Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202018 HROSS&HESTAMENNSKA FRÉTTIR Áhættumat erfðablöndunar útskýrt Valdimar Ingi Gunnarsson birti grein um Áhættumat erfðablönd­ unar í Bændablaðinu þann 27. ágúst og af því tilefni teljum við hjá Hafrannsóknastofnun nauðsyn­ legt að skýra út í almennum orðum hvernig áhættumat erfða blöndunar er notað sem stjórn tæki til að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villt­ um nytjastofnum af völdum eldis á frjóum Atlantshafslaxi í sjó. Áhættumat erfðablöndunar er tví­ þætt, annars vegar líkan sem reiknar áætlaðan meðaltalsfjölda storkulaxa sem ganga í hverja laxveiðiá og hins vegar vöktun í veiðiám og öðrum ám til að spá fyrir um fjölda eldislaxa í göngum ár frá ári. Miðað er við að fjöldi eldislaxa fari ekki yfir 4% af fjölda göngulaxa og var það viðmið tekið í samráði við færa erlenda sérfræðinga á sviði erfðablöndunar. Erfðablöndun yrði við slíkt innstreymi mun lægri vegna minni tímgunargetu eldislaxa. Út frá fyrrnefndum vöktunar­ gögnum ásamt nýjustu gögnum úr ritrýndum rannsóknum er síðan líkanið leiðrétt með reglubundnum hætti, eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Áhættumat sem stjórntæki Á grundvelli þess gerir Haf­ rannsókna stofnun síðan tillögu til ráðherra um það magn frjórra laxa sem heimila skal að ala í sjó hverju sinni á tilteknu hafsvæði, og getur sú tillaga falist í minnkun, óbreyttu magni eða aukningu eldis eftir því sem niðurstöður gefa tilefni til. Því má segja að stýring fiskeldis á Íslandi, í þá veru að lágmarka spjöll á villtum nytjastofnum, sé svokölluð forvarnarlausn (e. front­ end solution) en ekki viðbragðslausn (e. end­of­the­pipe solution). Ráðleggingar byggja því á hvernig fiskeldisfyrirtæki hafa staðið sig við að lágmarka strok frjórra eldislaxa úr eldinu og er því jákvæður hvati til fyrirtækja að nýta ávallt bestu aðferðir við eldi í sjó sem tryggja að strok haldist í lágmarki. Vöktunaraðferðir Þær aðferðir sem notaðar eru til að meta fjölda eldislaxa er þríþætt: 1. Vöktun með Árvaka. Í ám næst eldissvæðum og í vísiám í hverjum landshluta er komið fyrir Árvaka sem er búnaður sem tekur myndband af hverjum fiski sem syndir upp (eða niður) ána. Út frá mynd má greina hvort um er að ræða eldisfisk eða náttúrulegan fisk í rauntíma. Stefnt er að því að 12 vatnsföll verði vöktuð með þessum hætti. Hægt er að fylgjast með gögnum á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. 2. Arfgerðagreining á grunuðum eldislöxum sem veiðast í ám. Allir grunaðir eldislaxar eru til­ kynntir til veiðifélags, Fiskistofu og Hafrannsóknastofunar. Þessir fiskar eru arfgerðagreind­ ir og bornir saman við gagna­ grunn yfir alla hænga sem not­ aðir hafa verið í íslensku eldi. Faðernis greiningin gefur kost á því að rekja þessa strokulaxa til eldisfyrirtækja og kvíastæðu. Í heild hafa nú 18 eldisfiskar verið greindir, þar af 15 með þekktan uppruna, einn lax lík­ lega úr íslensku eldi og tveir úr eldi erlendis. Þar sem veiði álag er um 50% í íslenskum ám er því áætlaður samanlagður heildar­ fjöldi eldislaxa í íslenskum ám 2018 og 2019 sé um 30. Enn er beðið eftir tilkynningum um eldislaxa á yfirstandandi ári en þær hafa verið fáar fram að þessu. 3. Rafveiðar á seiðum úr um 20 ám. Leitað er eftir eldisseiðum eða blendingum. Fram að þessu hafa ekki fundist seiði með eldisuppruna í íslenskum laxveiðiám. Með þessum aðferðum telur Haf­ rannsóknastofnun að gott mat fáist á fjölda strokulaxa sem ganga í laxveiðiár og telur ekki að frekari aðgerða, svo sem köfun í ám, sé þörf. Ritrýni áhættumats Áhættumatið hefur verið sent til samráðsnefndar vísindamanna á sviði fiskifræði og stofnerfðafræði eins og tilgreint er í 24. gr. laga nr. 101/2019. Að mati nefndarinnar var það talið heppilegt að Hafrannsóknastofnun skuli hafa hugað gaumgæfilega að þessu viðgangsefni með þessum hætti. Vísindanefndin telur líkanið um erfðablöndun nýstárlegt og nytsamlegt til þess að leggja mat á áætlaðan fjölda laxa sem kunni að sleppa út í náttúruna og finna sér leið upp í ár. Þó að breyturnar í líkaninu séu háðar óvissu, eru þær stikaðar með