Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202038 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS LESENDABÁS Afnema einokun Reykvíkinga á handritunum Jakob Birgisson og Snorri Másson eru um þessar mund- ir að leggja upp í ferð um allt landið og eru væntanlegir á Vestfirði nú undir lok septem- ber, þar sem þeir munu fræða grunnskólanema um íslensk miðaldahandrit og ævintýri Árna Magnússonar. Sumarlangt hafa þeir garfað í fornum skinnhandritum í dýpstu hvelfingum Árnastofnunar í Vesturbæ Reykjavíkur og eftir þær rannsóknir sínar liggur þeim mikið á hjarta, að eigin sögn. „Það er náttúrlega viðvarandi skandall að önnur eins krúnudjásn liggi þarna í felum frá öllum almenningi, þó að mér skiljist reyndar að það séu mjög góðar og vísindalegar ástæður fyrir að svo sé. Eftir að hafa legið yfir þessu í sumar er ég sannfærður um nauðsyn þess að færa börnunum handritin, enda er þetta náttúrlega það merkilegasta sem Íslendingar eiga,“ segir Snorri. Fræða æsku landsins um fornan bókmenntaarf Markmið ungu fræðaranna er að fræða æsku landsins um þennan forna bókmenntaarf. Jakob segir ærið tilefni til. „Það verður auðvitað að forða þessu frá gleymsku. Þetta má ekki bara liggja inni á söfnum í klóm fræðimanna heldur þarf að bera út fagnaðarerindið til fólksins. Til þess að sýna hvað þetta stendur okkur nærri erum við líka með allar græjur með okkur og kenn­ um börnunum hvernig á að skrifa miðaldahandrit eftir fornri aðferð. Þar fá þau innsýn í horfinn heim og máta sig við það svið lista þar sem Íslendingar hafa afrekað hvað mest,“ segir Jakob. „Og þau læra líka hvað það er yndislega flókið að skrifa á kálfskinn,“ bætir Snorri við. Drifnir áfram af samviskubiti Vestfirðir eru fyrstir á dagskrá en farið verður í alla landsfjórðunga í 50–60 skóla, allt í nafni verkefnis Árnastofnunar, sem heitir Handritin til barnanna, og er ýtt úr vör í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að fyrstu handritin komu heim 21. apríl 1971. „Það er auðvitað í hæsta máta viðeigandi að við byrjum á Vestfjörðum. Árni Magnússon handritasafnari, sem er að okkar mati merkasti maður í sögu landsins, ferðaðist hér um sumarið 1710 til að safna gögnum um jarðeignir en nýtti tækifærið til að safna handritum. Hann sagðist reyndar ekki geta haft vetrarsetu á svæðinu án þess að heilsa hans biði skaða og ég skal ekki segja um hvað ég þyldi í þeim efnum. Það reynir sem betur fer ekki á það í vetur enda er dagskráin stíf fram að jólum í skólaheimsóknum víða um land,“ segir Snorri. „Eins og Snorri segir felst mikið réttlæti í að byrja á Vestfjörðum. Við erum sjálfir með annan fótinn hérna á sumrin. Forfeður mínir byggðu Engidal og Arnardal, en samt er ég ekki maður til að setjast þar að, frekar en Árni. Því er svo sem eins farið um fjölda Reykvíkinga sem liggja hér í makindum á sumrin, jafnvel fjötraðir í garði Gunnlaðar eins og segir í Konungsbók, en eru síðan horfnir við fyrsta snjó á heiðum,“ segir Jakob. Snorri tekur undir og kveðst þjakaður af sama samviskubiti „Það minnsta sem við getum gert er að koma hérna færandi hendi með handritin, þó að við séum því miður ekki með upprunalegu eintökin með okkur af því að við megum það ekki. Reykvíkingar hafa í raun og veru einokað þetta gersamlega í hálfa öld og aðrir landshlutar setið eftir með sárt ennið. Með okkar ferðum og kynningum fyrir börnin erum við loksins að afnema einokunina og frelsa handritin. Eða sú er alla vega hugsjónin,“ segir Snorri. Hann segir að Árnastofnun taki miðlunarhlutverk sitt alvarlega og þegar það sé í þokkabót gert skemmtilega séu börnin þau sem njóti mest góðs af. /HKr. Jakob Birgisson og Snorri Másson eru um þessar mundir að leggja upp í ferð um allt landið til að fræða grunnskólanema um íslensk miðaldahandrit. Eru þeir félagar væntanlegir á Vestfirði nú undir lok september. LÍF&STARF Skrúðgarðyrkja