Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 47 FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Áhættumat erfðablöndunar sem íslenska leiðin Nú hafa verið birtar sjö greinar um áhættumat erfðablöndunar í Bændablaðinu og bent á ýmsa vankanta áhættumatsins og er stutta samantekt að finna í töflu 1. Áhættumat erfðablöndunar var fyrst gefið út af Hafrann sókna­ stofnun árið 2017 og staðfest í lögum um fiskeldi árið 2019 og varð grunnur að úthlutun fram­ leiðsluheimilda á frjóum laxi til fyrirtækja í meirihlutaeigu erlenda aðila. Hve mikill má skaðinn vera? Í áhættumati erfðablöndunar er því miður gert ráð fyrir erfða- blöndun. Viðmiðið ætti ekki að vera í hve miklum mæli innblöndun á norskættuðum eldislaxi má vera, heldur hvernig hægt sé að koma í veg fyrir mögulega erfðablöndun. Það má alltaf deila um umhverfis- áhrifin, en leggja þarf upp með að eldislax eigi ekki heima í íslenskum veiðiám og það eigi með mótvægis- aðgerðum og réttum viðbrögðum við slysasleppingum að koma í veg fyrir mögulega erfðablöndun. Látum náttúruna njóta vafans og leggjum alla áherslu á að koma strax í veg fyrir að norskættaður eldislax nái að hrygna í íslenskum veiðivötnum. Fá umhverfissóðarni að njóta sýn? Í fyrri greinum var mikið fjallað um hvernig Norðmenn standa nú að því að lágmarka tjón sem kanna að skapast af slysasleppingum eftir áratuga erfðablöndun í norskum laxveiðiám. Opinberri stjórnsýslu umhverfismála laxeldis í sjókvíum hér á landi er ábótavant og gefur umhverfissóðunum tækifæri að draga úr kostnaði m.a. með til- komu áhættumats erfðablöndunar. Staðreyndin er sú að stjórnsýslan opnar fyrir það að umhverfis- sóðarnir fái að njóta sín á kostnað þeirra sem vilja standa sig vel. Í því sambandi má benda á að ákveðið fyrirtæki er vís af því að vera með endurteknar slysasleppingar sem getur ekki talist eðlilegt. Það hefur átt sér stað afturför í umhverfismálum Eftir slysasleppingu í Norðfirði árið 2003, var strax hafist handa við að veiða strokulax í sjó utan eldis- svæðis og einnig var að tilstuðlan rekstraraðili kafað í nokkrar veiðiár í nágrenninu og leitað að stroku- laxi. Málinu var síðan fylgt eftir af sérfræðingum Veiðimálastofnunar. Hugmyndafærði norsku leiðarinnar var því viðhöfð hér áður fyrr (tafla 1). Þrátt fyrir endurteknar slysa- sleppingar í Arnarfirði er ekki farið markvisst í veiðiár í firðinum og kannað hlutfall eldislaxa. Hvað eru menn að hugsa eða fylgir þessari stefnu einhver hugsun? Við slysa- sleppingar í Noregi er laxeldisfyr- irtækinu gert skylt að fjármagna vöktun og aðgerðir við að fjarlægja eldislax úr veiðiám í firðinum og jafnvel í næstu fjörðum. Hlutverk áhættumats erfðablöndunar Það hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að styðjast við áhættu- mat erfðablöndunar við úthlutun framleiðsluheimilda. Áhættumat erfða blöndunar gengur út á að tryggja fjárhagslega hags muni lax- eldisfyrirtækja í meirihlutaeigu er- lendra aðila. Líkan sem áhættumat erfðablöndunar styðst við er notað sem verkfæri til að úthluta fram- leiðsluheimildum þar sem stuðst er við vafasamar eða rangar forsendur eins og áður hefur verið komið inn á. Áhættumat erfðablöndunar hefur mjög takmarkað ef nokkuð með um- hverfisvernd að gera. Það