Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 50

Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202050 Stefna stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 og hefur metnaðarfull aðgerðaráætlun í þeim efnum verið sett fram. Mikilvægast er að draga sem mest við getum úr losun og binda það sem uppá vantar með ýmsum aðgerðum. Þar kemur skógrækt sterk inn, því ýmsar rannsóknir sýna fram á að kolefnisbinding með skógrækt gefur mjög góða raun. Skógrækt á Íslandi „tikkar“ einnig í mörg box í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, en þeim er ætlað að vera ákveðið leiðarljós aðildarríkja að bættum heimi. Ýmis tækifæri skapast með skógrækt, þar með talin fjölgun starfa. Framleiða þarf plönturnar, gróðursetja þær, sinna umhirðu á skóginum og fella og endurplanta þegar þar að kemur, svo nokkur dæmi séu tekin. Fyrir utan aukið verðmæti landsins sjálfs, þá eru tækifæri í úrvinnslu timburs, nýtingu skóga sem matarkistu (sveppir, ber o.fl.) sem hægt er að búa til verðmæti úr og einnig er hægt að nýta afurðir skóganna sem eldsneytisgjafa. Þarna skapast því kjörið tækifæri fyrir fólk að setja á laggirnar smáframleiðslufyrirtæki sem búa til verðmæti úr hreinum náttúruauðlindum. Við þekkjum öll hversu vinsælir skógar eru sem útivistarsvæði og hafa þeir skapað sér skemmtilegan sess á Íslandi sem leik-, heilsu- og afþreyingarsvæði fyrir fólk á öllum aldri. Með sjálfbærni að leiðarljósi getum við haldið áfram að byggja upp skógana okkar og búa til mikil verðmæti úr þeim. Ekkert í náttúrunni stendur í stað og bæta skógar nýstárlegum viskerfum í annars skóglítið og fremur einsleitt landslag. Líffræðileg áhrif skógræktar eru misjöfn en ef rétt er að málum staðið, þá geta þau verið mjög jákvæð og veitt skjól fyrir dýr og menn. Jákvæð hliðaráhrif skógræktar eru mörg. Þar ber helst að nefna kolefnisbindingu. Ekki veitir okkur af því að vinna kröftuglega að þessum málum. Kolefnisbindingin gerir umhverfinu okkar gott og er mikilvægur þáttur þess að við getum náð kolefnishlutleysi. Við megum líka endilega hugsa lengra en kolefnishlutleysið og stefna á að fara yfir núllið. Markaðir með kolefniseiningar eru að þróast og það verður gaman að fylgjast með þegar virkir markaðir með vottaðar kolefniseiningar verða komnir á fullt. Það mun skapa tækifæri fyrir landeigendur að auka tekjur sínar, ásamt því að stuðla að auknu verðmæti jarða. Við vitum að það þarf þolinmæði til þess að rækta skóga en með hliðsjón af því hversu miklu þeir geta skilað okkur í bættum lífsgæðum, jákvæðum fjárhagslegum og samfélagslegum þáttum, þá er um að gera að gefa í, og rækta meiri skóg. Hafliði Hörður Hafliðason verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar Kolefnisbinding og jákvæð hliðaráhrif skógræktar LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.