Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202016 Fiskiskipum sem fá úthlutað veiði­ heimildum á Íslandsmiðum heldur áfram að fækka. Við upphaf nýs fiskveiðiárs hinn 1. september síðastliðinn var 421 skipi úthlutað kvóta sem er 45 skipum færra en ári áður. Þar af fækkaði smábátum um 40 og stærri skipum um 9, að undanskildum togurum sem fjölgaði um fjóra. Til samanburðar má nefna að fyrir 15 árum, eða árið 2005, fengu 1.111 skip og bátar úthlutað aflaheimildum á Íslandsmiðum. Samkvæmt þessum tölum hefur fjöldi skipa með aflaheimildir skroppið saman um næstum tvo þriðju á aðeins einum og hálfum áratug. Þetta segir þó litla sögu um þróun afkastagetu flotans því stærstur hluti samdráttarins stafar af fækkun í smábátaflotanum. Fyrir 15 árum fengu 848 smábátar veiði- heimildir en nú eru þeir 290 talsins. Þar munar mestu um að sóknardaga- kerfið var slegið af og þær aflaheim- ildir söfnuðust á krókaaflamarksbáta með tilheyrandi heildarfækkun smá- báta. Þá hefur hámarksstærð báta í krókaaflamarkskerfinu verið rýmk- uð sem leitt hefur til sam þjöppunar aflaheimilda í því kerfi í seinni tíð. Stærri skipin Á áðurnefndu 15 ára tímabili fækk- aði skipum í öðrum útgerðarflokkum einnig mikið með samþjöppun veiði- heimilda. Þannig hefur togurunum fækkað úr 66 í 41 og í flokknum skip með aflamark (þ.e. önnur skip en togarar og smábátar) hefur fækkað um meira en helming eða úr 197 í 90. Í þessari umfjöllun eru strand- veiðarnar undanskildar enda er þar veitt úr heildarpotti. Margir kvóta- lausir bátar hafa leitað í það kerfi og því stunda mun fleiri bátar veiðar við Ísland en fyrrnefndar tölur gefa til kynna, þótt aflamöguleikar í strand- veiðunum séu takmarkaðir. Samdráttur í úthlutun Fiskistofa úthlutaði 359.000 tonnum í þorskígildum að þessu sinni saman- borið við 372.000 þorskígildistonn í fyrra. Samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af minni þorskkvóta. Hann er nú 202.000 tonn eða 13. 000 tonnum minni en fyrir einu ári. Ýsukvótinn jókst hins vegar um 3.000 tonn og fer í rúm 35.000 tonn. En hvernig skiptist kvótinn eftir skipastærð? Á vef Fiskistofu kemur fram að hlutur smærri báta (undir 15 metrum og undir 30 brúttótonn- um) í heildarúthlutuninni í magni nemur tæplega 14% eða um 51 þúsund tonnum af 419.000 tonna heild. Hlutfallið er þó hærra þegar kemur að helstu tegundum sem smærri bátarnir veiða aðallega, eða 18% í þorski (37 þús. tonn), 15% í ýsu (5.500 tonn) og 39% í steinbít (2.900 tonn). 50 stærstu með 90% kvótans Alls fengu 326 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað kvóta í upphafi þessa fiskveiðiárs og fækkaði um 20 milli ára, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Fimmtíu stærstu fyrirtækin fengu úthlutað 90,04% af heildarkvótanum samanborið við 88,9% fyrir einu ári. Sama þróun hefur átt sér stað í smábátakerfinu. Þar hafa 50 stærstu útgerðirnar undir höndum í kringum 90% af aflaheimildunum í því kerfi. Brim er með hæstu úthlutunina eða 9,40% af heild í þorskígildum, síðan kemur Samherji með 6,88% og svo FISK-Seafood með 6,32%. Þetta eru sömu fyrirtækin og voru efst á listanum í fyrra. Fimm efstu útgerðirnar í ár eru handhafar 32% aflaheimildanna. Tíu efstu hafa 52% kvótans til ráðstöfunar. Tuttugu efstu eru með 73% aflaheimildanna undir höndum. Þegar rennt er augum yfir list- ann yfir 20 kvóta- hæstu útgerðirnar sést að í sumum tilfellum eru sömu eigendur að fleiri en einu félagi. Þannig er Útgerðar félag Akureyringa að fullu í eigu Samherja og Bergur-Huginn að fullu í eigu Síldarvinnslunnar. Þá má nefna að Útgerðarfélag Reykjavíkur og Ögurvík eru í eigu aðaleiganda Brims. Kvótaþak Samkvæmt núgildandi lögum má engin ein útgerð hafa meira en 12% heildarkvótans