Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 4

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 20204 FRÉTTIR Íslenskt snakk hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir umbúðahönnun Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Bifröst Foods hreppti á dögun- um gullverðlaun á verðlaunahá- tíðinni London Design Awards. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir umbúðahönnun á Fish & Chips heilsusnakkinu sem nýlega kom í verslanir á Íslandi. Fish & Chips pokinn sam- anstendur af sjötíu grömmum af íslenskum kartöfluflögum og þrjátíu grömmum af íslenskum harðfiski. Á vef viðburðarins kemur fram að verðlaunin séu veitt fyrir hug- myndaríka og vel útfærða hönnun umbúða, texta, myndmáls, lita og fleiri þátta sem stuðla að jákvæðri tengingu milli vörunnar og vænt- anlegra viðskiptavina fyrirtækisins. Góð viðurkenning Að sögn Rúnars Ómarssonar, forsvars manns fyrirtækisins, hefur það nú skipað sér á bekk með Bifröst Foods og þar með á bekk með PepsiCo, Doritos og fleiri stór fyrirtækjum sem fengið hafa útnefningu undanfarin ár. Hann segir óvanalegt að nýstofnað fyr- irtæki hljóti verðlaun sem þessi. „Þetta er góð viðurkenning á því starfi sem fram hefur farið í fyrir- tækinu, auk þess sem verðlaunin vekja áhuga endursöluaðila og neytenda á fyrir tækinu og vörunni. Verðlaunin eru viður kenning á hug- viti okkar, markaðs rannsóknum, vöruþróun sem staðið hefur í tvö ár og útfærslu umbúðanna sem við unnum í samstarfi við Birgi Ómarsson hjá Kaktus auglýsinga- stofu. Þau auka við áhuga inn- lendra sem erlendra dreifingar- og smásölu aðila á vörum okkar sem er auðvitað mikilvægt nú á fyrstu skrefum í sölu á vörunni. Mögulega auka verðlaunin lík- urnar á að fyrirtækið fái einhvern stuðning úr stoðkerfi nýsköpunar á Íslandi, en fram undan er stórt verkefni sem snýst um að hagnýta þann áhuga sem við finnum fyrir vörunni víðs vegar um heiminn,“ segir Rúnar. Heilsusnakk úr íslensku hráefni Bifröst Fish & Chips er heilsu snakk úr íslensku hráefni. Hráefninu í kar- töfluflögurnar væri annars hent því lögunin á því mætir ekki kröfum markaðarins og því stuðlar slík nýt- ing að minni matarsóun í íslenskri kartöflurækt. Í hverjum hundrað gramma poka eru sjötíu grömm af kartöfluflögum og þrjátíu grömm af frostþurrkuðum íslenskum bitafiski. Tvær bragð- tegundir eru í boði sem stendur; ein með salti og pipar og önnur með salti og ediki – sem er hin uppruna- lega breska útgáfa fish & chips. „Hugmyndin á bak við vöruna var að búa til hollt og umhverfisvænt snakk úr náttúrulegu, íslensku hrá- efni. Frá upphafi hefur verið horft á möguleikann á alþjóðlegri markaðs- setningu. Harðfiskur er 84 prósent prótein og sannkallað súper-fæði, eins og Íslendingar vita best. Það hefur hins vegar gengið misvel að þróa harðfiskinn og markaðssetja utan Íslands. Kartöfluflögur eru ódýrara hráefni og þekktasta snakk í heimi. Með rétt- um aðferðum má blanda þessu tvennu saman og fá út frábært, nátt- úrulegt og heilsu- samlegt snakk eða skyndimáltíð. Viðtökurnar hafa verið framar vonum hér á Íslandi og mikill áhugi frá ýmsum heims- hornum gerir verkefnið mjög spennandi,“ segir Rúnar. Fish & Chips snakk- ið frá Bifröst Foods er nýkomið í sölu í versl- unum Hagkaups og í Mela búðinni, auk nokkurra sérhæfðari sölu staða; reiðhjóla- versluninni Markið og Kaffi kyrrð í Borgarnesi. /smh Þaulreynd hús við Íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími Z STÁLGRINDARHÚS TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Hryggirnir úr örslátrunarverkefni Matís marktækt mýkri og safaríkari: Gildi verkefnisins ótvírætt fyrir bændur og neytendur – segir skýrsluhöfundur skýrslunnar sem aldrei kom út Arnljótur Bjarki Bergsson var einn af starfsmönnum Matís sem komu að örslátrunarverkefni Matís í Skagafirði haustið 2018, þegar lömbum var slátrað heima á bænum Birkihlíð og afurðirnar bornar saman við lambakjötsafurðir sem slátrað var á hefðbundinn hátt í sláturhúsi. Samkvæmt minnispunktum sem Arnljótur hefur tekið saman um tilraunina voru hryggir, sem voru látnir hanga lengur en almennt tíðkast í sláturhúsum, marktækt mýkri, meyrari og safaríkari en hryggir sem keyptir voru í stórmarkaði. Arnljótur segir að mælingar hafi sýnt að magn