Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202052 Á FAGLEGUM NÓTUM Þessa mánuðina hefur á undan­ förnum árum verið hvað minnst um að vera í sæðingum, það er, í ágúst og september eru sæðingar hvað fæstar. Það getur verið ágæt­ is tímapunktur til þess að staldra við og líta á hvað er í boði, vega og meta nautin og skoða kosti þeirra og galla. Kynbótamat var keyrt að loknu uppgjöri maímánaðar og fagráð í nautgriparækt fundaði um miðjan júlí og tók ákvörðun um hvaða naut standa til boða sem reynd naut á komandi vikum. Ákveðið var að setja þrjú ný reynd naut í notkun úr 2015 árgangi og þá voru tvö naut tekin úr dreifingu sem reynd naut. Það eru Vals 14087 og Kætir 15004 en þau lækkuðu bæði í mati auk þess sem notkun á þeim hafði verið dræm. Í heildina standa þau naut sem voru í dreifingu mjög vel við fyrra mat og tiltölulega litlar breytingar milli keyrslna. Við skulum líta aðeins nánar á þau naut sem áfram verða í dreifingu. Bakkus 12001, f. Ófeigur 02016, mf. Frami 05034. Bakkus hefur nú verið alllengi í notkun en samt engin ástæða til annars en bjóða hann áfram. Þar kemur einkum tvennt til. Bakkus er mjög hár í mati og hefur haldið sínu auk þess sem hann er lítt skyldur Laska-línunni sem er mjög áberandi í kúastofninum um þess- ar mundir. Styrkur Bakkusar ligg- ur einkum í mjólkurlagni, góðum mjöltum og frábæru skapi. Spenar dætra hans eru hins vegar grann- ir sem hafa þarf í huga við pörun. Bakkus lækkaði um eitt stig og er nú með 111 í heildareinkunn. Pipar 12007, f. Gyllir 03007, mf. Flói 02029. Pipar er eitt þeirra nauta sem lítt tengist Laska og getur því verið vænlegur kostur á t.d. dætur Bamba. Pipar er nautsfaðir og sækir kosti einkum í efnahlultföll, júgur- og spenagerð og mjaltir. Hann lækk- aði um eitt stig og stendur nú í 108 í heildareinkunn. Loki 12071, f. Birtingur 05043, mf. Þröstur 00037. Loki hefur sótt á með tímanum og ávallt fengið nokkra notkun. Hann er lítt skyld- ur Laska og hans afkomendum en kosti sækir Loki einkum í júgur- og spenagerð og mjaltir. Hann bætti í, hækkaði um eitt stig og stendur nú með 108 í heildareinkunn. Sjarmi 12090, f. Koli 06003, mf. Laski 00010. Sjarmi er enn á lista yfir reynd naut í dreifingu en hverf- ur von bráðar úr kútum frjótækna þar sem sæði úr honum er nánast uppurið. Það segir sína sögu, hann hefur ætíð fengið mikla notkun enda kostir hans áberandi miklir, gríðar- mikil mjólkurlagni, góð júgur- og spenagerð, frábær ending, góðar mjaltir og gott skap. Sjarmi lækk- aði um eitt stig og stendur nú í 112 í heildareinkunn. Dúett 12097, f. Birtingur 05043, mf. Dúllari 07024. Dúett er einn þeirra kosta sem tengjast Laska lítið sem ekkert auk þess að hafa til að bera há efnahlutföll og góðar mjaltir. Dúett hækkaði um eitt stig og er nú með heildareinkunn upp á 107. Jörfi 13011, f. Birtingur 05043, mf. Skurður 02012. Sæði úr Jörfa er nánast uppurið og hann mun því hverfa úr notkun innan skamms. Jörfi er eitt þeirra fáu nauta sem státa af jákvæðu kynbótamati hvað nánast alla þætti varðar en hvað júgurgerð snertir er hann flagg- skip nautaflotans en um hana er ekkert annað að segja en að hún er frábær. Hvað aðra þætti snertir er Jörfi mjög öflugur í efnahlutföll- um, spenagerð og endingu. Jörfi stóð í stað og er með 112 í heildar- einkunn. Hálfmáni 13022, f. Vindill 05028, mf. Laski 00010. Hálfmáni er að hverfa úr notkun, sæði að klár- ast og hann mun því aðeins standa til boða um skamma hríð. Hálfmáni er afurða- og efnahlutfallanaut en þó sýnu öflugastur hvað mjaltir og framúrskarandi skap snertir. Hafa þarf í huga að dætur Hálfmána eru alla jafna með stutta spena. Hálfmáni lækkaði um eitt stig og er nú með 110 í heildareinkunn. Bárður 13027, f. Baldi 06010, mf. Laski 00010. Bárður hefur fengið drjúgmikla notkun enda býður hann upp á gríðarhátt fituhlutfall í mjólk og frábæra skapgerð dætra. Hvað aðra þætti snertir er Bárður sterkur hvað júgur- og spenagerð snertir. Bárður er hálfbróðir Kláusar 14031 að móðurinni til. Heildareinkunn Bárðar breyttist ekki og er 106. Ýmir 13051, f. Baldi 06010, mf. Laski 00010. Ýmir hverfur von bráð- ar úr kútum frjótækna en sæði er nánast uppurið þegar þetta er skrifað. Ýmir sækir sinn mikla styrk