Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202058 börn og vél- knúin ökutæki bílar, dráttarvélar, vöruflutninga- eða mjólkurbílar ættu aldrei að nálgast leiksvæði barna. Það er góð hugmynd að girða leikvelli tryggilega af og sjá til þess að vélknúin ökutæki þurfi ekki að snúa eða bakka í námunda við þá. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is LESENDABÁS Við sem byggjum þetta land höfum ekki leyfi til að skila komandi kynslóðum þeim arfi sem felst í ónýtum girðinga­ dræsum jafnt á láglendi og upp um fjöll og firnindi. Hvorki stofnanir né bændur og aðrir landeigendur. Nú hillir loks undir að lausaganga búfjár líði undir lok; aðeins spurning um hvenær bændur axla ábyrgð á sínu búfé. Við það verða þús­ undir kílómetra af girðingum stofnana óþarfar og þá ríður á að fjarlægja þessi kaun í landinu. Bændur hafa í vaxandi mæli axlað ábyrgð á sjálfbærri landýtingu, þó víða megi geri þar betur, og ég hvet alla sem hlut eiga að máli að axla ábyrgðina varðandi óþarfa girðingar Upphaf afmörkunar lands með görðum og síðar girðingum Talið er að nær allt land hafi verið afgirt á landnáms- og þjóðveldisöld með torfgörðum en glöggt má sjá merki þeirra til dæmis í Suður- Þingeyjarsýslu og reyndar víða um land. Án efa eru þetta mestu mannvirki Íslandssögunnar þar til nútíma vegagerð hófst. Í Grágás er að finna ítarlega lýsingu á gerð löggarða er girtu af eignarlönd manna. Þeir áttu að tryggja að menn byggju á eigin landi en ekki annarra. Og því aðeins mætti lögsækja mann fyrir að beita fé sínu á annars manns landi að löggarður væri á milli. Þegar kemur fram undir 1900 er byrjað var lítilega að girða með gaddavírsgirðingum og svo komu girðingar með neti og gaddavír um og eftir miðja síðustu öld og rafmagnsgirðingar í lok síðustu aldar. Hvimleiðar girðingar Girðingar falla ekki vel inn í íslenskt landslag, en í einstaka tilfellum finnst undirrituðum að vel girt girðing, sem þjónar til- gangi sínum um beitarstjórnun, sé ekki endilega ljót. Eftir því sem næst verður komist hefur engin heildarúttekt verið gerð á lengd girðinga hér á landi, en ýmsar heimildir eru til um girðingar á vegum opinberra stofnana. Enn fremur eru til heimildir um girðingar sem nutu opinberra styrkja hér áður fyrr. Telja verður fullvíst að heildar- lengd þeirra girðinga sem girtar hafa verið nemi tugum þúsunda kílómetra. Jafnljóst er að mik- ill meirihluti þessara girðinga þjóna engum tilgangi lengur, þótt flestar þeirra séu að nafninu til uppistandandi, öllum til ama, hættulegar mönnum og dýrum. Landgræðslan og Skógræktin hafa gert verulegt átak í að farga óþarfa girðingum, en aðrar stofnanir, sem girt hafa þúsund- ir kílómetra á liðnum áratugum, eiga gríðarlegt skylduverk fyrir höndum. Vissulega eiga girðingar rétt á sér til beitarfriðunar og beitar- stjórnunar en þar sem sauðfé er að fækka verða æ fleiri girðingar óþarfar, ljótar og hættulegar skepnum og gangandi fólki. Brýnt er að allir landeigendur og ríkisstofnanir sem hlut eiga að máli fjarlægi sem allra fyrst slíkar girðingar og fargi þeim með lögmætum hætti. – GRÆÐUM ÍSLAND – Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Fjarlægjum allar óþarfa girðingar Ónýtar girðingar liggja eins og hráviði, bæði á hálendi og láglendi. Mynd / Sveinn Runólfsson Í fuglaskoðunarferð með Arinbirni Jóhannssyni á Brekkulæk í Miðfirði: Um 