veldur áhyggjum að lagðar eru til auknar framleiðsluheimildir á þessu ári þrátt fyrir þessa vankanta í áhættu- mati erfðablöndunar. Íslenska leiðin Bæði í áhættumati erfðablöndunar og í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 2017 er forðast að nota hugtakið ,,fjarlægja eldislax“ úr veiðiám. Afstaða ráð- andi ráðgjafandi aðila og þá sérstak- lega Hafrannsóknastofnunar valda áhyggjum. Íslenska leiðin mun valda tjóni á villtum laxastofnum með auknu laxeldi í sjókvíum hér á landi. Í Noregi var fylgt íslensku leiðinni framan af en eftir ára- tuga biturra reynslu af aðgerðar- leysi var norska leiðin virkjuð. Stefnubreyting virðist hafa orðið með nýju og endurskoðuðu áhættu- mati erfðablöndunar sem gefið var út á þessu ári og verður fjallað um það í næstu grein sem verður jafn- framt sú síðasta í þessum greina- flokki. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Norska leiðin Íslenska leiðin Hugmyndafærðin Reyna að koma í veg fyrir að eldislax nái að ganga upp í veiðiár og hrygna. Eldislaxi hleypt upp í veiðiár og það á að grípa til aðgerða eftir að tjón hefur átt sér stað. Viðmiðanir Miða við að halda hlutfalli eldislaxa undir 4% í veiðiám með að fjarlægja sjáanlegan eldislax. Miða við 4% sem verður aðeins hægt að staðfesta í örfáum veiðivötnum. Það er engin viðmiðun til fyrir erfðablöndun. Mótvægisaðgerðir Komnir með mikla reynslu í fyrsta þrepi mótvægisaðgerða og grípa strax til annars þreps mótvægisaðgerða við slysasleppingu alla leið upp í veiðiár. Fyrsta þrep mótvægisaðgerða er ábótavant og annað þrep mótvægisaðgerða er ekki virkjað. Vöktun Eru með haustvöktun og fá tiltölulega góðar upplýsingar um hlutfall eldislaxa í veiðiám. Vöktun á hlutfalli eldislaxa er ábótavant og hlutfall eldislaxa liggur ekki fyrir nema í örfáum veiðiám. Viðbrögð (ábyrgð) Eldisaðila gert skylt eftir slysasleppingu að fjármagna vöktun og fjarlægja eldislax úr veiðiám í nágrenninu. Eldisfyrirtæki greiða í sjóð sem fjármagnar aðgerðir til að fjarlægja eldislax af óþekktum uppruna úr fjölmörgum veiðiám. Eldisaðila ekki gert skylt að fjármagna aðgerðir. Það er fylgst með, ekkert gert strax, en gripið til aðgerða eftir að tjón hefur átt sér stað. Ólíklegt að farið verði í niðurskölun framleiðsluheimilda sem getur tekið jafnvel áratugi. Tafla 1. Samanburður á norsku og íslensku leiðinni skv. áhættumati erfðablöndunar frá 2017 Valdimar Ingi Gunnarsson. Rangárbotnar. Brennan á Flugmýri eftir Önnu Dóru Antons dóttur fjallar um atburði Sturl­ unga aldar eins og nafnið gefur til kynna, bæjarbrennu og brúð­ kaup á Flugu mýri í Skaga firði árið 1253. Bókin er ætluð ungu fólki á öllum aldri og er sérstak- lega lesvæn. Myndir unnu Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir og Mio Storåsen. Brennan á Flugumýri er 10. bók höfundar. Espólín forlag gefur bókina út. Úr bókinni: „Við héldum áfram og ég fann að léttara var að draga andann. Svalandi golan strauk um vangana og þegar ég leit við sá ég að bærinn stóð allur í ljósum logum og reykurinn, mikill og svartur, náði langt upp í loftið. Kannski náði reykurinn hærra en fjallið, fjallið Glóðafeykir?“ /ehg Brennunni á Flugumýri gerð skil í nýrri bók BÆKUR&MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.