Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202030 Á Hverabakka II á Flúðum er stunduð ylrækt í gróðurhúsum og útiræktun einnig í nokkru magni: Eini íslenski garðyrkjubóndinn sem ræktar sellerí til sölu í stórmörkuðum – Stefnir í ágæta uppskeru úr útiræktuninni Á Hverabakka II á Flúðum reka þau Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkju- stöðina Gróður ehf. Í dag er aðal- umfang ræktunarinnar ylrækt á tómatategund sem er á milli kirsu- berjatómata og plómutómata – og þau kalla Sólskinstómata. Rætur ræktunarinnar á Hverabakka liggja hins vegar að mestu í úti- ræktun grænmetis og hafa þau alla tíð verið atkvæðamikil á þeim vettvangi með fjölbreytta ræktun. Þorleifur segir að útlit sé fyrir ágæta uppskeru þegar á heildina sé litið, en mest ræktar hann af blómkáli á ökrum sínum. „Megnið af okkar ylrækt er hins vegar í þessum tómötum okkar sem eru af tegundinni „cherry-plum“ og við byrjuðum með fyrir svona sjö til átta árum. Við erum líka með kirsuberjatómata og hefð- bundna tómata í smáum stíl,“ segir Þorleifur. Kennslan vék fyrir garðyrkjunni „Forsagan að því að við gerumst garðyrkjubændur er nú sú að við komum hingað á Flúðir sem kennarar við grunnskólann,“ segir Þorleifur. „Pabbi Sjafnar, Sigurður Tómasson, stofnaði í rauninni þessa garðyrkjustöð árið 1944 ásamt nokkrum öðrum. Hún var reist hér á bakkanum fyrir ofan upphaflega. Hann starfaði sjálfur við stöðina, keypti hana síðan og fluttist hér niður á eyrina við Litlu-Laxá. Við byrjuðum í útirækt á sumrin og fengum aðstöðu hjá Sigurði. Á endanum tók svo garðyrkjan alveg yfir hjá mér og ég hætti að kenna þegar ég hafði eignast stöðina og var kominn með fólk í vinnu. En það var í raun ekki grundvöllur fyrir því að helga sig þessu að fullu fyrr en það var hægt að rækta allt árið um kring við lýsingu. Núna er þetta þannig – eftir að ég fór að draga aðeins saman – að þá er ég með tíu manns í vinnu seinnipart sumars en sex á vet- urna.“ Gott starf hjá SFG við nýtingu hráefnis Þorleifur er stjórnarmaður í Sölu- félagi garðyrkjumanna (SFG) og leggur því stoltur sínar afurðir þar inn. Hann segir gott starf vera unnið þar um þessar mundir varð- andi nýtingu á hráefni sem áður var bara hent. „Af ýmsum ástæðum líta afurðirnar ekki allar þannig út að hægt sé að selja þær sem fyrsta flokks í verslunum. Hér áður fyrr var útlitsgölluðu grænmeti ein- faldlega hent, en nú er þetta miklu betur nýtt. Annars flokks grænmeti er nú líka lagt inn til SFG sem notar það í sína góðu framleiðslu. Innan vébanda þess er talsvert umfangs- mikil matvælaframleiðsla; bæði hrá efnis- og vöruframleiðsla fyrir eldamennsku en eins er þar rekið dótturfyrirtækið Matartíminn, sem sérhæfir sig í að útbúa tilbúnar mál- tíðir, til dæmis fyrir skólamötu- neyti.“ Ylræktin utan dyra Nokkuð var um hér áður fyrr að garðar voru hitaðir upp með hitaleiðslum en því var hætt þar sem farið var að færa ræktunar- svæðin reglulega til, meðal annars til að hvíla lönd og þurfa síður að nota illgresiseyði í slíkum löndum sem vanalega fyllast af arfa og ill- gresi eftir smá tíma. Þorleifur segir að þau njóti hins vegar góðs af því að hluti af ræktunarlandinu liggi á eins konar hitahellu sem geri það að verkum að hann er nokkuð á undan öðrum með ræktun sína. „Ég er al- veg hálfum mánuði á undan öðrum að senda frá mér fyrstu uppskeru af þessum sökum. Við sendum frá okkur fyrstu blómkálssendinguna um miðjan júlí og munum senda frá okkur alveg þangað til það fer að frysta,“ segir Þorleifur. Framlegðin valdi blómkálið „Við erum einnig með dálítið af kínakáli, spergilkáli – og selleríi núna aftur. Við vorum með mun meira af kínakálinu hér áður fyrr, en þegar ég fór að rýna í framlegð- ina sem var af þessum tegundum þá var það auðvelt val að velja blómkálið sem aðaltegund fyrir útiræktunina. Við erum líka með sellerí í sumar eftir tveggja ára pásu. Selleríið er annars mjög hæg- vaxta tegund. Við verðum að planta því út eins snemma og hægt er, þó þannig að það sé víst að ekki verði næturfrost – oftast í kringum mánaðamótin maí-júní. Svo setj- um við dúk yfir strax. Það er svo uppskorið í byrjun ágúst og fram í september. Selleríið okkar hefur verið mjög vinsælt og við í raun ekki haft undan að senda frá okkur í verslanir. En því fylgir dálítil vinna við snyrtingu og þvott.“ Með stöðina á sölu „Núna verð ég með á bilinu 15–20 tonn af blómkáli, 7 tonn af kína- káli og sellerímagnið gæti verið um fimm tonn,“ reiknar Þorleifur snögglega út. „Þetta er svona það sem ég get ímyndað mér núna, en það veltur auðvitað dálítið á tíðar- farinu fram undan.“ Þegar hann er spurður hvort hann gæti hugsað sér að bæta í selleríframleiðsluna kemur hik á hann, en svo segir hann frá því að garðyrkjustöðin sé til sölu og hafi verið í rúmt ár. „Staðan hérna hjá okkur er þannig að við viljum fara að hætta þessu, börnin okkar eru á kafi í einhverju öðru og því ekki líkleg til að taka við af okkur. Ég verð 65 ára á þessu ári og ætla ekki að vera í þessu mikið lengur og tel rétt að selja meðan allt er í fullum rekstri. Ef maður er í svona útirækt þá fer sumarið alveg í að sinna henni – maður kemst lítið frá. En þetta er mjög gefandi og spennandi ræktun og ég held að það séu mörg tækifæri í greininni rétt handan við hornið,“ segir Þorleifur. Erfið nýliðun í garðyrkjunni Spurður um hvort tilboðin í stöðina komi frá fólki sem er fyrir í grein- inni segir Þorleifur að svo sé ekki endilega. „Að vísu tengist fólk á bak við einhver tilboðin inn í garð- yrkjuna en ég held það megi segja samt að þetta séu allt nýliðar. Það er ánægjulegt samt að finna að áhugi er til staðar. Það er reyndar allt annað en auð- velt fyrir ungt fólk að komast inn í garðyrkjuna eins og búskap almennt – þetta er svo gríðarlega mikil fjár- festing. Garðyrkjustöðvum, eins og bújörðum, hefur fækkað og þær stækkað og þar af leiðandi orðið dýrari. Styrkja- og lánakerfið hefur ekki verið hagstætt fyrir nýliðun í grein- inni. En kannski er eitthvað að rofa til; mér skilst að Byggðastofnun ætli að fara að veita lán – jafnvel allt að 90 prósenta nýliðunarlán. Það myndi breyta miklu. Svo virðist líka vera að stjórnvöld séu að verða aðeins meira meðvituð um að þessi grein skipti einhverju máli og ein- hvers virði sé að framleitt sé græn- meti innanlands,“ segir Þorleifur. Hann vísar þar til nýlegrar endur- skoðunar garðyrkjusamningsins – þar sem gert er ráð fyrir auknu fjárframlagi ríkisins til greinarinnar í því skyni að auka innlenda fram- leiðslu um 25 prósent á næstu þrem- ur árum. „Það er gott og blessað að það sé verið að auka styrki og hvetja til aukinnar framleiðslu í greininni, en það verður jafnframt að huga að Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA Valtra T234 D Valtra N134 A Valtra N114 EH5 Valtra N154 EA Eigum nokkrar Valtra dráttarVélar á tilboðsVErði! Selleríið skorið. Það er mjög hægvaxta og þarf þrjá góða sumarmánuði til að verða fullvaxta. Myndir / smh Þorleifur Jóhannesson, garðyrkjubóndi á Hverabakka II, hyggst selja stöðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.