50 tegundir íslenskra fugla og hrossagaukur á hreiðri Nú í vor tókum við hjónin, Guðjón Jensson og Úrsúla Jünemann, þátt í ferð um Norðvesturlandið undir stjórn Arinbjarnar Jóhannssonar, ferðabónda á Brekkulæk í Mið firði. Sumarið 1982 tókum við einnig þátt í hestaferð undir stjórn hans á Arnarvatnsheiði, hrepptum ekki gott veður, rigningu og kalt veður nánast upp á hvern einasta dag. Það var upphaf að ánægjulegum kynnum og síðar farsælu samstarfi. Að þessu sinni var veðrið algjör andstæða, þurrt og bjart veður alla daga nema þann síðasta en þá gekk á með skúrum öðru hvoru. Við vorum í þessari ferð á vegum Arinbjarnar dagana 4.–8. júní. Fyrsta daginn var ekið um Hvalfjörð og Borgarfjörð en meginþema ferðar- innar voru fuglarnir í náttúru landsins. Ekki var veðurspáin hagstæð fyrir vestanvert Norðurlandið en þrátt fyrir allt rættist mjög vel úr. Á túninu sunnan við bæinn tóku heiðlóur, jarðrakan, stelkur, spói og tjaldur á móti okkur. Athygli vakti hrossagaukshreiður við einn húsvegginn. Fyrsta kvöldið nutum við leiðsagnar Arinbjarnar sem gekk með okkur nokkurn spöl suður fyrir Brekkulæk og dálítið upp með Vesturá sem rennur í Miðfjarðará. Þar er þó nokkuð mikil gljúfur þar sem hrafnar hafa orpið en einhverra hluta vegna hafði varp farist fyrir að þessu sinni, líklega vegna kaldrar veðráttu nú í vor. Byggði hús fyrir ágóðann af laxveiði Arinbjörn er óspar að segja frá og miðla góðum fróðleik frá fyrri tíð. Meðal annars sagði hann frá afa sínum sem með elju sinni og framsýni veiddi einhver ósköp af laxi fyrir rúmum 80 árum. Þá var tíðkaður svonefndur ádráttur þar sem nánast hver fiskur var veiddur með netum í hyljum. Þetta var fyrir daga friðunar og stangaveiða sem var þá sport fyrst og fremst enskra laxveiðimanna sem hingað komu til veiða. Afinn slægði og flakaði aflann og með aðstoð nágranna síns, bónda af öðrum bæ, var laxinn reyktur og seldur til Reykjavíkur. Afrakstur þessa starfs dugði til að festa kaup á nægilegu byggingaefni til að reisa nýtt íbúðarhús að Brekkulæk. Er það elsti hluti núverandi bæjarbyggingar. Næsta dag var ekið inn Mið- fjörðinn og skammt innan við hálsinn sem skilur að Austurárdal og Núpsdal gengum við dálítinn spöl meðfram Austurár vestan við gilið norðan og neðan við Skárastaði. Þar hugðum við að fuglum þar í dalnum og sáum meðal annars þrjár heiðargæsakollur liggja á eggjum auk annarra fugla. Eftir miðdegishressingu á Brekkulæk var ekið um Vatnsnes og kom Einar Þorleifsson fuglafræðingur á móts við okkur og varð að góðu liði sem og daginn eftir. Á slóðum voveiflegs atburðar Við komum við á Illugastöðum þar sem voveiflegur atburður gerðist fyrir nær tveimur öldum. Og auð- vitað skoðuðum við fugla og seli við Hvítserk. Í brimunum síðastliðinn vetur hefur orðið mikil breyting á að- stæðum við klettinn, sandur og annað laust efni sem safnast hafði saman á liðnum áratugum í fjörunni hafði sóp- ast í burtu. Fyrir vikið er ekki lengur unnt að vaða út að Hvítserk sem fugl- arnir njóta góðs af en rita og teista eru farnar að verpa þar aftur. Kríuvarpið hefur aukist nokkuð. Í æðarvarp í Höfnum Þriðja daginn var ekið norður á Skaga fram hjá Blönduósi og Skagaströnd og allt að Höfnum sem er einn af nyrstu bæjunum í Austur-Húnavatnssýslu. Mikið og gott útsýni var yfir Húnaflóann og allt til fjallanna handan hans á Ströndum, Kaldbaks, Reykjahyrnu