gildum úr fræðiritum og/eða viðeig­ andi heimildum. Nefndin benti á mögulegar umbætur á líkan inu, m.a. fínstillingu nokkurra breyta. Tillit verður tekið til þess í næstu endur­ skoðun áhættumatsins. Þess ber að geta að áhættu­ matslíkanið hefur verið tekið upp af Fisheries and Ocean Canada (Hafrannsóknastofnun Kanada) við skoðun á áhrifum eldis við strendur Nýfundnalands og er í vinnslu fyrir Nova Scotia. Um notkun áhættu­ mats við strendur Nýfundnalands var skrifuð ritrýnd vísindagrein í tímaritið Aquaculture Environmental Interactions í febrúar á þessu ári. Bradbury, Ian R.; Duffy, Steve; Lehnert, Sarah J.; et al Model­based evaluation of the genetic impacts of farm­escaped Atlantic salmon on wild populations. Aquacult Environ Interact Vol. 12: 45–59, 2020 Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun. NYTJAR HAFSINS Friðþjófur Árnason, starfsmaður Hafró, við rafveiðar. Ragnar Jóhannsson. Erlendir ríkisborgarar sinntu 48,6% starfa í ferðaþjónustu á Suðurlandi á síðasta ári: Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019 – Meðallaunin í ferðaþjónustu á Suðurlandi voru 498 þúsund á mánuði, eða 15% lægri en að meðaltali í öðrum atvinnugreinum Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífinu á svæðinu með sér­ staka áherslu á ferða þjónustuna. Þar kemur skýrt fram hvað vægi ferðaþjónustu óx gríðarlega á Suðurlandi frá 2008 til 2019, eða úr 7% að meðaltali í 18,1%. Um miðjan mars 2020, þegar ljóst var að COVID­19 myndi hafa mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf á Suðurlandi, hófust Samtök sunnlenskra sveitarfé­ laga (SASS) handa við að greina möguleg áhrif sem COVID­19 gæti valdið. Frá þeim tíma hefur stór hluti verkefna þróunarsviðs SASS snúist um mótvægisaðgerð­ ir og stuðning við atvinnulíf á Suðurlandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustuna, sem hefur verið í miklum ólgusjó það sem af er ári. Rúmlega 55% nýrra starfa varð til í ferðaþjónustu Störfum í heild fjölgaði mikið á Suðurlandi á tímabilinu 2012 til 2019, eða um 3.491 einstakling í aðalstarfi. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 1.937, eða 55,4% allra nýrra starfa. Íbúum fjölgaði á sama tíma um 4.834. Um 13% fyrirtækja á Suðurlandi störfuðu í ferðaþjónustu á árinu 2019. Rúmlega helmingur starfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu Í þeim sveitarfélögum þar sem vægi ferða þjónustunnar er hvað hæst er mest fjölgun aðalstarfa á milli ára. Ferðaþjónustustörfum fjölgaði sem dæmi um 634% á milli áranna 2009– 2019 í Mýrdalshreppi. Árið 2019 var rúmlega helmingur aðalstarfa í Mýrdalshreppi í ferðaþjónustu, eða 52,3%. Árið 2009 var hlutfallið þar 15,3%. Næsthæst, árið 2019, var hlutfallið í Skaftárhreppi, 51,1%. Lægst, árið 2019, var hlutfallið í Ölfusi, 10,3%. Nær helmingur starfsmanna kemur frá útlöndum Þessari miklu aukning í ferða þjónustu hefur verið mætt að verulegu leyti með erlendu vinnuafli. Þannig voru 41% ársverka erlendra ríkisborgara á Suðurlandi á árinu 2019 í ferðaþjón­ ustu. Ársverk í ferðaþjónustu voru 3.124 á árinu 2019. Þar af voru er­ lendir ríkisborgarar 1.517 (48,6%) og íslenskir ríkisborgarar 1.607 (51,4%). Hlutfall erlendra ríkisborgara af öllu atvinnulífinu á Suðurlandi er 21,4%. Um 79% tekna atvinnugreina í Mýrdalshreppi kom úr ferðaþjónustu Hlutfall rekstrartekna í ferðaþjónustu af heildar rekstrartekjum allra atvinnugreina á Suðurlandi á árinu 2018 var 17% á Suðurlandi. Hæst var hlutfallið í Mýrdalshreppi, 78,7% og þar á eftir í Skaftárhreppi, 55,1%. Lægst var hlutfallið í Vestmannaeyjum, 3,9%. 15% lægri meðallaun í ferðaþjónustu en öðrum greinum Ferðaþjónustan skapar 18,8% starfa á Suðurlandi og 16% launa. Heildarlaun í ferðaþjónustu 2019 voru tæpar 16 milljarðar króna. Meðallaun í þessari grein á Suðurlandi voru 423 þúsund krónur á mánuði árið 2019, eða um 15% lægri en meðallaun almennt á Suðurlandi á sama tíma. Hæst meðallaun í ferðaþjónustu voru í Vestmannaeyjum, eða 513 þús. á mánuði. /HKr. Í Vík í Mýrdal hefur verið mjög mikil uppbygging í ferðaþjónustu á síðustu árum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.