Bændablaðið - 10.09.2020, Side 49

Bændablaðið - 10.09.2020, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 49 BÆKUR&MENNING SUÐUREYRI Nú er komin út bókin Suðureyri athafna saga eftir Pétur Bjarnason og er gefin út af Flóka forlagi. Fjallar hún um Suðureyri í Tálkna­ firði, en höfundur bókarinnar ólst upp á Sveinseyri í Tálknafirði og þekkir því vel til. Frá Sveinseyri blasa rústir hval­ stöðvarinnar á Suðureyri við og skorsteininn ber við himin. Hvalbein voru á hverjum bæ í sveitinni, rif­ bein voru notuð í hlunna og árefti og hryggjarliðir úr hvölum voru hin ákjósanlegustu sæti. Hvalveiðistöð – Selveiðistöð Í bókinni er sagt frá fimmtíu árum úr sögu sveitabæjar, sem um tíma varð miðstöð athafna og umsvifa í Tálknafirði. Þarna er að finna mjög fróðlega samantekt um þróttmikið athafnalíf í Tálknafirði á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrir alla þá fjölmörgu Íslendinga sem lögðu leið sína um Vestfirði í sumar er bókin örugglega skemmtileg viðbót. Hún víkkar sjóndeildarhringinn og veitir innsýn í þann bak­ grunn sem vestfirsk atvinnu­ saga og menning í byggðum eins og Tálknafirði byggir á í dag. Á Suðureyri ráku Norðmenn hvalveiðistöð á árunum 1893–1911 með tilheyrandi framkvæmdum. Pétur A. Ólafsson, konsúll á Patreksfirði, gerði út sel­ veiðiskipið Kóp frá Suðureyri 1916–17. Kópur stundaði selveiðar í Grænlandsísnum 1916– 1917, en fórst undan Herdísarvík í október 1917. Starfsemin endurvakin í fjögur ár Aftur var starfrækt hvalveiðistöð á Suðureyri árin 1935–1939, og hún var þá sú eina á landinu. Nú er Suðureyri í eyði, en starfsemin þar lagði grunninn að kauptúninu sem nú heitir Tálknafjörður. Í bókinni er stutt ágrip af sögu Tálknafjarðar fram til þess tíma að hvalveiðar hófust þaðan. Í bókinni er einnig að finna upplýsingar um tilraunir Íslendinga til selveiða í Grænlandsísnum sem hvergi hafa komið fram áður. M.a. gerði Pétur Thorsteinsson út selveiðiskipið Skúm árið 1917 og Stefán Th. Jónsson á Seyðisfirði selveiðiskipið Óðin sama ár. Þá voru Ísfirðingar með áform um að gera út selveiðiskipið Arnarnes á fimmta áratug aldarinnar en ekkert varð úr þeim. Spruttu allmiklar deilur í bæjarstjórn Ísafjarðar og staðarblöðunum út af því máli. Bókin fæst í bókaverslunum og fæst einnig send í pósti frá útgefanda á kr. 3.000, póstkostnaður innifalinn. Beiðni óskast í skilaboðum en nafn og heimilisfang þarf að fylgja. Eldri bækur forlagsins eru líka til á góðu verði. /HKr. Hvalveiðiskipið Haug I við bryggju á Suðureyri þegar rekstur hvalveiðistöðvarinnar var í blóma. Hvalur dreginn upp á skurðarplaninu á Suðureyri. Bókarhöfundurinn, Pétur Bjarnason, við rústir hvalstöðvarinnar á Suðureyri. Hvalveiðiskip að koma að bryggju á Suðureyri við Tálknafjörð með nýskotinn hval á síðunni. Myndir / Ljósmyndasafni Íslands KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum:

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.