Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 56

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202056 Á FAGLEGUM NÓTUM Fjölbreytileiki íslenska sauðfjárins Nú eru hrútarnir nýbúnir eða í óðaönn að efna í lömb næsta vors. Hvað þá kemur skemmtilegt og fallegt er ekki gott að segja en hitt er víst að í íslenska fjárstofnin- um býr mikil erfðafjölbreytni sem ugglaust mun skila sér í vor eins og hingað til. Fjölbreytileikinn í litum og ullargerð er mikill og margir fjáreigendur eru farnir að láta sig litina og ullargæðin meiru varða en verið hefur. Ullarverð ætla ég ekki að ræða en ullargæði og fjölbreytileiki eru vaxandi áhugamál framleiðenda og notenda afurðanna. Spunakonur og annað ullarvinnslufólk er á höttunum eftir breytilegum litum og gæðum. Gæðum í því bandi sem hægt er að framleiða og selja á tímum túrisma og litum sem lýsa náttúru stofnsins og sem hægt er að lita með klókind- um í enn fleiri afbrigðum. Sauðfjárbúskapur á undir högg að sækja en er borinn uppi af kröftugu fólki sem lætur ekki deigan síga þá móti blási og pyngjan bólgni ekki. Margt af þessu fólki er ódrepandi áhugafólk um fjölbreytileikann sem í stofninum býr og lætur sig ekki muna um að halda honum við og spila á hann þó enginn fitni af því. Þessi umfjöllun þjónar þeim tilgangi að rifja þennan fjölbreytileika aðeins upp, gefa dæmi um hann og hvetja til enn meiri árangursviðleitni á þessu sviði. Í fjölbreytilekanum felst auður en hann er að vísu ekki alltaf jafn öruggur í hendi. Hann er tvenns konar í eðli sínu. Annars vegar er sá auður sem mölur og ryð fá að vísu grandað en veitir bæði ánægju og gagn þeim sem með hann höndla hverju sinni. Hins vegar er sá auður sem til lengri tíma litið lúrir í fjölbreytilegu genasafni stofnsins og kynslóðum okkar ber að hlúa að og varðveita handa framtíðinni til nota. Páll Imsland Grámórauður botnóttur ungur hrútur horfir á framtíðina, Litningur frá Hellu. Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit leggur áherslu á ræktun mislits fjár. Þar mæta menn með mislitt fé á árlega sýningu þar sem dómar eru felldir og verðlaun eru veitt og annað skemmtilegt á sér stað. Morflekkótt ær með hvítan lokkabrúsk á enni. Morflekkótt lambgimbur. Tveir mikilúðlegir félagar, mórauður tvíhyrndur og kolóttur ferhyrndur. Svartbotnóttur lambhrútur og svartbotnótt arnhosótt lambgimbur (arnhosótt = arnhöfðótt sem einnig er hosótt). Það er ekki óalgengt að hvítt er mun hvítara á flekkóttu (arnhosóttu hér) en á botnóttu. Svartbotnótt ung brúskær með strípur í brúsknum. Grá-jakobsbíldótt (grátt á nefi um- hverfis augu og á eyrum) gimbr- arlamb og svartbotnótt hrútlamb. Grátt hrútlamb, rílótt. Ferhyrnd svartgolsótt ær með svartlúðótta gimbur. Svartbotnótt arnhosótt hrútlamb með safranótta framfótarleggi. Írauð (gul) ferukollótt brúskær. Svartgolsótt feruhníflótt ung ær með myndarlegan brúsk. Morgolsubotnótt ær með mor- botnóttan hrút.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.