Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202014 Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í sumar. Að sögn Daníels Hansen forstöðumanns eru gestir nánast allir Íslendingar. Hann segir að þegar COVID- fárinu léttir muni sjónum einnig í meira mæli verða beint að erlendum ferðamönnum í markaðssetningu á þessu einstaka fjárkyni. Í litlu sýningarrými inn af móttökurými setursins hefur listsýning verið í gangi í sumar, þar sem Gunnar Karlsson sýnir leirhrúta, og eru þeir til sölu. „Næsta sumar verður Pétur Magnús son með sýningu á ljósmyndum af forystufé. Pétur býr bæði í Reykjavík og á Raufarhöfn. Gaman er að geta þess að þetta gallerí er bókað til ársins 2032,“ segir Daníel. Þrennir tónleikar haldnir í sumar „Í sumar hafa verið haldnir þrennir tónleikar þar sem listafólk í heimabyggð hefur spilað og sungið. Áætlað var að hafa þrenna tónleika í ágúst en þeim verður frestað vegna ástandsins í landinu,“ bætir hann við. Pylsur, kerti og ullarband Alls kyns varningur er jafnan á boðstólum í fræðasetrinu, allt sem er unnið úr afurðum forystufjár eða tengt forystufé á einhvern hátt; kerti, pylsur, horn og svo ullarband af forystufé, sem Daníel segir að sé mýkra en annað band og það sé mjög vinsælt. /smh HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins. Myndir / smh Uppstoppaðir hausar prýða vegg í aðalrými sýningarsalarins. Einstakt ullarband af forystufé er til sölu á setrinu. „Ef þú klæðist fatnaði úr ull af forystu fé þá ratar þú alltaf heim“, stendur hér fyrir ofan varninginn í versluninni. Sýningarrýmið þar sem Gunnar Karlsson sýnir leirhrúta. Ársfundur Samtaka norrænna bændasamtaka (NBC): Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni Á dögunum héldu Samtök nor­ rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þessu sinni fór fram rafrænt. Til stóð að halda fundinn í Brumunddal í Noregi en vegna kórónakrísunn­ ar var það ekki unnt á þessu ári. Fyrirferðarmestu málefni fundar­ ins voru áhrif COVID­19 á land­ búnað á Norðurlöndunum ásamt umhverfis­ og loftslagsmálefnum, en formenn norrænu bænda­ samtakanna sendu í framhaldi af fundinum ályktun í þeim efnum til Norðurlandaráðs. Kórónukrísan hefur kastað nýju ljósi á mikilvægi matvælakerfa um allan heim og eru neytendur nú meðvitaðri um hvaða gildi norræn matvælaframleiðsla hefur. Á þessum erfiðum tímum hafa norrænir bændur og samvinnufélög þeirra sýnt hvað í þeim býr við að afhenda örugg, sjálfbær og holl matvæli. Hér að neðan má sjá brot úr ályktun sem formenn norrænu bændasamtakanna undirrituðu í kjölfarið af fundinum sem sent var til Norðurlandaráðs: „Norrænn landbúnaður og skógariðnaður eru í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Við höfum heilbrigð dýr, minnstu notkun á sýklalyfjum í Evrópu, ákjósanlega notkun varnarefna og áburðar ásamt loftslagsskilvirkri framleiðslu. Bændur og skógareigendur stjórna stórum landsvæðum sem fanga upp og geyma kolefni og starfsemin leiðir af sér líffræðilegan fjölbreytileika og hreint vatn. Loftslagsbreytingarnar eru hnattræn ógnun sem eykur varnarleysi í matvælaframleiðslu. Bændur og skógareigendur verða fyrir áhrifum vegna þessa en oft og tíðum eru það þessir aðilar sem hafa lausnir til að minnka losun. Norrænir bændur og samvinnufélög þeirra eru leiðandi þegar kemur að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verið á bilinu 6–17 prósentum minna frá árinu 1990. Losun gróðurhúsalofttegunda frá jórturdýrum er hluti af náttúrulegu ferli og horfa verður á það á annan hátt en losun vegna vinnslu og brennslu á jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá líffræðilegum kerfum, þar á meðal landbúnaði. Norrænir bændur hafa í stórum mæli skuldbundið sig til að halda áfram með enn umhverfisvænni framleiðslu en áður. Nú þegar er unnið með verkfæri til að bæta fóðrun og uppskeru, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir líforku ásamt framleiðslu á lífgasi úr búfjáráburði.“ /ehg Um 60 manns sem starfa við landbúnað frá Norðurlöndunum komu saman þann 20. ágúst síðastliðinn á ársfundi NBC-samtakanna þar sem staða landbúnaðar vegna COVID-ástandsins var rædd ásamt loftslagsmálefnum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, var fulltrúi íslenskra bænda á fundinum. Kveikur seldur til Danmerkur Stóðhesturinn Kveikur frá Stangar­ læk hefur verið seldur til Dan­ merkur en eigendur hestsins, þau Birgir Leó Ólafsson og Ragna Björnsdóttir, segja kaupverðið trún aða rmál. Kveikur hefur verið einn af allra vinsælustu stóðhestum landsins en hann hlaut m.a. 10.0 fyrir tölt og vilja og geðslag á Landsmóti 2018. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Kveikur hafa gert það gott saman á keppnisvellinum og náð frábærum árangri á alls konar mótum. Faðir Kveiks er Sjóður frá Kirkjubæ og móðir hans er Raketta frá Kjarnholtum. /MHH Kveikur að störfum, Birgir Leó heldur í merina og Aðalheiður Anna í Kveik. Nýir eigendur taka við honum í Danmörku í haust. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs: Borea Adventure og verndun fjallarefsins fær tilnefningu Ferðaskrifstofan Borea Advent­ ures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norður­ landa ráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er líffræðileg fjölbreytni og endurspeglar og styður við 14. og 15. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um líf í hafi og á landi. Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að líffræðileg fjölbreytni sé undirstaða velferðar og grundvöllur tilveru okkar og þess vegna renna umhverfisverðlaun ráðsins í ár til einhvers sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til verndar fjölbreytileika í náttúrunni. Borea Adventures vinnur með vísindafólki frá Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetri Íslands (The Arctic Fox Centre) til þess að tryggja að starfsemin fari fram bæði á faglegan og sjálfbæran hátt. Fjallarefurinn, einnig nefndur heimskautarefur (Vulpes lagopus), er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri náttúru vegna þess að hann er eina rándýrið sem er til staðar á náttúrulegum forsendum. Ferðaskrifstofan hefur sýnt að með starfsemi sinni geti verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska farið saman. Með því að leggja áherslu á mikilvægi tegundarinnar fyrir vistkerfið á Íslandi og takast á við fordóma um að fjallarefurinn sé meindýr sem eyðileggi náttúruna vill Borea Adventures snúa almenningsálitinu á sveif með þessu litla rándýri. Ti lkynnt verður um verðlaunahafann 27. október næstkomandi og hlýtur vinningshafinn að launum 350.000 danskar krónur. Aðrar tilnefningar í ár eru eftirfarandi: • Dag O. Hessen – Noregi • Jens-Kjeld Jensen – Færeyjum • YLE fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“ – Finnlandi • Lystbækgaard – Danmörku • Torbjörn Eckerman – Álandseyjum • Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum – Svíþjóð. /ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.