplifun af umbúðum vara þegar þeir sjá þær fyrst. Hér er því mikilvægt að styðjast við skynjunar markaðssetningu til að ná viðskiptavinum á sitt band. Margir smáir og meðalstórir matvælaframleiðendur bjóða viðskiptavinum upp á að bragða á vörum sínum og tala við viðskiptavini til að ná góðu samtali við þá, hvort sem er heima á hlaði eða á mörkuðum. Margir upplifa að þeir nái í dygga viðskiptavini á þennan hátt. Hjá mörgum eykst framleiðslan í kjölfarið og nýir útsölustaðir eru fundnir til að ná inn nýjum viðskiptavinum. Þá er mikilvægt að beita fyrir sig skynjunarmarkaðssetningu. Það fjallar um hvernig skynfæri okkar eru örvuð og hvernig það hefur áhrif á tilfinningu okkar eða hegðun sem gerist jafnan ósjálfrátt og hvernig hægt er að nýta þá kunnáttu markvisst til að markaðssetja vöru eða þjónustu. Í stórum verslunum hafa framleiðendur ekki sömu möguleika eins og á svæðisbundnum mörkuðum til að ná samtali við viðskiptavininn og sjá hvernig þeir bregðast við og því hafa umbúðir varanna oft og tíðum úrslitaáhrif um val þeirra á vörunni. Umbúðir verða sýningarglugginn Það er að mörgu að huga við góða og grípandi hönnun umbúða sem þarf jafnframt að innihalda upplýsingar um framleiðanda, vöru og eigin­ leika hennar. Því er mikilvægt að umbúð irnar sýni viðskiptavininum að um er að ræða gæðavöru sem er peninganna virði. Rannsóknir sýna að neytendur færa skynjun sína á umbúðum til innihaldsins. Umbúðirnar verða að vera hagnýtar og í réttri stærð fyrir innihaldið. Ef umbúðirnar eru óhagkvæmar eru allar líkur á að neytandinn verði pirraður á því og gangi framhjá vörunni. Mismunandi umbúðir veita ólíka upplifun hjá notendum vörunnar. Þannig fær fólk þá tilfinningu að vörur í glerílátum hafi meiri gæði heldur en í plastumbúðum og notkun á litum eru merki um mismunandi þætti. Dökkir litir, eins og blátt og svart, tengir fólk til dæmis við meiri gæði en aðrir litir. Það sama á við um mattan og þykkan pappa sem er meiri gæðastimpill í hugum fólks heldur en glansandi þynnri útgáfa af sömu umbúðum. Samband við viðskiptavininn Það er mikilvægt fyrir fram­ leiðendur að skera sig úr í fjöld­ anum og þar er ekki nóg að hafa fína hönnun því mikilvægt er að vera trúverðugur í samskiptum. Á umbúðunum verður því að miðla upplýsingum til að byggja upp samband við viðskiptavininn. Þá er mikilvægt að hafa spurningar í huga eins og; af hverju eiga nýir viðskiptavinir að kaupa vör­ una mína? Hvað er það sem gerir vörurnar mínar einstakar? Með þessu óskar framleiðandinn eftir að skapa traust og góða heildarskynjun á vörunni og framleiðandanum. Hér eru því margir þættir mikilvægir, eins og tegund umbúða, val á efni, texti, stærð, gerð leturs, hönnun, litir og merki vörunnar. /ehg – landbruksnytt.no Rannsóknir sýna að neytendur færa skynjun sína á umbúðum til innihalds- ins. Umbúðirnar verða að vera hagnýtar og í réttri stærð fyrir innihaldið. Ef umbúðirnar eru óhagkvæmar eru allar líkur á að neytandinn verði pirraður á því og gangi framhjá vörunni. Mynd / Food Engineering Tré ársins 2020 var útnefnt við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. ágúst og er um að ræða gráreyni (Sorbus hybrida) að Skógum í Þorskafirði og er það í fyrsta sinn sem gráreynitré er útnefnt sem Tré ársins. Upphaflega var haldið að tréð væri silfurreynir (Sorbus intermedia), en nánari skoðun sérfræðinga Skógræktarinnar við athöfnina leiddi í ljós að um grá- reyni var að ræða. Athöfnin hófst á ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands. Sagði hann stuttlega frá trénu, sem vaxið hefur við óblíð veðurskilyrði en þrifist samt – bognað en ekki brotnað. Er tréð því með mikinn karakter. Næstur tók til máls Halldór Þorgeirsson, fulltrúi þjóðarráðs Baháʼí-samfélagsins á Íslandi. Sagði hann frá upphafi ræktunar á Skógum og ræktunarstarfi Baháʼí-samfélagsins þar, en vilji er fyrir því að opna skóginn frekar til heimsókna, til að njóta kyrrðar til íhugunar og efla tengsl við náttúruna. Því næst afhenti Hafberg Þórisson frá Gróðrarstöðinni Lambhaga, sem er styrktaraðili Tré ársins verkefnisins, heiðurskjal og tók Böðvar Jónsson við því fyrir hönd