Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 39

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 39
39 2. mál kirkjuþings 2019 Flutt af kirkjuráði Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar Fjármál þjóðkirkjunnar Vegna mikilla skipulagsbreytinga og óviðráðanlegra þátta náðist ekki að vera með upplýsingar um fjármál þjóðkirkjunnar á réttum tíma. Við biðjumst velvirðingar á því og vonum að í framtíð liggi upplýsingar fyrir mikið fyrr. Í byrjun árs 2019 tók þjóðkirkjan bókhaldskerfið Navision í notkun fyrir allar stofnanir og sjóði í umsjón Biskupsstofu en Biskupsstofa sjálf hélt áfram að vera hluti af ríkisbókhaldinu. Launagreiðendur hafa til þessa verið tveir, Biskupsstofa og kirkjumálasjóður og hafa nokkrir launamenn, t.d. kirkjuþingmenn fengið laun frá báðum aðilum. Umtalsverðar breytingar verða á skipulagningu fjármála þjóðkirkjunnar með nýja viðbótar-samningnum sem samþykktur var á síðasta kirkjuþingi. Eftir áramót verður þjóðkirkjan ekki hluti af ríkisbókhaldinu og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar verða greiddar frá þjóðkirkjunni en ekki ríkinu eins og verið hefur. Innborgun frá ríkinu greiðist í einu lagi og verður því færð á eina kennitölu í einu bókhaldi og launagreiðandi verður einn á næsta ári. Þessar breytingar krefjast talsverðar endurskipulagningar á verkefnum fjármáladeildar en sú vinna er þegar hafin. Allt verklag fjármála verður endurskoðað í kjölfarið og verkferli endurskráð. Kirkjuþing á eftir að móta fjármálastefnu þjóðkirkjunnar og setja starfsreglur um nýtingu greiðslna samkvæmt viðbótarsamningi ríkis og kirkju. Vegna þröngs tímaramma og mikilla breytinga sem gera þarf fyrir áramót er fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 unnin í samræmi við þá starfsemi sem verið hefur. Fjárhagsáætlunin var unnin af fjármálastjóra í samráði við starfsdeildir og eftir kostnaðarliðum núlíðandi árs. Fyrstu drög að áætlun voru kynnt kirkjuráði sem vísaði henni til fjármálahóps kirkjuráðs. Fjármálahópur skilaði tillögum til breytinga til kirkjuráðs sem að lokum yfirfór áætlunina, gerði breytingar og samþykkti til framlagningar hér á kirkjuþingi 2019. Framtíðarverklag við gerð og samþykkt fjárhagsáætlana kirkjunnar þarf að móta í starfsreglum um ráðstöfun greiðslna frá ríkinu. Fjárhæð greiðslu ríkisins vegna viðbótarsamnings ríkis og kirkju liggur ekki enn fyrir eins og hún verður í fjárlögum vegna ársins 2020 en áætluð tala frá dómsmálaráðuneytinu eru rúmlega 3,7 milljarðar. Fjármál sókna Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir að sóknargjöld verði 930,- kr. á einstakling á mánuði. Reynslan hefur kennt okkur að sú fjárhæð getur tekið breytingum í annarri eða jafnvel þriðju umræðu þingsins. Í fjárlögum fyrir árið 2019 voru sóknargjöld lækkuð í þriðju umræðu þingsins úr 934,- kr. í 925,- kr. Upplýsingar um hvernig tekjuskattsstofn ríkisins skiptist og hversu hátt sóknargjaldið er af tekjuskattinum eru ekki aðgengilegar almenningi. Þetta gerir ríkinu auðvelt fyrir að

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.