Bændablaðið - 17.12.2020, Page 1

Bændablaðið - 17.12.2020, Page 1
24. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 17. desember ▯ Blað nr. 577 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Matvælastefna fyrir Ísland: Markmiðið að gæði og öryggi séu tryggð í framleiðslu og framboði á matvælum Í nýrri matvælastefnu fyrir Ísland segir að stefnunni sé ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðana töku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvæla framleiðslu hér á landi, tryggja matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Stefnan nær til ársins 2030. Tveggja ára mikil vinna liggur að baki gerðar Matvælastefnunnar og samkvæmt kynningu á henni er hún sú fyrsta sinnar gerðar hér á landi. Markmið stefnunnar eru mörg og margþætt og snerta þætti eins og verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, lýðheilsu og umhverfi. Í kynningunni segir að markmið stefnunnar sé að gæði og öryggi séu tryggð í framboði og framleiðslu á matvælum, almenningur hafi aðgang að hollum og öruggum matvælum, að matvælaframleiðsla sé sjálfbær, að verðmætasköpun verði aukin með bættum framleiðsluaðferðum, vöru-, og þjónustuþróun og nýsköpun og að þekking, hæfni og áhugi á matvælum verði efld á öllum náms stigum. Þar segir einnig að sam- keppnis hæfni verði bætt með stöð ugu starfs um hverfi f y r i r tæk j a , sk i l v i rkum inn viðum og stuðningi við n ý s k ö p u n . Fræðsla til neytenda um matvæli og tengsl mataræðis við lýðheilsu verði aukin. Upplýsingar um uppruna, framleiðsluhætti, innihald og umhverfisáhrif matvæla verði aðgengileg neytendum. Að rannsóknir og þróun verði öflugur bakhjarl matvælaframleiðslu og samstarf stofnana sé öflugt og að ímynd íslenskra matvæla endurspegli markmið um sjálfbærni, gæði og hreinleika. Framleiðum um 830 þúsund tonn af matvælum Í viðtali við Guðrúnu Huldu P á l s d ó t t u r í þættinum Fæðuöryggi á hlaðvarpi Bænda blaðs- ins fer Vala Páls dóttir, for- maður verk- efna stjórn ar um mótun matvæla stefnu fyrir Ísland, yfir forsendur Mat væla stefnunnar, meginþætti hennar og hver áhrif hennar munu verða næstu tíu árin. Vala segir meðal annars að stefnan sé unnin út frá íslenskum aðstæðum en ekki heimfærð að erlendri fyrirmynd. „Við hófum vinnuna á að skoða allt sem tengist matvælakeðjunni hér á landi og lykilniðurstöður voru að við erum að framleiða um 830 þúsund tonn af matvælum og stærstur hluti af því er sjávarfang sem fer til útflutnings. Af þessum 830 þúsund tonnum fara um 220 þúsund tonn á innanlandsmarkað en við flytjum inn um 290 þúsund tonn af matvælum, bæði til neyslu og sem hráefni í innlenda framleiðslu.“ Vala segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá versluninni eru um 45% af almennri dagvöru vörur sem framleiddar eða búnar eru til hér á landi. „Staða íslenskrar iðnaðar- og matvælaframleiðslu er því sterk.“ Matvælastefnan mikilvæg fyrir landbúnað Sigurður Eyþórsson, fram kvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands og fulltrúi í verkefnisstjórn um gerð Matvælastefnunnar, segir að gerð matvælastefnu sé nýmæli hér á landi og að hann fagni gerð hennar. „Ég lít svo á að gerð matvælastefnunnar sé mikilvæg fyrir landbúnað í landinu. Í henni er dregið skýrt fram að okkur sé ekki sama hvernig matvæli eru framleidd hér á landi og mörkuð stefna hvernig sú framleiðsla á að vera. Hún tekur einnig á því hvernig á að nýta og dreifa matvælum, að þau séu örugg og hvernig eigi að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar.“ Að sögn Sigurðar er þetta í fyrsta skipti, eftir því sem best er vitað, sem opinber stefnumótun hérlendis tekur mið af því að fæðuöryggi sé jafnframt þjóðaröryggi. „Einnig kemur fram í Mat- vælastefnunni veruleg breyting sem felst í því að koma á almennilegu rekjanleikakerfi sem nær í gegnum alla virðiskeðjuna og eitthvað sem við hjá Bænda- samtökunum höfum talað fyrir lengi. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að það er ekki hægt að framleiða allan mat hér á landi en á sama tíma vilja neytendur vita hvaðan maturinn kemur. Það má aldrei leika vafi á því. Nú þegar stefnan liggur fyrir er það undir stjórnvöldum og öðrum sem að Matvælastefnunni koma að ýta henni áfram í samræmi við framkvæmdaáætlunina sem henni fylgir.“ /VH Vala Pálsdóttir. Sigurður Eyþórsson. Hafa ekki undan að framleiða íslenskt kalksalt 8 32–34 Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg Nýsköpun grunnur að því að ungt fólk geti byggt framtíð á heimaslóðum 44–45

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.