örvera á heimaslátruðu skrokkunum hafi verið vel undir viðmiðunarmörkum. Skýrsla um verkefnið hefur ekki verið gefin út, en að sögn Arnljóts er mikilvægt að hún komi út, því hún leiði í ljós upplýsingar úr tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð en skipti máli varðandi möguleika sauðfjárbænda til aukinnar verðmætasköpunar með þróun atvinnugreinarinnar. Ákvað hann því að taka saman minnispunktana og hugleiðingu til að varpa betur ljósi á niðurstöður verkefnisins, en ekki hafi tekist að fá skýrsluna gefna út eftir að Sveinn Margeirsson var settur af sem forstjóri Matís og Oddur M. Gunnarsson tók við. Arnljóti var sagt upp störfum tæpu ári eftir tilraunina, en hann fór fyrir sviðinu sem hýsti verkefnið og tilraunina sem skýrslan fjallaði um. Segir hann að hún hafi nánast verið tilbúin til útgáfu frá því í júní 2019. Mikilvægi matvælaöryggis Arnljótur segir einnig að gildi örslátrunarverkefnisins felist í nokkrum atriðum sem voru sérstaklega skoðuð í tilrauninni í Birkihlíð. „Takmörkun á viðskiptum með afurðir sem slátrað er heima á býli, frekar en í sláturhúsi, hefur verið skýrð með óvissu um hvort afurðirnar séu öruggar til neyslu. Tilraun, þar sem lömbum var slátrað utan viðurkennds sláturhúss, var framkvæmd. Afurðirnar voru rannsakaðar út frá mikilvægi matvælaöryggis með hliðsjón af því hvort neysla afurðanna myndi stofna neytendum í hættu. Niðurstöður mælinga sýndu að afurðir tilraunarinnar voru öruggar til neyslu. Þá var kannað hvort munur væri á gæðaþáttum kjötsins, svo sem meyrni, og hvort nýta mætti gögn sem skráð eru í gagnagrunn af bændum sem upplýsingar fyrir neytendur.“ Örugg leið ef rétt er staðið að málum Allt þetta, segir Arnljótur, sýnir að örslátrun heima á bæjum geti verið alveg örugg leið – ef rétt er staðið að málum – auk þess að gefa bændum möguleika á að auka verðmæti afurða sinna og neytendum kost á gegnsæjum viðskiptum með sauðfjárafurðir. Sveinn kom einnig að verkefninu en var nýlega sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir, í tengslum við örslátrunarverkefnið. Oddur sagði í svari við fyrirspurn Bændablaðsins í september á síðasta ári, að ástæða þess að skýrslan hefði ekki verið gefin út væri sú að hún væri ekki tilbúin til útgáfu, verkefnið væri ófjármagnað og því lægi vinna við það niðri um það leyti sem Arnljótur var leystur frá störfum. Í viðtali við Bændablaðið í janúar á þessu ári sagði Oddur að auk þess sem ekki hafi verið til fjármagn til að ljúka skýrslugerðinni hefðu skýrsludrögin ekki staðist kröfur Matís, ályktanir hefði verið dregnar sem sérfræðiálit segðu að gengu ekki upp. Tilraunin gæfi mjög takmarkaðar upplýsingar og alveg ómarktækar sem vísindalegar niðurstöður sem hægt væri að draga ályktanir út frá. „Það er alveg sama hvað við mælum mikið örveruflóru á skrokkum eða meyrnimælum, það hefur ekkert með heimaslátrun að gera eða öryggi hennar,“ sagði Oddur. Lítið gert úr starfsmönnum Matís Arnljótur segir orð Odds óheppileg og hvimleið, sem hann hafi reynt að leiða hjá sér, því að með þessum orðum geri Oddur í það minnsta lítið úr starfi þeirra níu starfsmanna Matís sem komu að verkefninu, tilrauninni og skýrslugerðinni. „Hvorki vinna starfsmanna Matís í skynmatshóp og þaðan af síður þeirra er sinna örverumælingum er ómarktæk. Fylgt var stöðluðum vinnubrögðum og aðferðafræði sem hefði verið viðurkennd við skýrslugerð af þessu tagi. Skýrslan var ekki prófritgerð. Skýrslur sem Matís hefur gefið út eru misjafnar að lengd og umbroti; þær skýra frá verkefnum og í einstaka tilfellum frá einstaka tilraunum, til þeirra eru ekki gerðar sömu kröfur og til ritrýndra vísindagreina. Þó tilraunin yrði varla endurtekin af hálfu Matís undir stjórn Odds, má samt skýra frá því sem gert var og kom út úr tilrauninni. Með rekjanleika í huga er rétt að segja frá því sem gert var óháð niðurstöðum, þannig er stuðlað að því að upplýsingar séu aðgengilegar. Óþarfi sé að gera málið stærra en efni standi til,“ segir Arnljótur. /smh Eva Margrét Jónudóttir við mælingar á sláturstað í Birkihlíð. Myndir / Matís Arnljótur Bjarki Bergsson, fyrrverandi starfsmaður Matís og einn af skýrsluhöfundum skýrslu um örslátrunarverkefnið sem aldrei kom út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.