Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202010 FRÉTTIR Ull úr Uppspuna notuð til landgræðslu Hulda Brynjólfsdóttir, sauð fjár­ bóndi í Lækjartúni á austur­ bökkum Þjórsár, á og rekur smáspunaverksmiðjuna Upp­ spuna. Í byrjun ágústmánaðar stóð hún fyrir nokkuð nýstárlegri land græðsluferð þegar afgangsull frá verksmiðjunni var dreift á malarkamb nálægt Heklu í landgræðsluskyni. Um tilraunaverkefni er að ræða og unnið í samstarfi við Landgræðsluna og Hekluskóga. „Við nýtum orðið nánast alla okkar ull hjá okkur. Alltaf er þó eitthvað sem nýtist ekki í garn eða aðrar afurðir sem við gerum. Það geta verið sneplar á haustullinni sem orsakast af leifum frá rúningi vorsins á undan; hún getur verið full af sandi eða grasi og lyngi. Svo er það hárskiljan okkar sem hreinsar togið, grófu hárin, frá þelinu, þeim fínni, og með því fer einnig sandur og fræ. Ef það er hreint getum við notað það í vörur, en ef það er óhreint, notum við það ekki í garn heldur höfum safnað því með það að markmiði að nýta til landgræðslu,“ segir Hulda um þessa afgangsull. Áburðarkögglar úr ull Hún segir nokkrar ástæður fyrir því að ákveðið var að prófa að nota afgangsullina í Uppspuna til landgræðslu. „Við vitum að ull er lífrænt efni sem brotnar niður með tímanum. Flest allt sem brotnar niður getur gert jarðveg frjósamari og við höfum ávallt veitt því athygli að kringum ull, vex gras vel. Við vitum af dæmum um að ull hafi verið notuð með góðum árangri til upp­ græðslu, bæði hér á Íslandi og í út­ löndum í rofabörð og á steinklappir. Ég heyrði fyrir nokkrum árum af strák í Austurríki sem var að þróa áburðarköggla úr ull, ásamt því að gera ábreiður yfir beð og utan um viðkvæm tré. Fáum árum síðar heyrði ég að þessi áburður hefði verið tekinn til tilrauna í grasa­ garðinum í Vín. Þetta þótti mér afar áhugavert og langaði að gera tilraunir með hvort ekki mætti nýta afgangsullina okkar á gróðursnautt land einhvers stað­ ar til að hjálpa til við uppgræðslu eins og gert er með úrgangshey. Ég hef svo sem ekki mörg slík svæði á minni jörð, sem er öll grasi gróin, en afréttur okkar er ansi hrjóstrugur víða og Sprengisandur sem umlykur hann er náttúrlega að megninu til grjót og hraun. Ég talaði því við Landgræðsluna til að vita hvort ekki væri svæði einhvers staðar sem þyrfti úrbóta með, þar sem kindur væru helst ekki. Eftir að hafa talað við nágranna mína um hvort og þá hvert væri heppilegt að fara með slíka ull – þar sem ekki væru kindur – ræddi ég við fólk hjá Landgræðslunni og Hekluskógum. Í kjölfarið var okkur úthlutað svæði innan landgræðslugirðingar rétt innan við Heklu sem við máttum nota til að prófa okkur áfram með þetta verkefni. Þetta er fyrsta ferð okkar með svona, en við munum fylgjast með hvernig gengur og bæta við blettinn eftir þörfum. Við höfum fulla trú á að þetta verði til bóta.“ Vel fylgst með áhrifunum Hulda gerir sér ekki alveg grein fyrir því hversu lengi ullin verði að brotna niður. „Ég veit það ekki þar sem við höfum ekki gert þetta áður, en ég geri ráð fyrir að það taki ekki nema ár að verða bundið jarðveginum og væntanlega bætir það hann í einhver ár á eftir. Það er í rauninni margt sem við erum að athuga með þessu. Þó ég sé ekki að fara í vísindalega rannsókn á þessu, þá er markmiðið að fara reglulega og taka myndir og meta framfarir og ég á von á að Garðar og Hrönn muni fylgjast með þessu líka. Það sem ég vil athuga er hvort þetta bæti jarðveginn og þá hversu lengi hún gerir það – eða hvort þetta fjúki bara allt í burtu í vetur.