Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 20204 Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Eggert Ólafsson, bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, segja ræktun á repju og korni hafa gengið mjög vel í sumar. Þeir hófu þreskingu á repju í þurrki og góðu veðri 27. ágúst. Síðan kom smá stopp vegna rigningar en 4. og 5. september létti til og var þá hægt að halda áfram og í bygginu líka. Ólafur segir að þeir hafi sáð haustafbrigði af repju 15. júlí 2019. Það hafi lifað af veturinn og komið snemma til þannig að uppskeran er nú mun fyrr á ferðinni en annars væri með repju sem sáð er að vori. Slíkt afbrigði er vart hæft til þresk- ingar fyrr en í október. Með 5 hektara af repj og 40 hektarar af byggi „Haustrepjan tekur landið að vísu frá í tvö ár þar sem henni er sáð um mitt sumar, en hún gefur hins vegar mun meira af sér í uppskeru. Við erum með fimm hektara undir af vetrarrepjunni og tæpa 40 í korninu. Þetta kemur allt saman mjög vel út núna og ágústmánuður hefur gert útslagið á þetta bæði með hita og rekju,“ sagði Ólafur í samtali við Bændablaðið. Hann sagði að kornaxið hafi verið orðið vel þroskað um mánaðamótin ágúst-september og biðu þeir feðgar þá bara eftir að það þornaði. Á föstu- dag í síðustu viku brast hann á með þurrk og sólskini og var þá hafist handa við þreskingu. Sjálfbærir með allt fóður Ólafur segir að á Þorvaldseyri væru þeir nú orðnir nær algjörlega sjálfbærir með fóður fyrir skepnur. Repjan er öll pressuð og unnin úr henni olía. Hratið, eða mjölið sem þar fellur til, er síðan notað í fóður fyrir kýrnar á bænum ásamt bygginu sem þeir rækta. „Við höfum ekki keypt neitt erlent fóður fyrir búið í tvö ár. Kornið er kjarngott og repjumjölið inniheldur 30% prótein og kemur mjög vel út. Við kaupum svo bara steinefni og blöndum fóðrið allt saman heima á búinu.“ Kornið fyrr á ferðinni en oft áður „Varðandi byggið þá höfum við svo sem áður byrjað að þreskja í lok ágúst, en núna virðist þetta allt vera að færast framar sem betur fer. Þá reynum við forðast að geyma allt á akrinum fram í október til að ná meiri þroska, því það er svo mikil hætta á slæmum veðrum í septem- ber.“ Ólafur segir að þeir noti mest núna íslenskt afbrigði af byggi sem heitir Kría og Jónatan Hermannsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands hafi þróað. Það sé oft tilbúið til þreskingar um mánaðamótin ágúst- september. Krían gefi um 3 til 4 tonn á hektara, en vissulega séu til afbrigði sem gefi af sér meira, en þau séu ekki eins veðurþolin og heldur ekki eins kjarngóð. „Annars er ágætt að vera með tvær til þrjár tegundir af korni. Undanfarin ár höfum við notað startáburð með sáningunni sem gefur rótarkerfinu aukinn kraft þannig að kornið þroskast fyrr. Annars fer þetta allt eftir veðrinu, sumarið núna er jafnbetra en í fyrra þegar það sviðnaði gras hér á túnum sem var mjög sérstakt.“ /HKr. Framsýn og Fjallalamb hafa gengið frá nýjum sérkjarasamn­ ingi fyrir starfsfólk við sauðfjár­ slátrun í haust. Samningurinn byggir á gildandi kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfs­ greina sambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Til stendur að slátra um þrjátíu þúsund fjár hjá Fjallalambi í haust. Sláturtíðin hefst 15. september og er ætlað að hún standa yfir í um sex vikur. Ekki tókst að manna sláturhúsið með Íslendingum Í heildina koma um sjötíu starfsmenn að slátruninni. Búið er að fullmanna sláturhúsið. Þrátt fyrir mikið atvinnu- leysi á Íslandi tókst ekki að manna sláturhúsið nema með því að flytja inn um tuttugu starfsmenn. Fram að þessu hefur þurft að ráða um 40 erlenda starfsmenn til starfa hjá Fjallalambi en í ár verða þeir helmingi færri þar sem um 20 starfsmenn á íslenskum vinnu- markaði réðu sig til starfa á Kópaskeri í haust „sem er að sjálfsögðu jákvætt“, segir í frétt á vefsíðu stéttarfélagsins Framsýnar. /MÞÞ FRÉTTIR PIR og steinullar yleiningar Stuttur afgreiðslutími YLEININGAR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum orðnir mjög sjálfbærir og loftslagsvænir í sinni framleiðslu: Góð uppskera í repju og byggi – Nýta repjuolíuna til manneldis og í eldsneyti, hratið fer í skepnufóður og hálmurinn í svepparækt – Byggið fer m.a. til bjórgerðar Páll Eggert Ólafsson var á þreskivélinni í sólinni á laugardaginn. Mynd / HKr. Framsýn og Fjallalamb með nýjan sérkjarasamning Nýr sérkjarasamningur var undir- ritaður á Kópaskeri fyrir starfsfólk við sauðfjárslátrun hjá Fjallalambi. Um helmingur starfsfólks í sláturtíð hjá Norðlenska kemur frá útlöndum: Umtalsverður kostnaður og óhagræði vegna aukinna sóttvarna „Það er erfitt að skjóta á eina tölu varðandi kostnað en ljóst að hann er umtalsverður og einnig er óhagræði mikið. Þó ekkert í líkingu við það sem yrði ef upp kæmi hópsmit hjá okkur,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri hjá Norðlenska, en upphaf sláturtíðar er með öðrum hætti en vant er hjá fyrirtækinu vegna aukinna sóttvarna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Norðlenska ræður um 110 starfsmenn í sauðfjársláturtíð til viðbótar við þá 50 sem starfa á starfsstöð félagsins á Húsavík árið um kring. Hlutfall starfsmanna sem kemur erlendis frá hefur undanfarin ár verið 80–85% en er í haust um 50%. „Það er þó ekki þannig að allir þeir sem eru ráðnir innanlands séu Íslendingar – margir hafa erlent ríkisfang en eru með kennitölu og hafa verið að vinna á Íslandi um einhvern tíma,“ segir Jóna. Fóru extra varlega þetta árið Þeir sem komu erlendis frá luku sóttkví í lok liðinnar viku. Þeir fóru í seinni COVID-skimun á Húsavík og enn sem komið er hefur enginn verið mældur jákvæður að sögn Jónu. „Við fórum extra varlega þetta árið. Skiptum hópnum upp í 4–7 manna hópa sem komu með bílaleigubílum frá Keflavík og beint í það húsnæði þar sem þau dvöldu í sóttkví. Farið var eftir leiðbeiningum yfirvalda varðandi fjarlægðartakmarkanir og smitvarnir, fólkinu var færður matur og aðrar nauðsynjavörur. Allt þetta kallaði á mikla skipulagsvinnu og gott upplýsingaflæði en sem betur fer voru margir sem hjálpuðust að og urðum við ekki vör við annað en mikinn samstarfsvilja bæði hjá starfsfólkinu okkar og öðrum sem við höfum leitað til,“ segir Jóna. Vegna þessa þurfti að seinka upphafi sláturtíðar um nokkra daga en lítils háttar forslátrun var tekin með því starfsfólki sem komið var á staðinn. Ráðstafanir áfram í gangi Jóna segir að um síðustu helgi hafi starfsfólk getað að lokinni sótt- kví flutt sig í það húsnæði sem það mun dvelja í yfir sláturtíð. Þá mættu einnig þeir sem ráðnir voru innanlands og eru í húsnæði á vegum Norðlenska. „Sem betur fer er samfélagssmit á Íslandi lítið en við höfum að sjálfsögðu áhyggur af því að smit geti borist í hópinn innanlands. Þess vegna erum við með ýmsar ráðstafanir áfram, tak- mörkum gestakomur, takmörkum fjölda í rýmum og umgengni hópa sem og skiptum upp matar- og kaffi- tímum,“ segir Jóna. /MÞÞ Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri hjá Norðlenska. Repjufræ í tonnavís beint af akrinum á Þorvaldseyri. Mynd / ÓE Repjan á Þorvaldseyri gefur af sér dýrmæta jurtaolíu og um leið kjarngott fóður handa kúnum. Þá veldur ræktun á repju mikilli kolefnisbindingu. Ólafur segir kornið í sumar með besta móti í gæðum. Þriðjudaginn 8. september undir rituðu forstjórar Isavia og Sam göngustofu viljayfirlýsingu um samstarf við tilraunaverk­ efni um íblöndun repjuolíu í tæki á Keflavíkurflugvelli. Meðal gesta við undirritunina voru Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, og Ólafur Eggertsson, bóndi á bænum Þorvaldseyri. Afhenti Ólafur repjuolíu við þetta tækifæri til íblöndunar í dísilolíu tækjabúnaðar flugvallarins. Með íblöndu repjuolíunnar frá þorvaldseyri er verið að búa til líf- dísilolíu sem annars yrði að flytja inn. Repjuolían leiðir til hreinni bruna dísilolíunnar, en tilraunir á Þorvaldseyri sýna að hrein repju- olía veldur engri sótmengun við bruna á dísilvélum. Það er einmitt sótmengunin sem valdið hefur hvað mestri andstöðu við notkun dísilbíla í þéttbýli. ISAVIA hyggst nýta repjuolíu frá Þorvaldseyri á sinn tækjabúnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.