og allt til Drangajökuls. Frá fjör- unni í Höfnum vorum við ferjuð á bát í dálitla eyju sem vart verður talin vera öllu stærri en um hálfur hektari. Mjög áhugavert er hve Vignir bóndi og fjölskylda hans þar út við ysta haf hafa unnið við að efla viðgang æðarfugls. Um 2.000 hreiðurhýsi hafa þar verið reist. Um 20–25 kg æðardúns hafa þeir upp úr krafsinu og verður það að teljast góð hlunnindi jarðarinnar. En það krefst eðlilega mikillar vinnu. Auk æðarfugls er töluvert um lunda þar í eyjunni. Á leiðinni til baka komum við í Kálfhamarsvík sem er sögustaður. Mjög fagurt er þar, einkum vegna stuðlabergsins og mikils útsýnis einkum til fjallanna í Strandasýslu. Við gistum þrjár nætur á Brekkulæk og verður að segja sem er að öll þjónusta og viðurgerning- ur allur er með því allra besta sem vænta má í dag á ferðaþjónustubæj- um. Og verðið verður að teljast mjög sanngjarnt. Fjórða og næstsíðasta daginn var ekið inn fyrir Hrútafjörðinn og út Strandir allt til Hólmavíkur. Eftir miðdegishressingu þar var ekið um Arnkötluheiði sem nú nefnist Þröskuldur og vestur í Barðastrandarsýslu. Reykhólasveit er eitt besta fuglaskoðunarsvæði landsins Í Reykhólasveit gengum við góða stund og stunduðum fuglaskoðun sunnan við þorpið. Verður að segja sem er að þar er eitt besta fugla- skoðunarsvæði landsins sem ég hefi heimsótt sökum mikils fjölda einstakra tegunda. Var einstakt tækifæri að komast jafn nálægt fuglunum en unnið hefur verið að lagningu og merkingu göngustíga. Á einni tjörninni, Lómatjörn, taldi ég að þar mætti sjá að minnsta kosti tylft lóma. Þar voru allmargar há- vellur og óðinshanar sem í hóp gerðu aðsúg að hávellunum. Eigi veit ég hverrar ástæða þar er en oft gengur okkur mannfólkinu illa að skilja atferli fuglanna. Síðasta daginn ókum við að kirkjubænum Stað, vestasta bæ Reykhólasveitar, en um hefur verið rætt að leggja veg þar og þvert yfir Þorskafjörð og áfram vestur um Barðastrandarsýslu. Það er ábyggi- lega mjög skynsöm leið enda yrði hún snjóléttust af þeim leiðum sem til greina koma. Við ókum til baka austur Barðastrandasýslu yfir brúna á Gilsfirði en sökum rigningar sást hvergi til konungs íslensku fugl- anna, hafarnarins. Áfram var haldið um þá sögufrægu Dalasýslu þar sem ýmis fróðleikur var rifjaður upp. Við lögðum lykkju á leið okkar um Haukadal, einn af fegurstu dölum Íslands, síðan um Bröttubrekku og Borgarfjörð. Í Borgarnesi áðum við í Landnámssetrinu og áfram ókum við til höfuðborgarsvæðisins. Mjög ánægjuleg og góð ferð var að baki en Arinbjörn á Brekkulæk á yfir 40 ára reynslu að baki í þágu ferðaþjónustu. Kvað hann þetta vera fyrstu ferðina sem hann hefur skipulagt fyrst og fremst sniðna að Íslendingum. Við vorum 9 ferða- langar sem sáum á þessum dögum um 50 tegundir íslenskra fugla. Fuglaskoðunarferðir eru mjög ánægjulegar. Ekki þarf veður alltaf að vera tálmi góðs árangurs því oft kemur margt á óvart. Guðjón Jensson, eldri borgari í Mosfellsbæ Einar Þorleifssyni fuglafræðingur með kríu sem var illa brotin á væng við Illugastaði. Ýtt úr vör á leið í fuglaskoðun í landi Hafna. Sandlóuungarnir létu óvenju lítið á sér bera, drógu sig saman þétt upp við hver annan en foreldrarnir vöppuðu út um víðan völl. Í eynni í landi Hafna eru um 2.000 svona lúxusfjölbýli fyrir æðarfuglinn. Rjúpa við Lómatjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.