Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202022 UTAN ÚR HEIMI Norskir bændur hvetja til landbúnaðar í þéttbýli Samvinnufélag bænda í Noregi, Felleskjøpet, hyggst nú feta slóðir í að hvetja til meiri land­ búnaðarframleiðslu í þétt býli. Á dögunum keypti félagið 51 prósents hlut í fyrirtækinu U.Reist sem hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum undanfarin ár til að þróa landbúnað í borgum og bæjum. Markaðurinn fyrir þéttbýlan landbúnað eykst sífellt í Noregi og áhugi á mat sem fólk ræktar sjálft og er svæðisbundið er orðið mjög vinsælt. Nú þegar hefur Felleskjøpet hrint af stað nokkrum verkefnum sem snúa að ræktun á þéttbýlum svæðum. Félagið og U.Reist-fyrirtækið hafa starfað saman undanfarin ár að nokkrum verkefnum og hafa meðal annars þróað deililandbúnaðarsvæði á tveimur stöðum nálægt Osló sem eru eins konar skólagarðar fyrir almenning. Vinsældir matvæla sem ferðast um stuttan veg hafa verið miklar undanfarin ár og eftir að kórónukrísan skall á hefur það aukist enn frekar. Nú sjá fyrirtækin að verktakar og sveitarfélög eru sífellt að koma meira inn í hugmyndafræðina, til dæmis með grænum þökum í borgunum. /ehg – Bondebladet Alpakka-dýr eru suður-amerísk húsdýr af úlfaldaætt. Þau eru af ættkvíslinni Vicugna. Dýrin eru náskyld lamadýrum og eru ræktuð vegna ullarinnar. Noregur: Vinsældir göngutúra með alpakka-dýrum aukast Náttúruleg búsvæði alpakka­dýra er í Andes fjöllunum í Perú í Suður­Ameríku en í Noregi eru um þrjú þúsund al pakkadýr og vekja þau jafnan áhuga heimamanna og ferða manna. Nú hafa nokkrir bændur séð tækifæri í að bjóða upp á gönguferðir með kameldýrunum, sem njóta mikilla vinsælda. Um er að ræða hálftíma göngutúra þar sem hver og einn þátttakandi fær sitt dýr til að ganga með. Á bænum Smedsrud í Sørum er uppbókað í allar alpakka-göngu- ferðir sumarsins og nú vinna eigendur sveita- bæjarins að því að þróa þennan nýja möguleika enn frekar. Hugmynd bænd anna í byrjun með að fá sér slík húsdýr var til að halda skógi í skefjum og viðhalda menningarlands- laginu. Einnig hafa margir alpakka- bændur í Noregi búið til garn úr feldi þeirra. Nú hafa alpakkaupplifanir tekið við, svokallaðar gönguferðir með dýrunum, en loftslagið í Noregi passar einkar vel fyrir þessa tegund dýra. Alpakkadýrin ganga úti á sumrin og á veturna geta þau gengið út og inn eins og þau vilja. Þetta eru félagslegar skepnur en hafa í raun ekki mikinn áhuga á strokum eða klappi og náttúrulegt eðli þeirra er að vera í örlítilli fjarlægð frá fólki. Þetta eru góðar skepnur og forvitnar svo þau geta jafnframt sótt í að koma nálægt fólki. Dýrin hafa marga góða eiginleika eins og að þau kasta alltaf snemma dags þegar er gott veður og eftir að nýr kálfur hefur litið dagsins ljós kemur annað dýr úr flokknum sem bregður sér í eins konar ljós- móðurhlutverk fyrir það. Þau eru umhyggjusöm og passa upp á hvað annað og telja bændurnir að róandi nálægðin við dýrin og náttúruna geri vinsældir gönguferða með þau svo vinsæla sem raun ber vitni. /ehg - Bondebladet Það fór greinilega vel á með Erlu Hjördísi Gunnars- dóttur blaðamanni og þessu alpakka-dýri sem hún heilsaði upp á Noregi. Bænda 24. september Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi: Mun byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju fyrirtækisins sem verður sú umhverfisvænsta sinnar tegundar í heiminum. Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju sem staðsett verður í Magnor, rétt við sænsku landamær­ in. Verksmiðjan og umhverfi henn­ ar hafa fengið nafnið „The Plus“ og verður hafist handa í haust við bygginguna. Danski arkitektinn Bjarke Ingels á veg og vanda að hönnun en hann hefur meðal annars hannað höfuðstöðvar Google-fyrirtækisins í Kaliforníu. Verksmiðja Vestre-fyrirtækisins verður fyrsta iðnaðarbyggingin í Noregi sem fær allra hæstu umhverfis- vottun sem hægt er að ná þar sem vélmenni og sjálfkeyrandi flutninga- bílar verða notaðar við framleiðsluna sem keyrir á endurvinnanlegri orku. Verksmiðjan mun hafa helmingi minni losun gróðurhúsalofttegunda en sam- bærileg verk efni. Fjár fest ingin, upp á 300 milljónir norskra króna, er sú langstærsta í norskri húsgagnafram- leiðslu til margra ára. Reiknað er með að í nýju verksmiðjunni skapist um það bil 70 ný störf. Brú milli kynslóða Vestre framleiðir útihúsgögn fyrir hið opinbera og hefur fyrirtækið vaxið hratt undanfarin ár eftir að þeir hófu útflutning á vörum sínum. Með nýju verksmiðjunni vilja forsvarsmenn fyrirtækisins sýna nýja mynd af því hvað iðnaður getur verið. Um leið og ný störf munu skapast er stefnt á enn frekari vöxt fyrirtækisins um leið og hugað er að umhverfinu. Fyrirtækið stefnir á að skapa brú á milli iðnaðar og Grétu Thunberg- kynslóðarinnar. Verksmiðjan verður nýstárleg á margan hátt þar sem verða stórir sex metra háir gluggar, engar girðingar verða umhverfis hana og ætlunin er að byggja flotta byggingu til að laða að yngra fólk til starfa. Nemendum skóla verður boðið að koma í heimsókn og frá þaki verk- smiðjunnar getur fólk horft niður á framleiðsluna í gegnum risastóran glugga. /ehg – nrk.no Verksmiðjan verður mjög nýstárleg. Frá þaki nýju byggingarinnar geta gestir og gangandi horft í gegnum risastóran þakglugga á það sem fram fer innandyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.