Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 27 Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Styrkir til þróunarverkefna í garðyrkju, nautgriparækt og sauðfjárrækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunar verkefna í garðyrkju, nautgriparækt og sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018. Í garðyrkju eru styrkhæf ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunar verkefni og endur- menntunarverkefni. Í nautgriparækt eru verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og/eða þróun. Í sauðfjárrækt eru verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www.fl.is/throunarfe, eingöngu er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is og með hefðbundnum pósti til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes. Umsóknarfrestur er til og með 1. október n.k. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; sigridur@fl.is. Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Sveitarfélagið Voga á Vatnsleysuströnd: Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell hlaut umhverfisviðurkenningu Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjunum veitir árlega viðurkenningar til einstak- linga og fyrirtækja fyrir góða umhirðu um umhverfi sitt, hvort sem það er húsnæði, garðar eða annað. Í ár voru veittar viður- kenningar til fjögurra einstaklinga og einna félagasamtaka en það er Landgræðslu- og skógræktarfé- lagið Skógfell sem hlaut viður- kenningu fyrir metnaðarfullt starf í umhverfis málum. Félagið var stofnað 23. júní 1998. Stofnfélagar voru um 40 tals- ins, en í dag eru félagsmenn um 50. Umráðasvæði félagsins er Háibjalli, sem er hamrabelti sunnan við Voga, en félagið er þar eigandi að 15 hekt- ara landsvæði. Félagið hugar ekki eingöngu að gróðri, uppgræðslu og plöntun held- ur einnig þáttum sem lúta að bættu mannlífi og betra samfélagi í Vogum. Þá hefur það viðhaldið skóginum í Háabjalla þar sem gróðurreitur hefur stækkað undanfarin ár auk þess að græða upp gróðurvana svæði. Á Háabjalla hafa verið haldnir tónleikar og þar hefur verið tekið á móti útskriftarnemendum leikskól- ans Suðurvalla úr Vogunum, sem gróðursetja tré. Skógfell hefur, í samstarfi við íþróttafélagið Þrótt, gróðursett við íþróttasvæði bæjarins og unnið með Kvenfélaginu Fjólu að fegrun Aragerðis í Vogum. „Skógfell er samfélags- og gróður- vænt félag sem bætir á metnaðarfull- an hátt umhverfið og bæjarbraginn. Starfsemi félagsins er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni,“ segir m.a. á viðurkenningarskjalinu, sem félagið fékk. /MHH Elsa Kristín Kay Frandsen, 22 ára, ein af stofnfélögunum og jafngömul félaginu, með fullan bakka af plöntum, sem gróðursettar voru við Háabjalla en félagið gróðursetur árlega um 500 til 1.000 plöntur á svæðinu. Myndir / Aðsendar Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­ setninga störf. Oktavía J. Ragnarsdóttir, formaður Skógfells, en hún heldur hér á barnabarni sínu, Iðunni Helgu Bjarnadóttur Wium. Oktavía seg ir að umhverfisviðurkenning Sveitar­ félagsins Voga blási félaginu byr í brjósti og muni félagið halda ótrautt áfram að vera samfélags­ og gróðurvænt félag og bæta með því umhverfið og bæjarbraginn. ÍSLAND ER LAND ÞITT Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í september bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Reykjanesbær | Sauðárkókur | Selfoss | Vopnafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.