Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 31

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 31
31 Fjölskylduþjónusta kirkjunnar. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir sérhæfða þjónustu í fjölskyldumálum á grundvelli kristinna lífsgilda. Fjölskylduþjónustan er á sviði sálgæslu- og kærleiksþjónustu kirkjunnar og lýtur faglegri forystu biskups Íslands, en heyrir að öðru leyti undir kirkjuráð. Kirkjuráð ræður forstöðumann Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og skal hann vera prestur með sérmenntun á starfssviði stofnunarinnar. Hann ræður starfsfólk í samráði við biskup Íslands. Kirkjuráð setur forstöðumanni erindisbréf. Í ákvæði til bráðabirgða í starfsreglum um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er kirkjuráði heimilt að ráða forstöðumann úr röðum starfsmanna stofnunarinnar tímabundið og hefur sú heimild verið nýtt undanfarin ár. Starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar hafa tekist þessa ábyrgð á hendur með því að takast á hendur forstöðu tímabundið tvö ár í senn. Fjölskylduþjónustan lýtur nú forstöðu Rannveigar Guðmundsdóttir. Fjölskylduþjónustan hefur nú aðsetur í Háteigskirkju. Starfsmenn hafa verið þrír, Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og Benedikt Jóhannesson, sálfræðingur en hann lét nýlega lét af störfum sökum aldurs. Nýr fjölskylduráðgjafi og handleiðari, Andrea Baldursdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðinn til starfa hjá Fjölskylduþjónustunni frá og með 1. október 2019. Stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar. Tilnefning fulltrúa í stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar Samkvæmt skipulagsskrá Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar skal kirkjuráð skipa þrjá menn í stjórn stofnunarinnar af níu til þriggja ára í senn. Einn er skipaður á ári. Kirkjuráð samþykkti að tilnefna Guðmund Þór Guðmundsson, skrifstofustjóra biskupsstofu til þriggja ára sem fulltrúa kirkjuráðs. Strandarkirkja í Selvogi. Kirkjuráð hefur forræði yfir málefnum Strandarkirkju. Strandarkirkjunefnd er skipuð af kirkjuráði og hefur nefndin umsjón með rekstri kirkjunnar fyrir hönd kirkjuráðs. Í Strandarkirkjunefnd sitja Ragnhildur Benediktsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri biskupsstofu, formaður, sr. Gunnar Jóhannesson settur sóknarprestur í Hveragerðis- prestakalli og sr. Baldur Kristjánsson fyrrverandi sóknarprestur í Þorlákshafnar presta kalli. Varamenn eru Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, fjármálastjóri biskupsstofu, Guðmundur Brynjólfsson, djákni og Margrét Jónsdóttir, bóndi. Nefndin er skipuð til 31. maí 2023. Kirkjuþing unga fólksins 2018. Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar prófastsdæma þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins var haldið á biskupsstofu laugardaginn 25. og 26. maí 2019. Berglind Hönnudóttir var kjörin forseti þingsins. Samkvæmt starfsreglum um kirkjuþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.