Bændablaðið - 17.12.2020, Page 87

Bændablaðið - 17.12.2020, Page 87
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 87 Auglýsinga- og áskriftarsími er 563-0300 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður? Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Augnteprur og vinna fyrir jól Ef marka má þjóðháttalýsingu Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili var aldrei keppst eins mikið við vinnu eins og fyrir jólin. Einkum var lagt kapp á að ljúka við ullarvinnu og prjónaskap á jólaföstunni. Síðasta vikan fyrir jól var kölluð staurvika vegna þess að þá notaði fólk vökustaura til að halda sér vakandi. Staurarnir eða augnteprurnar voru gerðar úr smáspýtum, ámóta stórum og eldspýtur en stundum var notað svokallað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein úr fiski. Skorið var inn í beinið til hálfs en það haft heilt hinum megin og á það lítil brotalöm og skinninu á augnlokinu smeygt inn í lömina. Stóðu þá endarnir í skinnið og mjög sárt að loka augunum. Jónas segir að húsbændur hafi stundum sett vökustaura á þá sem áttu erfitt með að halda sér vakandi við vinnu síðustu vikuna fyrir jól. Fátækraþerri Víða var til siðs að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin. Menn skiptu um nærföt og stundum var jafnvel skipt á rúmunum og jafnvel mestu sóðar brutu venjur sínar og voru hreinir og vel til hafðir um jólin. Samkvæmt gamalli þjóðtrú lét guð alltaf vera þíðviðri rétt fyrir jólin, til þess að fólk gæti þurrkað plöggin sín fyrir hátíðina og var þessi þurrkur kallaður fátækrar þerri. Einnig var það víða til siðs að fara í kaupstað fyrir jólin. Sumir fóru eingöngu til að sækja jólakútinn til að eiga til hressingar. Stundum var lagt út í mikla óvissu til að ná í jólaölið og stundum urðu menn úti í slíkum ferðum. Jólaærin Á flestum bæjum var til siðs að slátra kind fyrir jólin til að eiga nýtt kjöt á jólunum og mun kindin hafa verið kölluð jólaærin. Jónas segir að siðurinn hafi að mestu verið aflagður á Norðurlandi í sinni tíð en í fullu gildi á Vestfjörðum langt fram á okkar tíma. Tröll á ferð Jónas segir að jólin hafi verið helgust og mest allra hátíða enda megi rekja þau fram til hinnar elstu og römmustu heiðni á Norðurlöndum og meðal germanskra þjóða. Um það leyti eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og geri allt illt af sér sem hægt er. Tröll og óvættir gengu þá um og var Grýla gamla og jólasveinarnir þar fremstir í flokki. Ekki mátti leika sér á jólanóttina, hvorki spila né dansa. Til er gömul saga sem segir að einu sinni hafi tvö börn farið að spila á spil á jólanótt. Kom þá til þeirra ókunnugur maður og fór að spila við þau, hann hvatti þau til að spila við sig fram eftir nóttu eða þar til eitt barnið fór að raula sálmavers en þá hvarf maðurinn. Maðurinn mun hafa verið kölski sjálfur. Komi þeir sem koma vilja Víða mun hafa verið til siðs að kveikja ljós um allan bæinn á jólanótt svo að hvergi bæri á skugga. Þegar búið var að sópa húsið gekk húsfreyjan í kringum og bauð álfunum heim með orðunum: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem veri vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu.“ Hátíð barnanna Jólin hafa alltaf verið hátíð barnanna og var til siðs að þau fengju að borða fylli sína um hátíðina. Einnig þótti sjálfsagt að gefa þeim nýja flík svo þau færu ekki í jólaköttinn. Margir fengu kerti um jólin og þótti það dýrðarstund þegar kveikt var á kertunum og horft á logann brenna út. /VH Úr Árbæjarsafni. Myndir / HKr. Um jólin eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera allt illt af sér sem hægt er. Mynd / fandom.com Á flestum bæjum var til siðs að slátra kind fyrir jólin til að eiga nýtt kjöt á jólunum og mun kindin hafa verið kölluð jólaærin.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.