“ Gæti nýst í trjárækt „Við fórum með um 1.000 kíló á kerrum og dreifðum á malarkamb með litlum gróðri sem sneri frá veginum og blasir því ekki við þeim sem leið eiga um veginn,“ svarar Hulda þegar hún er spurð um mögulega sjónmengun af ullinni. „Það er vissulega sjón­ mengun af ull sem dreift er á opið svæði – sérstaklega af þeirri hvítu. En það verður líka spennandi að fylgjast með hversu lengi hún sker í augun. Ég mun fara aftur fljót­ lega inn úr og skoða þetta, þá er um mánuður liðinn frá dreifingu og verður fróðlegt að sjá þá hvernig þetta lítur út. Við erum svo sem engir frum­ kvöðlar í því að nýta ullina til landgræðslustarfa, en okkur þykir þetta samt spennandi. Við höfum líka lagt hana í þykkum lögum í kringum berjarunna sem eru að kafna í grasi, þannig að hún heldur grasinu niðri og einnig heldur hún rakanum betur í jarðveginum við trén. Við höfum sett skjólbelti á nokkra staði í okkar land í sam­ starfi við Suðurlandsskóga og þá höfum við fengið plastrenning til að setja yfir ræmuna sem plægð er fyrir skjólbeltið. Ég spurði hvort ekki væri hægt að nota eitthvað annað efni en að setja plast út í náttúruna með þessum hætti, en þeir töldu ekki að neitt annað gæti hamið grasvöxtinn að gagni. Okkar reynsla af þessu er að blessað grasið er ansi ákaft að bora sér upp um plastið og eiga trén erfitt sums staðar þrátt fyrir það, þó það hjálpi vissulega, en okkur grunar að ef trjám er plant­ að í plægða reiti og ull lögð með þeim, þá muni hún ekki síður aðstoða við að halda niðri gras­ vexti á meðan trén eru að ná sér af stað og auka síðan gæði jarðvegar þegar hún brotnar niður og hjálpi þá trjánum jafnframt að vaxa í framhaldinu.“ /smh Ullin frá Uppspuna komin á malarkamb við Heklu. Hulda Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi á Tyrfingsstöðum og verksmiðjustjóri í Uppspuna. Teigskógarmálið enn í kæruferli: Eitt tilboð barst í lagningu 6,6 km kafla í Gufudalssveit Tilboð í endurbyggingu og breikk­ un Vestfjarðavegar (60­28) á um 6,6 km kafla frá Gufu dalsá að Skálanesi var opnað 14. ágúst. Aðeins eitt verktakafyrirtæki, Borgarverk ehf. í Borgarnesi, bauð í verkið og var mjög nálægt kostn­ aðaráætlun Vegagerðarinnar. Þarna er um að ræða hluta af vegi sem tilheyrir fyrirhugaðri vegalagningu um Teigskógarsvæðið í Gufudalssveit. Verkið skiptist í tvo kafla, annars vegar um 5,4 km langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi. Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður framkvæmd. Hins vegar um 1,2 km langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi. Skal verkinu að fullu lokið 15. júlí 2021. Borgarverk ehf. í Borgarnesi bauð 305.563.000 krónur í verkið, sem er 5,8% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Munurinn er upp á 16,7 milljónir króna. Tafir og endalausar kærur Veglagning um Teigsskóg sem verið hefur í endalausu kæruferli fellur ekki undir þann hluta verksins sem boðinn var út í sumar. Kærurnar hafa verið knúnar áfram af Landvernd og hins vegar landeigendum að Hallsteinsnesi og Gröf. Einnig hafa Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands komið að kærum vegna fyrirhugaðrar vegalagningar sem tafið hefur samgöngubætur við suðurhluta Vestfjarða um áratugi. Hafa fjölmargir íbúar og sveitarfélög á Vestfjörðum marglýst megnri vanþóknun sinni á framgöngu kærenda sem gangi þvert á hagsmuni íbúa fjórðungsins og skaði uppbyggingu á svæðinu. G. Pétur Matthíasson, upp lýsinga­ fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að enn sé beðið niðurstöðu úr skurðar­ nefndar umhverfis­ og auðlindamála sem gaf út að úrskurður kæmi núna í haust. Nefndin hafði þegar hafnað því að fallast á stöðvunarkröfu þar sem Vegagerðin væri ekki að fara á þessu ári í framkvæmdir á umdeildu svæði. Samkvæmt úttekt nefndarinnar sjálfrar, sem samanstendur af sjö fulltrúum, var meðal vinnsluhraði á málum sem nefndin fékk til umfjöllunar á síðustu tveim árum um 9 til 14 mánuðir. Hefur þessi seinagangur verið gagnrýndur, en í upphafi ársins 2020 voru 83 óafgreidd mál hjá nefndinni. „Það sem var boðið út núna mun nýtast, hvað sem verður, og mun nýtast í nokkur ár sem hluti Vestfjarðavegar og því akkur í því að leggja hann,“ segir G. Pétur Matthíasson. Hann segir að verið sé að vinna í samningsmálum við landeigendur, en reiknar með að ekki gerist mikið í því fyrr en nefndin hefur skilað úrskurði sínum. Áframhald miðist síðan allt við hver úrskurðurinn verður. /HKr. Landbúnaðarráð Dalvíkur byggð­ ar ályktaði á dögunum um það ófremdarástand sem uppi er vegna óheftrar útbreiðslu á mink. Er villi­ minkur orðinn mikill skaðvaldur í fuglavarpi og víða farið að sjá verulega á fuglalífi, ekki síst í friðuðu landi. Í ályktuninni segir: „Til umræðu minka­ og refaveiðar í Dalvíkurbyggð 2020. Landbúnaðaráð Dalvíkurbyggðar leggur til að sótt verði um aukið fjármagn til Umhverfisstofnunar vegna eyðingar minks í sveitar­ félaginu sem nú er farinn að gera allt of mikið vart við sig eftir að átaki nokkurra sveitarfélaga lauk sem miðaðist við að útrýma villimink, þessu átaki lauk of snemma með þeim afleiðingum að minkurinn er farinn að vaða upp á nýjan leik með tilheyrandi eyðileggingu á lífríki sveitarfélagsins.“ Útrýming villiminks stór umhverfismál „Landbúnaðarráð telur skipulagða útrýmingu villiminks vera eitt af stærri umhverfismálum margra sveitarfélaga, þess vegna þurfi ríkisvaldið að bregðast við með stórauknu fjármagni í málaflokkinn. Ráðið felur sviðsstjóra að senda inn umsókn til Umhverfisstofnunar.“ Alvarleg áhrif á fuglalíf Jón Þórarinsson á Hnjúki í Skíðadal, formaður Landbúnaðarráðs, segir ástandið víða orðið mjög dapurlegt. Minkurinn drepi mó­ og vaðfugla í stórum stíl og því sé það mjög aðkallandi fuglaverndarmál að halda villta minkastofninum í skefjum. Á vef Náttúruverndarstofnunar Íslands segir að minkur hafi átt þátt í að útrýma keldusvíninu hér á landi. Þá sé minkur skilgreindur sem ágeng tegund á Íslandi og í fleiri löndum þar sem hann er talinn hafa valdið usla í vistkerfum. Minkur hefur t.d. valdið miklum skaða þar sem hann hefur komist í lundabyggð eins og greint var frá í Skessuhorni fyrir nokkrum árum. Þá drap minkur lunda í tugatali í Kjarrarnesi á Mýrum og hirti egg. Aðskotadýr í íslenskri náttúru Jón segir að minkur sé líka mikill skaðvaldur í lax­ og silungsveiðiám. Hann sé aðskotadýr í íslenskri náttúru sem eigi sér enga náttúrulega óvini hér á landi, frekar en refurinn. /HKr. Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar: Skorar á yfirvöld að bregðast við óheftri útbreiðslu á villimink – Formaður segir mink hafa alvarleg áhrif á fuglalíf og veiðiár víða um land Minkur drepur mikið af fugli í náttúrunni ekki síður en refurinn. Þá er mink- urinn líka afburða sunddýr og sækir mikið í veiðiár, vötn og fjörur þar sem hann veldur oft miklum usla. Hann hikar heldur ekkert þó bráðin sé mun stærri en hann sjálfur. Á þessari mynd, sem er úr myndbandi sem tekið var af David Suggitt á Ontariovatni í Kanada 2014 og finna má á YouTube, sést minkur í átökum við máv. Minkur með lax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.