Bændablaðið - 17.12.2020, Page 14

Bændablaðið - 17.12.2020, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202014 HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS Hlaðan, hlaðvarp Bænda- blaðsins, hefur nú verið í útsendingu í eitt ár. Einn af föstu liðum Hlöðunnar er þátturinn „Í fréttum er þetta helst“ þar sem blaðamennirnir Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fara yfir helstu efnistök nýútkomins Bændablaðs. Von er á nýjum þáttaröðum árið 2021. „Við viljum kynna betur blaðið með þessum hætti, fara yfir blaðið stutt og hnitmiðað og vonandi fanga eyru hlustenda. Hlaðvarpið er skemmtilegur miðill þar sem hægt er að ná til fólks á annan hátt en með öðrum miðlum. Hlaðvarpið gerir það að verkum að fólk getur í raun hlustað hvar sem er, hvort sem er í bílnum, við eldamennskuna eða þegar fólk er á ferðinni. Þá getur það hlustað á þáttinn hratt og örugglega,“ segir Erla Hjördís. Vilmundur er orðinn alvanur útvarpsmaður eftir árið enda er hann við stjórnvölinn í tveimur þáttum Hlöðunnar. „Á vissan hátt er þetta tvennt ólíkt. Í þættinum mínum Ræktaðu garðinn þinn get ég röflað að eigin ósk og þarf ekki að passa mig á því að tala ekki of mikið. Spjallið með Erlu er samvinna og við hlæjum mikið saman þó það komi ekki alltaf með eftir klippingu. Mér þykir gaman að vinna báða þættina en hvorn á sinn hátt,“ segir hann. Þáttur um kántrítónlist í bígerð Á nýju ári hyggjast þau Vilmundur og Erla Hjördís viðhalda reglulegum hlaðvarps- útgáfum, og von er á nýjum spennandi þáttaröðum. „Nú er komin góð reynsla á Hlöðuna og sífellt bætast nýir þættir við og vinsældir hlust- unar aukast í hverjum mánuði. Fyrirhugað er að hefja kán- trí-tónlist til vegs og virðingar inni á Hlöðunni þar sem ég og Drífa Viðarsdóttir munum fara yfir yfirgripsmikinn heim kán- trísins með fræðslu, viðtölum og hressandi kántrítónlist. Einnig má nefna að Hlaðan mun gera sitt á nýju ári til að ná til unga fólksins og fá til liðs við sig full- trúa ungu kynslóðarinnar til að kynna sveitina fyrir áhugasöm- um hlustendum,“ segir Erla Hjördís. Á Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda blaðsins, má nálgast fjöl- breyttar þáttaraðir. Þar má nefna Kaupfjelagið, Skeggrætt, Havarí hlaðvarp, Ræktaðu garðinn þinn, Fæðuöryggi, Máltíð og Víða ratað. Hægt er að kynna sér þætti Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is og hlusta á þá í öllum helstu hlað- varpsveitum. /ghp Hlegið dátt í Hlöðunni FRÉTTIR Bátafloti Grímseyinga hefur stækkað talsvert á árinu. Myndir / Karen Nótt Halldórsdóttir Óvenjumargt um manninn í Grímsey í haust Óvenjumargt hefur verið í Grímsey nú á liðnu hausti, en nokkuð margir eyjarskeggjar, sem alla jafna dvelja í landi yfir vetrartímann, hafa dvalið í eynni á haustmánuðum. Þar með er töluvert af börnum og ungmennum sem hafa verið í fjar- og heimakennslu eins og víða annars staðar. Á sumrin dvelja yfirleitt upp undir 100 manns í Grímsey en fækkar verulega yfir vetrartímann þegar þar dvelja oftast á bilinu 15-20 manns. Núna í nóvember brá hins vegar svo við að það voru 35-40 í eyjunni. Þar af voru 6-8 börn á leik- og grunnskólaaldri og 2-3 framhaldsskólanemar. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. Bátaflotinn hefur stækkað Þar er einnig sagt frá því að bátafloti Grímseyinga hafi stækkað talsvert í ár, en auk þeirra þriggja báta sem hafa bæst við hingað til komu feðgarnir Magnús Bjarnason og Bjarni Reykjalín nýverið til hafnar með Skel 26 sem mun fá nafnið Sæfinnur EA 58. Ufsaveiði hefur verið afar góð við eyjuna undanfarið. Í sumar var hafist handa við að koma upp líkamsræktaraðstöðu í félagsheimilinu í Grímsey og er hún nú fullbúin, komin í gagnið og vel nýtt af heimafólki. Fyrir stuttu var lokið við að setja upp grillhýsi við tjaldsvæðið sem mun bæði nýtast heimamönnum og ferðalöngum þegar sól tekur að hækka á lofti á ný. Sólar nýtur við í tvær klukkustundir Skipt var um alla kúpla á götuljósum nýlega og eyjarskeggjar hafa verið duglegir við að setja upp jólaljós á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum sem lýsa nú upp myrkasta skammdegið, en í Grímsey nýtur einungis sólar í rúmar tvær klukkustundir á stysta degi ársins, 21. desember 2020. /MÞÞ Grillaðstaða hefur verið útbúin við tjaldsvæðið. Séð yfir höfnina í Grímsey. Reykir við Húnavelli: Endurbætur og aukið rekstraröryggi Unnið hefur verið við að afla viðbótarvatns á Reykjum við Húnavelli fyrir hitaveitu Blöndu- óss og Skagastrandar. Í ár var lokið við að bora fjórðu vinnslu- holuna, 1.200 metra djúpa, auk þess sem eldri borhola var endurfóðruð niður á 350 metra dýpi. Við það tækifæri var skipt út hefðbundnum búnaði í holunni og í staðinn sett þekkt lausn úr olíuiðnaði þar sem mótor og dæla eru sambyggð á 300 metra dýpi. Með þessari lausn er hægt að fylgjast með ástandi holunnar í rauntíma sem auðveldar og bætir eftirlit með auðlindinni. Þetta er í fyrsta skipti sem RARIK nýtir þessa tækni en hún er algeng erlendis og hefur áður verið nýtt hérlendis. Í ár var borholuhús á Reykjum einnig endurnýjað og uppfært með nýjum búnaði og bættri hljóðvist. Öllum þessum aðgerðum er ætlað að auka rekstraröryggi hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar til framtíðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Rarik. /MÞÞ Unnið að endurbótum á heitavatnssvæðinu á Reykjum við Húnavelli. Mynd / RARIK Vilmundur og Erla Hjördís í jólaskapi. Bænda 14. janúar 2021 Óskum lesendum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.