í þorskíg- ildum til ráðstöfunar. Þetta er gert til þess að hamla gegn of mikilli samþjöppun aflaheimilda á fáar hendur. Fiskistofa skal hafa eftirlit með því að þessari reglu sé fram- fylgt. Margsinnis hefur verið á það bent að sum stærstu fyrirtækjanna hafi eignast stóran hlut í öðrum kvótaríkum útgerðum án þess að það hafi verið talinn ráðandi hlutur í túlkun laganna. Þar hefur tæplega helmings eignarhlutur Samherja í Síldarvinnslunni einkum verið nefndur sem dæmi. Því má halda því fram að samþjöppun aflaheim- ilda sé á vissan hátt meiri en tölur Fiskistofu um einstakar útgerðir gefa til kynna. Sama á einnig við um s a m þ j ö p p u n aflaheimilda í smábátaflotan- um vegna rúmr- ar túlkunar á því hverjir teljist tengdir aðilar og hverjir ekki. Lagafrumvarp sjávar- útvegsráðherra til þess að skerpa á þessum þáttum var til umfjöll- unar síðastliðinn vetur en var ekki afgreitt á því þingi. Guðmundur í Nesi RE kvótahæstur Samkvæmt úthlutun Fiskistofu er frystitogarinn Guðmundur í Nesi RE í eigu Brims í Reykjavík það skip sem er með mestan kvóta að þessu sinni eða liðlega 14 þúsund þorskígildistonn. Frystitogarinn Sólberg ÓF í eigu Ramma á Ólafsfirði/Siglufirði, sem var kvótahæstur síðast, er nú í öðru sæti með 11 þúsund þíg-tonn. Í þriðja og fjórða sæti eru Samherjatogararnir Björgúlfur EA frá Dalvík (9.149 þíg-tonn) og Björg EA frá Akureyri (8.218 þíg-tonn). Reykjavík kvótahæsta höfnin Þegar heildarkvótanum er raðað eftir heimahöfnum skipa eru þrjár hafnir jafnan langefstar á lista en ekki alltaf í sömu röð. Að þessu sinni er Reykjavík kvótahæsta höfnin en skip skráð þar fá úthlutað tæplega 41 þúsund tonnum í þorskígildum eða 11,33% af heild. Grindavík kemur næst með 37 þúsund þíg-tonn eða 10,34% af heild. Vestmannaeyjar, sem voru efstar síðast, eru nú í þriðja sæti með 36.900 þíg-tonn eða 10,29%. Ekki öll sagan sögð Rétt er að vekja athygli á því að úthlutun Fiskistofu á aflaheim- ildum í upphafi fiskveiðiárs 1. september er ekki heildarúthlutun ársins. Kvóti sem Íslendingar fá, ýmist með samningum eða með einhliða ákvörðun okkar sjálfra úr fiskistofnum sem við deilum með öðrum þjóðum, kemur til út- hlutunar síðar. Það á við um makríl, kolmunna og norsk-íslenska síld, svo og þorsk í Barentshafi. Þá bíður úthlutun loðnukvóta oft seinni tíma og stundum fleiri tegunda. Því kann heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðis hlutfall þeirra að breytast í kjölfar frekari úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Þetta á ekki hvað síst við um stórar upp- sjávarútgerðir í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum. Kvótaáramót 1. september – hvers vegna? Sú hefð að miða fiskveiðiárið við 1. september til 31. ágúst en ekki við almanaksárið er nú orðin bráðum 30 ára gömul. Þetta fyrirkomulag hefur ríkt frá haustinu 1991 að undangenginni umræðu á Fiskiþingi. Rökin fyrir því að miða kvótaúthlutun við 1. september voru aðallega þau að eðlilegt væri að láta fiskveiðiárið fylgja hefðbundnum gangi bolfiskveiða sem hefjast með haustvertíð, ná hámarki á vetrarvertíð og fjara svo út eftir hrygningu á vorin. Þótt veiðar hafi í seinni tíð dreifst í auknum mæli yfir allt árið er þetta enn veiðimynstrið að verulegu leyti. Auk þess þótti hentugt að búið væri að veiða megnið af botnfiskkvóta ársins þegar sumar gengi í garð og fiskvinnslufólk tæki sér sumarfrí. Ekki sakaði heldur að losna við að þurfa að hnýta alla enda saman við kvótauppgjör í kringum sjálfa jólahátíðina eins og áður var. Breytingin mæltist strax vel fyrir og engum hefur dottið í hug að færa fiskveiðiárið aftur til fyrra horfs. Á eftir hráolíu er kaffi verð­ mætasta varan í milliríkjavið­ skiptum í heiminum og því ljóst að mikið er drukkið af kaffi í heiminum og mikið af kaffi­ korki sem fellur til. Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ekki síst á jarðgerð á því sem fellur til úr eldhúsinu. Þar á meðal kaffikorg. Fyrir tveimur eða þremur áratugum tóku kaffihús víða um heim upp á því að gefa gefa viðskipta vinum sínum og garð- eigendum kaffikorg sem lífrænan áburð. Með þessu átti að slá tvær flugur í einu höggi. Kaffihúsin losnuðu við kaffikorginn á ódýr- an hátt og garðeigendur fengu ókeypis lífrænan áburð. Samfara aukinni endurvinnslu hefur fjöldi garðeigenda komið sér upp safnhaug í þeim tilgangi að jarðgera matarúrgang og það með kaffi. Fljótlega eftir að kaffihúsin fóru að gefa kaffikorginn komu fram raddir sem fundu honum allt til foráttu og fullyrtu að korgurinn væri langt frá því að vera góður fyrir plöntur og að í raun gerði hann lítið gagn og þá fremur ógagn. Til dæmis að hann sýrði jarðveginn og að í kaffi væru skaðleg efni, meðal annars kaffín, sem drægju úr eðlilegum vexti plantna. Þetta ætti þó ekki að koma að sök hjá þeim sem drekka kaffínlaust kaffi. Í sjálfu sér getur verið rétt að ef kaffikorgur er notaður í óhóflegu magni og hreinlega sturtað beint úr mörgum kaffisíum í kringum plöntur í einu. Einnig er mögulegt að kaffikorgur hafi skaðleg áhrif á vöxt sé mikið af honum í safnhaugnum og ekki hugað að þeim hlutföllum lífrænna efna sem æskilegt er að blanda saman til jarðgerðar. Talsverð umræða hefur verið um gagn eða ógagn kaffikorgs til ræktunar á netinu og, eins og oft vill verða, ýmis rök með eða á móti. Nei-menn segja hann gersamlega ónothæfan og nánast eitraðan, en aðrir segjast hafa notað kaffikorg með góðum árangri. Ástæða þessa getur verið sú að mismunandi plöntur vilja næringarefni í mismiklu magni og sú staðreynd að kaffikorgur sýrir jarðveginn og ólíkar plöntur kjósa ólíkt sýrustig. Vegna þessa ætti því ekki að setja kaffikorg í kringum eða gefa plöntum sem kjósa kalkríkan jarðveg moltu sem búin hefur verið til með miklum korgi. Aftur á móti ættu plöntur sem kjósa súran jarðveg að dafna vel fái þær korgblandaða moltu og jafnvel ef stráð er kaffikorgi í hæfilegu magni í kringum þær. Malað kaffi brotnar tiltölulega hratt niður og næringarefnin losna því hratt úr korginum og það telst kostur í jarðgerð og korgurinn er ríkur af köfnunarefni, fosfór, kalí og snefilefnum sem nýtast sem næringarefni. Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað. Einnig mælir ekkert gegn því að strá kaffikorgi í litlu magni yfir beð hjá plöntum sem kjósa súrt og raka því niður í jarðveginn. Um notkun á kaffikorgi í garðinum gildir því það sama og um kaffidrykkju. Allt er best í hófi. /VH STEKKUR Enn fækkar skipum með kvóta NYTJAR HAFSINS Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Kaffi er best í hófi Skipum með aflaheimildir hefur fækkað um næstum tvo þriðju á síðustu 15 árum. 20 kvótahæstu útgerðir 1. sept. 2020 Hlutfall í þorskígildum 1 Brim Reykjavík 9,40% 2 Samherji Ísland Akureyri 6,88% 3 FISK-Seafood Sauðárkrókur 6,32% 4 Þorbjörn Grindavík 5,49% 5 Rammi Siglufjörður 4,33% 6 Vísir Grindavík 4,16% 7 Vinnslustöðin Vestmannaeyjar 4,11% 8 Skinney-Þinganes Hornafjörður 4,09% 9 Útgerðafél. Rvíkur Reykjavík 3,92% 10 Nesfiskur Garður 3,39% 11 Síldarvinnslan Neskaupstaður 3,38% 12 Hraðfr. Gunnvör Hnífsdal 3,26% 13 Ísfélag Vestm.eyja Vestmannaeyjar 2,43%' 14 Útg.fél. Akureyringa Akureyri 2,00% 15 Gjögur Reykjavík 1,97% 16 Jakob Valgeir Bolungarvík 1,80% 17 Ögurvík Reykjavík 1,63% 18 Bergur-Huginn Vestmannaeyjar 1,54% 19 Loðnuvinnslan Fáskrúðsfjörður 1,39% 20 KG Fiskverkun Hellissandur 1,21% Samtals 72,7% Röð Útgerð Staður Ísafjarðarhöfn. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.