er iðnnám Nú þegar umræðan um nýjan garðyrkjuskóla er komin í gang er ekki úr vegi að huga að einni iðnnámsgrein sem er kennd í Garðyrkjuskóla ríkisins og er að verða utangátta í námskerfinu en þar er um skrúðgarðyrkjunám að ræða. Skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein og verða allir er nema skrúðgarðyrkju að vera á samn­ ingi hjá skrúðgarðyrkjumeistara og gangast undir sveinspróf og síðan meistarapróf til að öðlast nafnbótina meistari. Samanber húsasmíðameistari, rafvirkja­ meistari, sem og öðrum iðgrein­ um. Hvernig stendur á því að þessi iðngrein er enn þá kennd í landbúnaðar skóla? Er ekki verið að brjóta á rétti þessarar iðgreinar þar sem þessi iðngrein er sú eina af öllum iðngreinum sem ekki er kennd við Tækniskólann? Hún á enga samleið með landbúnaði, það er svipað og kúasmalatækni væri skylt að stunda nám í sjómanna­ skóla eða skósmiður væri við nám við landbúnaðarskóla vegna þess að hann vinnur með leður. Þó svo við skrúðgarðyrkjumenn gróðursetjum nokkrar plöntur réttlætir það ekki að við skulum vera skikkaðir til að stunda nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þannig atvikaðist það að skrúðgarðyrkjan lokaðist inni í Garðyrkjuskóla ríkisins og kemst ekki þaðan út, það er hrópað á hjálp. Hvaða samleið hefur þessi iðngrein með ylrækt, skógarfræði, eða meðblómaskreytingar að gera? Akkúrat enga. Skrúðgarðyrkja er iðnnám sem á að kenna við Tækniskólann þar sem við eigum samleið með öðrum iðngreinum í byggingariðnaði, samanber húsasmiðum, pípurum og rafvirkjum. Þessar greinar haldast í hendur þegar kemur að því að gera garða umhverfis lóðir og opin svæði og því nauðsynlegt að fólk innan þessara iðngreina stundi nám í sama skóla og hafi kynni hvert af öðru með framtíðarsamvinnu í huga. Það er á engan hátt hægt að réttlæta það að kenna skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskólann þar sem hann er sveitaskóli og þar af leiðandi er hann heimavistarskóli, það hefur í för með sér að nemendur í skrúðgarðyrkju þurfa að greiða húsaleigu og vera fjarverandi frá fjölskyldu sem skapar vandamál fyrir námsmenn. Um 80% af þeim nemendum sem stunda nám í skrúðgarðyrkju koma frá höfuðborarsvæðinu sem segir að nám við Tækniskólann sé mun hagstæðara fyrir nemendur þar sem þeir búa á svæðinu Þess utan er gott aðgengi að öllum fagaðilum sem koma að garðahönnun og framkvæmdaraðilum, stutt að fara í skoðunarferðir því Reykjavíkursvæðið er mekka garðmenningar á Íslandi. Hér má finna allt sem vel er gert og miður hefur farið, endalaus lærdómur fyrir nemendur í skrúðgarðyrkju, en því er ekki að heilsa uppi í sveit, þar er ekkert af þessu tagi. Nú er lag í þessari tilvistarkreppu í skólamálum skrúðgarðyrkjunnar, því skora ég á Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að bjarga skrúðgarðyrkjunni úr þessari kreppu og koma iðngreininni úr viðjum Garðyrkjuskólans og koma skrúðgarðyrkjunni í Tækniskólann þar sem námið á heima meðal jafningja sem iðngrein. Henni til vegs og virðingar. Kristján Vídalín garðameistari 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% 50,0% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið Mannlíf 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 18 4 5, 6% 20 19 4 1, 9% 20 14 3 3, 9% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 18 2 4, 6% 20 19 2 1, 9% 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 0% 20 18 2 2, 1% 20 19 1 9, 0% 20 19 5 ,8 % 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 18 1 0, 8% 20 19 9 ,1 % 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 1 1, 2% 20 18 5 ,1 % 20 19 5 ,2 % 20 19 2 ,2 % Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni þróun lestrar síðastliðin sex ár, 2014-2019, samkvæmt könnunum Gallup 20 14 4 3, 3% 20 15 3 1, 0% 20 18 9 ,1 % 20 14 1 1, 3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.