Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 23 Alvarlegt ástand er nú í Frakklandi og Þýskalandi vegna viðvarandi þurrka­ tímabils framan af sumri en í ágúst­ mánuði tók ekki betra við þegar þrumu veður og flóð geisuðu yfir fjöl­ mörg lönd í Evrópu. Þriðja árið í röð þorna árfarvegir upp og korn grær ekki en í báðum löndunum eru nú strangar reglur um notkun á vatni. Júlímánuður var sá heitasti í Frakk­ landi síðan árið 1959 með miklum skorti á rigningu. Hitastig frá janúar til júlí var það heitasta síðan mælingar hófust. Í ágúst fylgdi síðan þrumuveður og flóð á Normandí­ svæðinu og hafði mikil áhrif á sam­ göngur. Á nokkrum klukkustundum mældist úrkoma frá 28 mm og upp í 60 mm. Ástandið er síst betra í Þýskalandi en þar var þurrasta vor í yfir 100 ár. Í júlí rigndi 40 prósent minna en í venjulegu ári. Í stórum hluta Evrópu hafa ekki verið viðlíka þurrkar undanfarin þrjú ár á um 250 ára tímabili. Sérfræðingar segja að bæði í Frakklandi og Þýskalandi sé fólk nú að upplifa versta þurrka­ tímabil síðan árið 1766. Takmarka vatnsnotkun Í bæði Þýskalandi og Frakklandi voru á tímabili settar á takmarkanir á vatnsnotkun en í Frakklandi átti þetta við um 78 af 95 fylkjum landsins. Á sama tíma gáfu stjórnvöld tilslakanir á umhverfislögum til að hjálpa 450 þúsund bændum sem urðu fyrir áhrifum vegna þurrkanna. Í Þýskalandi eru nú í gildi strangar reglur um hvenær fólk geti vökvað garða sína og á Sachsen­svæðinu deyr eldisfiskur vegna súrefnisskorts því vatn hverfur smám saman úr uppeldisstöðvunum. Í kringum 250 eldisfyrirtæki eru í miklum vanda stödd á svæðinu en vatnið lækkar um tvo sentímetra á dag. Á þessu svæði hefur eldisiðnaður verið stundaður frá miðöldum en nú óttast menn að þessi grein muni þurrkast út. Skuggalegar hliðar loftslagsbreytinga Þar að auki hefur þetta viðvarandi þurrkatímabil komið hart niður á korn­ og vínuppskeru og þar af leiðandi bændum sem stunda slíka ræktun. Fréttamiðillinn Farmers Weekly áætlar að kornframleiðsla í Evrópu á þessu ári verði 13 prósentum minni en í venjulegu árferði. Vegna nægilegrar uppskeru í Rússlandi, Kanada og Ástralíu verður ekki skortur á korni í heim­ inum. Sérfræðingar óttast að miklar breytingar gætu verið í vændum Sérfræðingar óttast að þurrkar síðustu ára sé einungis viðvörun. Útreikningar úr umhverfisverkefni franska umhverfisráðuneytisins sýna að miklar breytingar séu í vændum. Næstu 50 ár er áætlað að hitastig muni hækka á bilinu 1,4 til 3 gráður. Á sama tíma er reiknað með að úrkoma minnki um 16 til 23 prósent. Vatnsrennsli í árfarvegum mun lækka um 10 til 40 prósent. Methiti í Dauðadalnum í Kaliforníu Nýlega mældist 54,4 stiga hiti í Dauðadalnum (Death Valley) í Kaliforníu í Bandaríkjunum en þetta er með hæstu mælingum sem mælst hafa á jörðinni. Mældist hitinn í þjóðgarðinum Furnace Creek á svæðinu. Ef mælingin er rétt er þetta hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni síðan 1913 og hæsta hitastig nokkurn tíma í ágúst. Fyrri mæling átti sér stað í Dauðadalnum árið 1913 en þá mældist þar 56,7 gráðu hiti, en óvissa er um áreiðanleika mæl­ ingarinnar fyrir 107 árum síðan. /ehg – nrk.no Tæki til á lager og fleiri á leiðinni! HiSpec SA-R 2600 - Verð: 4.349.000 + vsk Hugum að hausti Sími 480 5600 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5610 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum - 11.800L - 11.000L dæla - 8” barki - Sjálfvirkur áfyllibúnaður - Dekk: 800/65 R32 Kort frá franska umhverfisráðuneytinu sem birtist 20. ágúst síðastliðinn. Hér má sjá takmarkanir við notkun á vatni þar sem á rauðu svæðunum voru innleiddar ströngustu reglurnar. Frakkland og Þýskaland: Mestu þurrkar í 250 ár – Þrumuveður og flóð fylgdu í kjölfarið Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 Hafnarstræti 91 | 600 Akureyri | Sími 535 5500 FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI FYRIR ÁRIÐ 2021 ICELANDIC TOURIST STOFA BOARD P O R T hö nn un Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að: • Öryggi ferðamanna. • Náttúruvernd og uppbyggingu. • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru. • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Sjóðnum er ekki heimilt að: • Bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða. • Fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Gæði umsókna Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög og reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér gæðaviðmið sjóðsins sbr. gæðamatsblað ásamt frekari upplýsingum sem finna má á heimasíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is/umsoknir. Hvar ber að sækja um Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um sjóðinn, skilyrði lánveitinga og umsóknarferlið. Umsóknarfrestur Umsóknartímabil er frá og með 8. september til kl. 12:00 á hádegi þann 6. október. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita. ATH! Breytt umsóknartímabil. • • Bænda 24. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.