eink- um í úrvalsgóða júgur- og spena- gerð ásamt mjög góðum mjöltum og skapi ásamt júgurhreysti. Nefna verður að efnahlutföll í mjólk dætra Ýmis eru undir meðallagi. Ýmir hélt sínu milli keyrslna og stendur í 111 í heildareinkunn. Steri 13057, f. Koli 06003, mf. Aðall 02039. Steri er gríðarmikið afurðanaut þar sem saman fara mikil mjólk og há efnahlutföll. Hann er fyrst og fremst í boði sem slíkur enda eru mjaltir undir meðallagi auk þess sem júgurdýpt dætra er meiri en æskilegt væri. Þá gefur Steri kýr sem eru í lágfættari kantinum og því ber að nota hann með það í huga. Steri lækkaði um tvö stig nú og stendur með 109 í heildareinkunn. Hæll 14008, f. Kambur 06022, mf. Hræsingur 98046. Hæll hefur stöðugt verið að bæta í og því var ákveðið að taka hann í flokk nauts- feðra. Hann er tiltölulega lítið skyld- ur flestum hinna mest notuðu nauta Nafn og nr. Faðir Móðir, uppruni og móðurfaðir M jó lk Fi tu % Pr ót ei n% Af ur ði r Pr ót .ú th al d Fr jó se m i Fr um ut al a Gæ ða rö ð Sk ro kk ur Jú gu r Sp en ar M ja lti r Sk ap En di ng He ild Hæ ð dæ tr a Bakkus 12001* Ófeigur 02016 Mæja 727, Auðsholti, Hrunamannahreppi, Frami 05034 117 90 94 111 104 121 100 119 104 103 104 116 123 110 111 5,4 Pipar 12007* N Gyllir 03007 759, Espihóli, Eyjafirði, Flói 02029 103 122 118 115 101 81 108 100 105 113 115 111 99 104 108 5,4 Loki 12071 Birtingur 05043 Huppa 356, Bakka, Kjalarnesi, Þröstur 00037 111 100 102 112 85 106 90 98 105 113 109 111 95 110 108 5,5 Sjarmi 12090 Koli 06003 Baula 474, Hrepphólum, Hrunamannahr., Laski 00010 124 91 100 117 97 87 115 116 105 106 113 110 109 120 112 5,4 Dúett 12097 Birtingur 05043 Dúlla 593, Egilsstaðakoti, Flóa, Dúllari 07024 105 111 112 114 81 105 92 103 99 106 101 109 97 107 107 6,0 Jörfi 13011 N Birtingur 05043 Gústa 643, Jörfa, Borgarbyggð, Skurður 02012 102 122 113 111 111 106 106 105 108 136 110 104 103 120 112 5,7 Hálfmáni 13022 N Vindill 05028 Gríma 468, Brjánsstöðum, Grímsnesi, Laski 00010 107 110 116 113 96 90 100 114 99 108 114 113 126 112 110 5,7 Bárður 13027 Baldi 06010 Klaufa 248, Villingadal, Eyjafirði, Laski 00010 94 122 106 105 106 98 87 114 102 115 104 103 129 110 106 5,9 Ýmir 13051 N Baldi 06010 Slóð 692, Klauf, Eyjafirði, Laski 00010 115 92 84 105 84 89 124 116 105 125 115 116 122 116 111 5,4 Steri 13057 T Koli 06003 731, Stóru-Mörk, Eyjafjöllum, Aðall 02039 113 123 116 121 116 117 92 103 106 94 101 89 101 114 109 4,9 Hæll 14008 N Kambur 06022 Skýla 474, Hæli 1, Eystrihrepp, Hræsingur 98046 100 114 111 107 103 112 103 92 98 127 115 105 101 108 109 5,4 Hnykkur 14029* Lögur 07047 Píla 483, Hlöðum, Hörgársveit, Stígur 97010 96 110 111 102 83 96 108 94 104 121 102 99 106 109 104 5,5 Kláus 14031* N Hjarði 06029 Klaufa 248, Villingadal, Eyjafirði, Laski 00010 118 103 105 117 102 100 87 105 99 105 105 99 117 103 108 5,5 Stáli 14050* Lögur 07047 Birna 805, Hlemmiskeiði 2, Skeiðum, Reykur 06040 111 103 100 113 95 94 89 108 106 107 99 105 103 109 105 5,6 Bjarki 15011 Laufás 08003 Fura 505, Akri, Eyjafirði, Ás 02048 116 94 94 110 98 100 82 116 101 112 105 116 117 100 107 5,7 Risi 15014 N Laufás 08003 Móa 414, Syðri-Bægisá, Öxnadal, Hjarði 06029 114 108 97 114 96 99 105 108 102 103 108 108 118 104 109 5,3 Golíat 15018* Laufás 08003 Emma 738, Keldudal, Hegranesi, Bolti 09021 120 83 105 117 83 84 104 125 105 112 101 111 106 97 107 5,9 Köngull 15019* Toppur 07046 Fura 933, Auðsholti, Hrunamannahreppi, Bambi 08049 93 121 116 104 104 99 114 90 95 127 107 106 112 106 108 5,5 Jólnir 15022* Bambi 08049 Borgey 638, Reykjahlíð, Skeiðum, Sússi 05037 109 104 110 112 95 101 98 96 105 103 109 101 102 104 106 5,2 Svampur 15027 Bambi 08049 Komma 379, Bakka, Kjalarnesi, Skurður 02012 102 102 97 101 100 94 118 97 106 104 114 108 119 100 106 5,0 Ábóti 15029* Bambi 08049 Abbadís 469, Skipholti 3, Hrunamannahr., Þollur 99008 107 100 99 107 95 113 114 102 104 122 118 104 95 97 108 5,0 NAUT 2020 Reynd naut Nautastöðvar BÍ sem fyrirhugað er að nota sæði úr sumarið 2020 Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgripa- rækt mundi@rml.is Ábóti 15029. Myndir / Sveinbjörn Eyjólfsson Köngull 15019. Naut til notkunar næstu vikurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.