Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 43 í einhverjum mæli til berjafram- leiðslu. Áfeng bláberjasaft var hluti af mat- arskammti hermanna Norðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni, 1861 til 1865. Á áttunda áratug 19. aldar var farið að sjóða niður bláber til að auka geymslu- og flutningsþol þeirra. Árið 1908 hóf bandaríski grasa- fræðingurinn Frederick Vernon Coville, uppi 1867 til 1937, að rann- saka og gera tilraunir með ræktun bláberja í samvinnu við Elizabeth White, uppi 1871 til 1954. Coville var um tíma yfirgrasafræðingur Landbúnaðarstofnunar Banda- ríkjanna og stjórnandi þjóðar- trjásafns ríkjasambandsins. Auk þess að vera höfundur fjölda bóka um grasafræði og grasnytja indíána var Coville stjórnarformaður National Geographic Society í mörg ár. White var sérfræðingur í ræktun nytjaplanta og dóttir landeiganda sem ræktaði trönuber í stórum stíl. Coville og White voru fyrst til að benda á nauðsyn súrs jarðvegs fyrir bláber og að plantan væri ekki sjálffrjóvgandi og saman tókst þeim með bættum ræktunaraðferðum að tvöfalda stærð berja í ræktun. Sagan segir að liður í kynbóta- starfi White hafi verið að biðja Indíána að færa sér öll ber sem þeim fannst óvenjulega stór og hún hafi einungis tekið fræ til ræktunar úr berjum sem ekki komust í gegnum giftingarhring hennar. Ef berin voru óvenju stór gerði hún sér ferð til að sækja græðlinga af runnunum sem þau uxu á. Snemma á fjórða áratug síðustu aldar fylgi Stanley Johnson, uppi 1898 til 1969, prófessor í garðyrkju við Michigan Agricultural College í kjölfar Coville og White og hóf til- raunir með ræktun á bláberjum. Stór svæði í kringum Michigan-vatn þóttu ónothæf til ræktunar vegna þess að jarðvegurinn var ófrjósamur og súr. Jarðvegurinn hentaði því bláberja- runnum ágætlega og var Michigan- ríki lengi stærsti ræktandi bláberja í Banda ríkjum Norður-Ameríku, eða þar til Washington-ríki tók fram úr því. Þrátt fyrir þetta er það borgin Hammonton í New Jersey sem ber heitið bláberjahöfuðborg heimsins og þar í borg er árleg bláberjahátíð. Samkvæmt hefð er 28. apríl banda- ríski bláberjakökudagurinn og 11. júlí bláberjamúffudagurinn. Afbrigði og yrki í ræktun skipta hundruðum. Þrátt fyrir að einhver munur sé á stærð og bragðgæðum ólíkra yrkja eru þau aðallega flokkuð eftir því hversu snemmsprottin þau eru. Dæmi um snemmsprottin yrki eru 'Duke', 'Patriot', 'Reka' og 'Spartan'. Miðlungsfljótsprottin yrki eru til dæmis 'Bluecrop', 'Blu-ray', 'KaBluey' og 'Northland'. Yrkin 'Aurora', 'Darrow' og 'Elliott' eru aftur á móti seinsprottin. Í suðurríkjum Bandaríkjanna hefur blendingur af V. corymbosum og V. darrowii gefið góða raun í ræktun. Ræktun á amerískum bláberjum hófst í Evrópu um 1930. Stjörnuber Andans mikla Við þroska berjanna mynda bikar- blöð blómanna fimm arma stjörnu á efri enda þeirra. Samkvæmt þjóðtrú Indíána Norður-Ameríku er stjarnan tákn þess að hinn Mikli andi hafi fært þeim ber til að sefa hungur barna á harðindatímum. Aðrir segja að stjarnan líkist auga kanínu og þaðan er heiti á vinsælu yrki í ræktun, 'Rabbiteye', komið. Indíánar nýttu plöntuna til lækn- inga. Te sem sagt var gott fyrir blóðið var soðið úr blöðum og rótum og blá- berjasafi drukkinn til að stilla hósta. Safinn var og er enn notaður til að lita klæði og körfur. Berin voru þurrkuð til geymslu og notuð til að bragðbæta mat, súpur og kássur. Muldum berj- um var einnig nuddað í kjöt sem krydd áður en það var þurrkað til geymslu. Nafnaspeki Ættkvíslarheitið Vaccinium er mögulega dregið af gríska orðinu Hyacintos sem er heitið á spartneskri hetju og elskhuga guðsins Apollo. Tegundarheitið corymbosum vísar aftur á móti til þess að berin vaxi mörg saman í klasa. Á ameríku-ensku á plantan sér nokkur samheiti, eins og blue huckleberry, tall huckleberry, swamp huckleberry, high blueberry og swamp blueberry. Frakkar kalla hana og berin myrtille‎ og bleuet, Spánverjar arandano americano‎ en Finnar pensasmustikka. Í Svíþjóð er talað um amerikanskt blåbär‎ en í Danmörku amerikansk blåbær‎. ‎Á Íslandi kallast plantan amerísk blá- berjaplanta eða einfaldlega bláber. Nytjar Amerísk bláber innihalda 