þeirra sjálfboðaliða sem unnið hafa að skógrækt á Skógum. Afhjúpuðu Böðvar og Hafberg því næst skilti sem markar tréð. Skógræktaruppeldisstöð Jochums M. Eggertssonar Í erindi Halldór Þorgeirssonar kom m.a. fram að það hafi verið hug­ sjónamaðurinn og brau tryðjandinn Jochum M. Eggertsson sem hafði komið þarna upp litlu gerði sem hann lýsti 1953 sem „skógræktaruppeld­ isstöð“. Jochum hafði farið utan og leitað sér menntunar í Danmörku. Þar nam hann mjólkurfræði og náði valdi á krefjandi ostagerð, meðal annars Roquefort blámygluosti úr sauðamjólk. Á námsárunum hafði hann einnig komist í snertingu við annað skógarumhverfi. Hann var í tengslum við fremstu fagmenn þess tíma í skógrækt og leit­ aði sér þekkingar hvar sem hana var að finna. Nægir þar að nefna frum­ kvöðla á borð við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra, sem einnig hafði stundað nám í Danmörku, og fyrsta íslenska landslagsarkitektinn, Jón H. Björnsson, sem stofnaði gróðrarstöð­ ina Alaska 1953. Jochum dáði föðurbróður sinn, Matthías Jochumsson, sem, eins og margir vita, fæddist í Skógum og var Jochum kominn á þrítugsaldurinn þegar Matthías kvaddi. Nú í nóvember verður öld liðin frá andláti hans. Ljóst er af ljóðum og skráðum hugleiðingum Matthíasar að hann var tengdur staðnum tilfinningaböndum. Hann fylgdist vel með skóglendinu og var hryggur yfir hnignun þess á hans lífstíð. Jochum gekk ekki alltaf vel að rækta tengsl við nágranna og sam­ tímamenn. Hann gat verið dómharður og fór sínar eigin leiðir. Þar var hann sjálfum sér verstur. Hann var fyrst og fremst knúinn áfram af hugsjón eins og trén sem standa að Skógum bera glöggt vitni um. Í snertingu við boðun Bahá’u’lláh Jochum komst í snertingu við boðun Bahá’u’lláh á fyrstu árum trúarinnar hér á landi og var meðal fyrstu ba­ há’ía. Hjá honum vaknaði sú von að það samfélag hefði skilning á tilgangi ræktunarstarfsins og myndi taka við kyndlinum. Jochum lést 1966, sextán árum eftir að hann hófst hér handa. Í erfðaskrá ánafnaði hann Bahá’í­ samfélaginu Skógajörðina og lýsti þeim vilja sínum að „haldið verði áfram byrjunarverki mínu og ræktunarstarfsemi í Skógalandi“. Árið 1981 hófst bahá’í­samfélagið fyrir alvöru handa við umhirðu þess skógar sem fyrir var og við frekari skógrækt. Í fyrstu var unnið út frá skóginum sem Jochum hafði lagt grunn að en svo færðist áherslan sunnar í landið. Samstarf við Skjólskóga markaði þáttaskil Halldór sagði að það hafi markað þáttaskil þegar samstarf við Skjólskóga komst á 2005. Þá hafi Arnlín Óladóttir skógfræðingur komið til liðs við þau og samstarfið við hana hafi verið gjöfult og farsælt. Hún vann einnig fyrstu kerfisbundnu skógarúttektirnar. „Sunnan við gamla bæjarstæðið hafa verið friðaðir 86 ha innan skóg­ ræktargirðingar. Á síðasta ári var geng­ ið frá samningi við Skógræktina til 40 ára sem byggir á eldri samningi frá 2005 við Skjólskóga. Við höfum einnig gengið til samstarfs við Landgræðsluna undir merkjum Bændur græða landið, sem felur í sér áburðargjöf og sáningu í lítt gróið land.“ Allt unnið í sjálfboðavinnu Sagði Halldór að þetta starf hafi allt verið unnið í sjálfboðavinnu og fjölmargir komið þar að verki. „Hingað hafa einnig komið börn og unglingar, kynnst ræktunarstarfinu og orðið vitni að árangrinum. Ég vil nefna tvö nöfn að þessu tilefni. Björg Karlsdóttir var hér staðarhaldari meðan hún starfaði sem leikskólakennari á Reykhólum. Af öðrum ólöstuðum þá hefur Böðvar Jónsson lyfjafræðingur lyft hér grettistaki. Böðvar mun taka við viðurkenningarskjalinu fyrir hönd allra þeirra sem hér hafa lagt hönd á plóg. Við viljum einnig þakka þeim fjölmörgu sveitungum okkar sem veitt hafa ómetanlega aðstoð í gegnum tíðina,“ sagði Halldór Þorgeirsson. /HKr. Tré ársins 2020 er gráreynir að Skógum í Þorskafirði Tré ársins 2020 að Skógum í Þorskafirði. Mynd / Inga Daníelsdóttir Böðvar Jónsson lyfjafræðingur tók við viðurkenningarskjali fyrir tré ársins 2020. Mynd / Halldór Þorgeirsson Halldór Þorgeirsson flutti ávarp sem fulltrúi þjóðarráðs Baháʼí-samfélagsins á Íslandi. Mynd / Inga Daníelsdóttir SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.