Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202042 Berjaspretta hefur verið ágæt það sem af er hausti víðast á landinu en að þessu sinn er ekki ætlunin að fjalla um innlend ber þótt áhuga- verð séu. Amerísk bláber njóta mikilla vinsælda hér og algeng í verslunum stóran hluta ársins. Ólíkt villtu íslensku blá berjalyngi, sem er lágvaxið, vaxa amerísk blá- ber á runnum sem geta orðið allt að fjögurra metra háir. Bláber eru ein af fáum náttúrulegum fæðum í heimi sem eru blá á litinn. Samkvæmt áætlun FAOSTAD, Tölfræðideild Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, voru ræktuð til framleiðslu um 596,813 tonn af bláberjum í heiminum árið 2017 og er þá bæði átt við ber sem komu af jarðlægum og runnakenndum plöntum. Þessar tölur eiga eingöngu við ber sem framleidd eru í atvinnuskyni og koma fram í opinnberri tölfræði. Fyrir utan það eru leyst til manneldis mikið magn villtra bláberja og bláberja sem ræktuð eru í heimagörðum sem hvergi koma fram. Í tölum FAOSTAD segir að mest sé ræktað af bláberjum í Bandaríkjum Norður-Ameríku, 236.621 tonn. Kanada er í öðru sæti með 160,246 tonn, Perú í því þriðja með 52.301 tonn og síðan Mexíkó og Spánn, en bæði lönd framleiddu um 36.000 tonn árið 2017. Ræktun á amerískum bláberjum hefur aukist jafnt og þétt í Kína undanfarin ár. Bláber eru ekki flokkuð ein og sér heldur með öðrum berjum í innflutningstölum Hagstofunnar og því ekki hægt að sjá þar hversu mikið er flutt inn af þeim á ári. Innflutningur á þeim hefur þó án efa aukist talsvert undanfarin ár þar sem berin eru mun algengari í verslunum núna en fyrir nokkrum árum. Ættkvíslin Vaccinium Rúmlega 400 tegundir tilheyra ættkvíslinni Vaccinium sem er af lyngætt. Skyldleiki tegunda innan ættkvíslarinnar er flókinn og ekki alltaf ljós þar sem ólíkar tegundir geta hæglega æxlast saman og heldur ekki alltaf ljóst hvort um tegund, staðbrigði eða blendinga er að ræða. Auk þess sem til eru margir manngerðir blendingar og yrki. Ólíkar tegundir finnast víða um heim en aðallega á norðurhveli, þó eru undantekningar á því og til tegundir innan ættkvíslarinnar sem vaxa á Madagaskar og teljast innlendar. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru jarðlægar eða runnar sem geta náð fjögurra metra hæð. Einstaka tegundir sem vaxa í hitabeltinu eru ásætur sem vinna vatn og næringu úr andrúmsloftinu en flestar lifa í sambýli með svepprótum. Stönglar Vaccinium-tegunda eru yfirleitt trjákenndir, blöðin leðurkennd viðkomu, lítil egg- eða lensu laga, dökk- eða blágræn og flestar tegundir með áberandi blaðæðum. Blómin oft litla bjöllur með löngum frævum og fræflum. Aldinið sem er ber myndast í blómbotninum og er hólfaskipt og með mörgum fræjum. Yfirleitt rauð eða blá. Tegundum innan ættkvíslarinnar Vaccinium er skipt í lág- og hárunna. Íslenskt bláberjalyng er til dæmis lágvaxið en amerískir bláberjarunnar geta orðið allt að fjögurra metra háir. Vegna kynbóta og framræktunar eru ber af ræktuðum yrkjum töluvert stærri en ber af villtum tegundum. Amerísk bláber Algengasta tegundin af Vaccinium hárunna í ræktun er V. corymbosum, sem er harðgerður lauffellandi og breiðvaxinn runni sem getur náð tæplega fjögurra metra hæð en yfirleitt haldið í um eins og hálfs metra hæð í ræktun. Blöðin grænglansandi, egg- eða lensulaga, oddmjó og um fimm sentímetrar að lengd. Plantan er með trefjarót sem liggur fremur grunnt og rótaskot algeng. Hversu víðfeðm rótin er fer eftir þéttleika jarðvegsins en að öllu jöfnu liggja endaræturnar svipað langt frá miðju runnans og ystu blöð. Blómin eru mörg saman í hnapp, hvít eða bleik, bjöllulaga, um tæpur sentímetri að lengd og myndast á annars árs sprotum. Plantan er ósjálffrjóvgandi og sjá hunangsflugur að mestu um frjóvgun hennar. Aldinin geta verið frá hálfum í rúman einn og hálfan sentímetra í þvermál og eru lítillega flatvaxin og sæt á bragðið. Fær á sig fallega rauða, gula og appelsínugula haustliti. Bláber lifa í sambýli með rótarsveppum sem hjálpa þeim við upptöku næringarefna úr jarðvegi. Samlífið er plöntunni svo mikilvægt að eftir að ræktun hennar hófst í Síle fór hún ekki að bera árangur fyrr en búið var að smita jarðveginn í kring með réttum rótarsveppum. Uppruni og saga Elsta þekkta eintak af Vaccinium tegund eru tvo steingerð fræ af útdauðri tegund sem komu upp með borkjarna úr borholu sem var verið að taka í Pólandi. Aldur fræjanna er áætlaður á bilinu 16 til 11 milljón ár. Tegundin V. corymbosum finnst villt í austanverðu Kanada og meðfram austurströnd Bandaríkjanna Norður-Ameríku allt suður til Flórída og Texas. Tegundin hefur einnig gert sig heimakomna í náttúrunni víða í Evrópu, Japan og á Nýja-Sjálandi út frá ræktun. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa nýtt berin frá ómunatíð og sama gerðu innflytjendur frá Evrópu og öðrum heimsálfum eftir komu þeirra til álfunnar. Talið er að innfæddir og fyrstu innflytjendurnir hafi ræktað berin til eigin nota en það var ekki fyrr en eftir miðja 19. öld að farið var að rækta plöntuna HELSTU NYTJADÝR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Bláber eru ein af fáum náttúrulegum fæðum í heimi sem eru blá á litinn. Bláber Latneska tegundarheitið corymbosum vísar til þess að berin vaxa mörg saman í klasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.