Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 57 Fallegt vesti á herra, prjónað ofan frá og niður úr Drops Karisma. DROPS Design: Mynstur u-898 Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 88 (96) 106 (116) 126 (138) cm Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst) - Ólífa nr 57: 300 (350) 400 (400) 450 (500) g Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 4 og 40 og 80 cm nr 3 Upplýsingar fyrir uppskrift: Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Útaukning: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Úrtaka (á við um hlið á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkantur- inn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá uppá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). VESTI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er hvor öxl prjónuð fyrir sig, fram og til baka, jafnframt því sem aukið er út/fitjaðar eru upp lykkjur fyrir háls- máli. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig þar til útaukning fyrir handveg er lokið. Síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring. Lykkjur eru teknar upp fyrir kant í hálsi og kant á ermum, stroff er prjónað í hring. BAKSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Hægri öxl: Fitjið upp 18 (19) 19 (20) 20 (21) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið slétt prjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka (slétt á réttu, brugðið á röngu). Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu – sjá ÚTAUKNING = 19 (20) 20 (21) 21 (22) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl. Vinstri öxl: Fitjið upp 18 (19) 19 (20) 20 (21) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið slétt prjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í lok næstu umferðar frá réttu = 19 (20) 20 (21) 21 (22) lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Nú eru bæði stykkin sett saman þannig: Prjónið slétt- ar lykkjur yfir allar 19 (20) 20 (21) 21 (22) lykkjurnar á vinstri öxl, fitjið upp 40 (40) 42 (42) 44 (44) lykkjur í lok umferðar (= hálsmál), prjónið inn 19 (20) 20 (21) 21 (22) lykkjur frá hægri öxl á prjóninn = 78 (80) 82 (84) 86 (88) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með slétt prjóni og 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18 (18) 18 (17) 17 (16) cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverri umferð frá réttu 2 (1) 1 (3) 4 (4) sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverr- ar umferðar þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0 (2) 2 (3) 3 (4) sinnum og 3 lykkjur 0 (0) 1 (1) 2 (3) sinnum (= alls 2 (5) 8 (12) 16 (21) lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82 (90) 98 (108) 118 (130) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið framstykki. FRAMSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Vinstri öxl: Fitjið upp 18 (19) 19 (20) 20 (21) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið slétt prjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 (5) 6 (6) 7 (7) cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 19 (20) 20 (21) 21 (22) lykkjur. Fitjið síðan upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 3 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 28 (29) 29 (30) 30 (31) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hægri öxl. Hægri öxl: Fitjið upp 18 (19) 19 (20) 20 (21) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið slétt prjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 (5) 6 (6) 7 (7) cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir hálsmáli þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 19 (20) 20 (21) 21 (22) lykkjur. Fitjið síðan upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 3 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 28 (29) 29 (30) 30 (31) lykkjur. Prjónið nú hægri og vinstri öxl saman frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 28 (29) 29 (30) 30 (31) lykkjur á hægri öxl, fitjið upp 22 (22) 24 (24) 26 (26) lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið sléttar lykkjur yfir 28 (29) 29 (30) 30 (31) lykkjur á vinstri öxl = 78 (80) 82 (84) 86 (88) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttu prjóni og 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18 (18) 18 (17) 17 (16) cm, aukið út/fitjið upp lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverri umferð frá réttu 2 (1) 1 (3) 4 (4) sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0 (2) 2 (3) 3 (4) sinnum og 3 lykkjur 0 (0) 1 (1) 2 (3) sinnum (= alls 2 (5) 8 (12) 16 (21) lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82 (90) 98 (108) 118 (130) lykkjur. Héðan er nú mælt FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú framstykki og bakstykki saman frá réttu þannig: Prjónið slétt prjón 82 (90) 98 (108) 118 (130) lykkjur á framstykki, fitjið upp 11 (11) 13 (13) 15 (15) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið slétt prjón yfir næstu 82 (90) 98 (108) 118 (130) lykkjur á bakstykki, fitjið upp 11 (11) 13 (13) 15 (15) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) = 186 (202) 222 (242) 266 (290) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju af 11 (11) 13 (13) 15 (15) nýju lykkjum í hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað hvoru megin við prjónamerkin. Prjónið slétt prjón hringinn. Þegar stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með ca 9 (9) 10 (10) 10 (11) cm alls 4 sinnum = 170 (186) 206 (226) 250 (274) lykkjur. Þegar stykkið mælist 34 (35) 36 (37) 38 (39) cm, aukið út um 26 (26) 30 (34) 38 (42) lykkjur jafnt yfir = 196 (212) 236 (260) 288 (316) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Vestið mælist ca 57 (59) 61 (63) 65 (67) cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Á ERMUM: Prjónið upp 88-132 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón nr 3. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Prjónið hinn kantinn á ermi alveg eins. KANTUR Í HÁLSI: Prjónið upp 104-120 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón nr 3. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Georgetown-herravesti HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 9 1 4 6 7 3 8 5 5 3 6 4 8 1 6 7 9 4 3 9 5 6 1 2 8 4 9 2 8 3 6 3 9 4 2 7 8 2 5 9 Þyngst 2 1 6 7 8 4 7 5 9 8 3 6 7 2 8 5 3 4 8 9 8 6 3 1 4 2 5 9 5 2 1 6 1 9 3 2 4 2 8 3 3 1 5 9 9 4 1 1 8 7 5 6 1 9 3 6 8 1 8 4 7 6 9 2 5 4 7 9 5 5 9 2 6 2 3 7 5 4 5 3 2 1 4 8 6 9 1 8 7 3 9 1 Ætla að verða bakari eða leikari FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Guðni Geir Jóhannesson er 11 ára og miðjubarn, á tvo bræður. Hann getur látið braka í ökklanum og kjálkanum. Hann er hraður, góður bakari og góður leikari. Nafn: Guðni Geir Jóhannesson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Akranes. Skóli: Brekkubæjarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst heimilisfræði skemmtilegast því þá fæ ég að baka. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Simbi, hundurinn minn. Uppáhaldsmatur: Hakk og spaghetti. Uppáhaldshljómsveit: Bruno Mars. Uppáhaldskvikmynd: Bruce Almighty. Fyrsta minning þín? Ég man ekki neitt. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfði á trompet en er hættur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bakari eða leikari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég stal einu sinni úr búð en mamma lét mig skila því og biðjast afsökunar. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór með bróður mínum á ærslabelginn, sá Gullfoss og Geysi og fór í sumarbústað. Við fórum líka í sund úti um allt. Næst » Ég skora næst á Sigrúnu Höllu Olgeirsdóttir, vinkonu mína í Bolungarvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.