14% kol- vetni, 0,7% prótein, 0,3% fitu og 84% vatn. Í þeim er lítið af vítamínum og í 100 grömmum af berjunum eru um 57 kaloríur. Berin eru sæt á bragðið en missúr eftir afbrigðum, yrkjum og efna samsetningu jarðvegsins sem þau vaxa í. Bláberja er neytt ferskra eins og sér eða út á skyr og morgunkorn, úr þeim er búin til sulta og sósa og þau eru höfð í kökur og brauð. Auk þess sem úr þeim er bruggað bláberjavín. Nauðsynlegt er að skola berin vel fyrir neyslu þar sem við ræktun þeirra er í flestum tilfellum notaður talsverður efnahernaður gegn óværu sem kann að sækja að plöntunum og aldinum þeirra. Plantan er notuð sem puntplanta í görðum þar sem aðstæður henta og sem kerplanta. Ræktun Plantan dafnar best í rökum, en ekki blautum, og súrum jarðvegi með pH 4,5 til 5,5. Þolir ekki mikla köfnunarefnisgjöf. Klippa skal burt kal á hverju vori og gott er að fjarlægja gamlar greinar á nokkurra ára fresti til að örva nývöxt. Einnig er gott að nota hey sem þekju í beð umhverfis runnann. Þar sem plantan er ekki sjálffrjóvgandi þarf tvö yrki sem frjóvgast saman til að myndi ber. Yfirleitt fjölgað með græðlingum. Uppskera á amerískum bláberjum í stórræktun er að mestu vélvædd og eru berin annaðhvort hrist eða burstuð af runnunum í safnpoka og laufi og smágreinar blásnar burt fyrir pökkun. Amerísk bláber á Íslandi Í dálki í Mánudagsblaðinu árið 1978, sem kallast Úr einu í annað, segir að flestar matvöruverslanir hafi á boðstólum amerísk bláber, afar góð og furðulega billeg. Í framhaldinu segir svo: „Hótelin eru sein á sér að vanda og hafa þau ekki á boðstólum og veitir þó ekki af að auka fjölbreytnina þar.“ Áhugasamir ræktendur hafa reynt fyrir sér með ræktun amerískra bláberjaplantna hér í talsvert mörg ár og mörgum tekist það ágætlega. Plantan er almennt skálaplanta sem þrífst illa utandyra og gefur sjaldan ber úti þótt þar geti verið undantekningar á. Utandyra hentar plantan í potti eða ker yfir hásumarið sem setja má inn í kalt gróðurhús yfir veturinn. Meðal yrkja sem reynd hafa verið eru 'Northland' sem gefur meðalstór og sæt ber og er líklega harðgerðasta yrkið hér, 'Earlyblue', sem myndar aldin snemma, og 'Reka', 'Patriot' og 'Toro' sem þroska berin á miðju sumri. Bláber eru sælgæti. Grasafræðingarnir Fredrerick Vernon Coville og Elizabeth White voru fyrst til að benda á nauðsyn súrs jarðvegs fyrir bláber og að plantan vær ekki sjálffrjóvgandi og saman tókst þeim með bættum ræktunaraðferðum að tvöfalda stærð berja í ræktun. Myndin er tekin árið 1916. Uppskera á amerískum bláberjum í stórræktun er að mestu vélvædd og eru berin annaðhvort hrist eða burstuð af runnunum. Óskum e�ir landi sem hentar vel �l ræktunar e�irfarandi skógargerða: - Asparskóga; ríkt graslendi og annað frjósamt land, t.d. framræst land og lúpínubreiður - Birkiskóga; flestar landgerðir - Greni- og furuskóga; mólendi og melar - Lerkiskóga; mólendi og melar norðan- og austanlands Óskað er e�ir löndum með viðunandi aðgengi �l plöntunar, að veðurfar hen� trjárækt, að hægt sé að koma við jarðvinnslu og að ekki sé hæ�a á ágangi bú�ár. Lönd um allt land eru áhugaverð. Stærð samhangandi ræktunarlands helst yfir 100 hektara og það þarf að liggja fyrir að það fáist samþykkt í skipulagi sem skógræktarland og að framkvæmdarleyfi fáist. Það er markmið Kolviðar að gróðursetning í samhangandi ræktunarland eigi sér stað innan fimm ára. Óskað er e�ir að áhugasamir landeigendur sendi tölvupóst á kolvidur@kolvidur.is eða hafi samband í síma 551-8150. Markmið Kolviðar er binding kolefnis í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Sjóðurinn vinnur að þessu markmiði með því m.a. að: a. Gefa fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum tækifæri til þess að binda kolefni er vegur á móti losun þeirra. b. Fjármagna aðgerðir til bindingar kolefnis með landgræðslu og skógrækt. c. Stuðla að verndun jarðvegs og gróðurs. d. Stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda. e. Draga úr heildar losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Kolviður óskar e�ir leigu á landi �l skógræktar Bláberjakaka. Ungur bláberjarunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.